Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Býr mér innan rifja ró,

reiði, hryggð og kæti.

Kurteisin og kári þó

koma mér úr sæti.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er þetta fjöður?

Fannar frá Rifi, 7.5.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn Fannar.

Ekki er það fjöður, heldur stærra og meira fyrir manninn.

Sigfús Sigurþórsson., 7.5.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Andi.

Haukur Nikulásson, 7.5.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei, svona nálgist þið ekkert, líið ykkur nær, sérstaklega Haukur og Gunnar Þór, en Málfríður Hafdís líka þótt þessa eigi frekar við um karlmenn, allavega hér á landi, viða erlendis nokuð jafnt hjá konum og körlum.

Sigfús Sigurþórsson., 7.5.2007 kl. 20:27

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sorry: og Fannar.

Sigfús Sigurþórsson., 7.5.2007 kl. 20:27

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er þetta vasaklútur?

Fannar frá Rifi, 7.5.2007 kl. 21:12

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Fannar, en gott ef þetta er ekki eitthvað að nálgast.

Sigfús Sigurþórsson., 7.5.2007 kl. 21:30

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er þetta kanski hönd eða lófi?

Fannar frá Rifi, 7.5.2007 kl. 21:36

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Neibbbb.

Kurteisin og kári þó

koma mér úr sæti.

Sigfús Sigurþórsson., 7.5.2007 kl. 21:44

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

er þetta ekki Servéta?

Fannar frá Rifi, 7.5.2007 kl. 21:54

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt Gunnar Þór. 

Rétt svar er: Hattur

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.22.01

Rétt svar er: Hattur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

Sigfús Sigurþórsson., 7.5.2007 kl. 22:38

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skemmtilegt!

Haukur Nikulásson, 7.5.2007 kl. 23:33

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Áttu þá við gátuna Haukur? persónulega finnst mér hún leyna á sér.

Sigfús Sigurþórsson., 7.5.2007 kl. 23:55

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hér er ein til morguns ef einhver vill reyna:

 

Nafnið bar einn bankakall.
Blóðvöllur er nefndur svo.
Í félagi því menn fara á stall.
Flýgur hann með vængi tvo.

Sigfús Sigurþórsson., 7.5.2007 kl. 23:56

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki stóð á því kappi.

Rétt svar við aukagátu er: Valur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

Sigfús Sigurþórsson., 8.5.2007 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband