Ung og á framabraut.

Margrét Lára skoraði fimm mörk í stórsigri Vals: Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk í 8:1-sigri Vals gegn Breiðabliki í úrslitum Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Vanja Stefanovic, Rakel Logadóttir og Guðný Óðinsdóttir skoruðu einnig fyrir Val. Leikmenn Vals sáu um að skora öll mörk leiksins því Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Vals, skoraði sjálfsmark segir í fréttinni.

Margrét Lára Viðarsdóttir er fædd 25. júlí 1986. Hún er dóttir Guðmundu Bjarnadóttur og Viðars Elíassonar.

Margrét Lára sýndi snemma gríðarlega hæfileika á knattspyrnuvellinum og skaraði hún fram úr. Margrét Lára hefur unnið titla með öllum yngri flokkum ÍBV í knattspyrnu og varð bikarmeistari með meistaraflokki kvenna árið 2004.

Árið eftir gekk Margrét Lára til liðs við Val þar sem hún stefndi á nám á höfuðborgarsvæðinu. Valur lék þá í Evrópukeppninni og gekk liðinu gríðarlega vel. Í 8 liða úrslitum keppti Valur við þýska liðið Potsdam Turbine sem er með sterkari kvennaliðum í Evrópu. Valur tapaði þeim leikjum 11–1 og 8–1 en þrátt fyrir það var þjálfari Potsdam það ánægður með Margréti Láru að hann vildi fá hana í sínar raðir. Árið 2006 var Margrét Lára kosin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna. Umsögn á Heimaslóð.

Margrét Lára gekk til liðs við þýska stórliðið Duisburg árið 2006 en snéri aftur til Íslands í upphafi árs 2007 og gerði tveggja ára samning við Val.

Margrét Lára hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu í nokkur ár auk þess að hafa spilað stórt hlutverk í öllum yngri kvennalandsliðum Íslands.


mbl.is Margrét Lára skoraði fimm mörk í stórsigri Vals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 159416

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

264 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband