Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Upp úr jörðu einn kom sá,

einfætlingur stinnur,

manna holdið meiðslum frá

mjög oft hindra vinnur.

Sig hann hvílir sumrum á,

síst um tíma hina,

eins og píla er hann þá

út um veröldina.

Hart fram æðir heyrnarlaus,

hann er mjór um bolinn,

eigan stundum hefir haus,

í hríð og frosti þolinn.

Þægilega þar til sett,

þéna dável honum,

eyrun fjögur nógu nett

neðan í smáþörmunum.

Honum treinist hlaup um jörð,

hjálp þótt reyni sjaldan,

brúkar eina um sig gjörð,

endafleini að halda.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha Góóóððður

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heil og sæl og góðan daginn.

bæði svörin gætu gengið, en rétt svar er: Göngustafur.

Til hamingju Gunnar Þór.

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.09.38

Rétt svar er: Göngustafur.

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

Þá er ein aukagáta í tilefni dagsins (ég á nefnilega afmæli í dag)

Ríkið mitt ég röskur ver

reglu held í plássi,

því er ég orðinn, sem þú sér,

seljum gulls að stássi.

Eina þarf ég hjálpar hönd

harðni rimman bráða

ríkið heitir Höfðaströnd,

sem hefi ég til forráða.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 11:41

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Vísbending: Þetta er hlutur.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 11:44

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahahaha, helv#"$"#4 ertu góður, það bara stendur ekki steinn yfir steini,, nema Steini sé.

Rétt svar barst við auka gátu dagsinn kl.11.49

Rétt svar er: Lúsakambur.

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

Takk fyrir kveðjuna Gunnar Þór.

Ég verð að hnoða annarri aukavísu á ykkur,,, veit bara ekki hvernig ég á að hafa hana svo hún standi eitthvað í þér og ykkur bloggarar.

Prufum þessa:

Þussa hefi ég svartan séð,

setur fót í auga,

hörðum kyssir munni með,

meiðir glóðar drauga.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 12:07

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég svara þessu bara alsekki Gunnar Þór.

Jú að sjálfsögðu er það Hamar.

Rétt svar barst við auka gátu dagsinn II kl.12.38

Rétt svar er: Hamar

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 13:03

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og enn ein aukagátan fyrst þetta gengur svona brilliant vel:

  

 

Þegnar margir þessa slóð
þvernauðugir ganga.
Ef hún reynist ekki góð
út þeir falla á vanga.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 13:08

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Málfríður Hafdís, ekki það rétt.

Nei nei, það er ekkert hægt að bulla neitt, maður setur bara þá ágeiskun sem manni finnst líklegust, ef hún reinist ekki rétt er þá allavega von á einhverri tilvísun, Gunnar Þór væri búinn að svara henni ef hann hefði svarið, þessi er að vefjast fyrir honum og skil ég það vel.

Þetta er verkfæri, afar mikið brúkað verkfæri.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 17:02

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Afsakið, en þetta fyrsta átti að sjálfsögðu að vera -ekki er það rétt-

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 17:03

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jæja svona fór þá fyrir íslandi í Eurovision . basta.

Við skulum kannski frekar orða þetta þannig: Þetta er alltaf notað ásamt verkfæri.

Hefur verið til frá örófi alda, búið að endurbæta mikið og endurhanna.

Lætur ekki mikið yfir sér, en er gjörsamlega ómissandi við ýmiskonar iðnað.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 22:27

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki eru þessi orð rétt kappi, og næsta vísbending til ykkar verður bara:

Ekki far langt frá þessum tilgátum Gunnars Þórs.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 23:27

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei kappi, ef þetta er í stærra laginu er til annað orð yfir þetta stykki, er það oft nefnt sama nafni og orð sem notað er yfir athafnasama stráka.

þvernauðugir ganga
Ef hún reynist ekki góð
út þeir falla á vanga.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 23:57

13 Smámynd: Elsa Rut Jóhönnudóttir

Gaur?

Elsa Rut Jóhönnudóttir, 11.5.2007 kl. 02:36

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Bjálki...........ganga á bjálka má reyna

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.5.2007 kl. 02:37

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn bloggarar bloggaranna.

Er þessi eitthvað snúinn?

Elsa Rut hefur komist næst þessu, prufið að hugsa um orðið hennar og svo síðustu vísbendingu mína.

Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 07:40

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þar kom það.

Rétt svar barst við auka gátu dagsinn III 10/5 - kl.07.49 11/5

Rétt svar er: Nagli

HJöf: Baldvin í Þverárdal

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband