Hreinskilni barnanna.

siggi og gudny bustad 05 17.jpgMargt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara.

Hér ætla ég að skrifa það sem dettur uppúr mínum og eða hefur einhvern tíman gert, svona eins og eina á dag helst.

Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn.

 

 

Einn sonur minn (Sigurþór Guðni) fyrir allmörgum árum var svo vægt sé til orða tekið sparsamur.

Við bjuggum í sjáfarplássi þá þegar þetta var og var hann ca. 6 ára, drengurinn átti einn nokkuð stóran peninga bauk, sem safnaðist nokkuð vel í.

Snáðinn var sniðugur, keypti aldrei fyrir meyra en helming af því sem hann fékk til að kaupa sér nammi fyrir.

Snjall strákur hann Sigurþór Guðni Sigfússon, enda átti hann um 33000 krónur í banka sem komu úr svona sparsemi á 3 eða 4 árum.

 

Eitt sinn er ég gaf honum pening til að fara í sjoppuna og kaupa sér ís og eitthvað nammi, stráksi þáði peninginn en sagði að ég yrði að koma með, sem var nokkuð óskiljanlegt því við vorum niður á bryggju sem var bara spölkorn frá.

Eftir smá þóf lét ég undan og fór með honum, en þegar við komum að sjoppunni hittum við kunningja minn sem var og er skipstjóri á bát þarna og við tókum tal, drengurinn fór ekki inn í sjoppuna eins hann alla jafna hefði gert, hann beið, og beið, og hnippti svo í mig og sagði mér að koma inn með sér, ég lauk spjallinu og spurði svo drenginn hvað væri að, af hverju hann færi ekki inn að kaupa sér ísinn sem hann ætlaði að kaupa.

Jú þá kom útskýringin.

 

Þú átt líka að fá þér ís, sagði hann, því að þá borgar þú fyrir mig líka.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sniðugur strákur  hann sonur þinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Kristín Katla, hann var það, og það sem meyra var, er að honum tókst að vera það án þess að það liti út eins og níska.

Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 21:16

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð saga og börnin ættu að læra af þessu/Eftir höfðinu dansa lymirnir/er Það ekki/annars bara við tökum kostningunum eftir aðstæðum er það ekki???Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 11.5.2007 kl. 22:55

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heill og sæll Halli minn, langt síðan síðast, best að droppa yfir til þín.

Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 159235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

30 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband