Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Þangað vilja flestir fara
 flík sem ekki hentar mér,
 í búðunum er vinsæl vara
 verkfæri í hendi þér.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og ekki stóð það í meistara Gunnari.

Vel útskýrt einnig.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.14,27

Rétt svar er: Toppur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá er það aukagáta:

Við mig kennd er kynjahöll.

Kapplið mitt sér haslar völl.

Aðrir fuglar óttast mig.

Ofurhugar féllu í mig.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: Davíð Geirsson

Valur

Davíð Geirsson, 17.5.2007 kl. 15:05

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Að sjálfsögðu meistari Davíð.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.15,05

Rétt svar er: Valur

Rétt svar gaf: Davíð Geirsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 18:13

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og eigum við ekki þá að skella hér annari léttri.

-

Af hörku nota margir mig
Mark er blóðugt sargið.
Hrafnamóðir hreiðrar sig
Heyrir bóndinn gargið.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 18:15

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hamar?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha ekki lengi að því Hrönn, flott flott.

Rétt svar barst við aukagátu II kl.18,25

Rétt svar er: Hamar

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 18:31

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá bara höldum við áfram fyrst þetta rúllast svona upp hjá ykkur séníunum.

Að kemur oft hinn trauði,

inn sig í brögðum finnur,

haukaláðs fyrir flækjast

fábreytinn taugum náir;

kæna sér kveður vini,

kipraður saman í hnipur,

verjast kann við þeim berjast,

vitrum oft gys að flytur.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 18:32

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og hvað annað kappi.

Hárrétt svar. Hnútur

Rétt svar barst við aukagátu III kl.19,49

Rétt svar er: Hnútur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 20:34

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þessar breytingar allar á þér Gunnar Þór bara skelfa mann, maður veit bara ekkert hvaða mann þú hefur eiginlega að geyma.

Hver ertu? jæja sleppum því bara, þú verður ábyggilega ekki eins eftir miðnættið, og þá þyrfti ég að fara að spyrja aftur, og svo aftur og aftur.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 20:36

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

í þessari gátu eru barasta orð sem ég skil ekki og tel ég mig þó mikla manneskju orðsins

Ertu til í að gera svona eins og spekingur og setja skýringu fyrir aftan hverja setningu?

Spyr nú heimskonan.....

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 21:49

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, ekki er ég hissa á því, en það er nú einmitt oft á tíðum gátu þrautin líka, það er að finna útúr orðum og setningum, í þessari gátu tildæmis eru atriði sem ég skil ekki, enda gat ég ekki ráðið þessa gátu á sínum tíma (held ég)

Gunnar Þór er alveg snillingur í þessum málum, einnig er hann afar glúrinn í eldra ritmáli, seigur strákur þar hann Gunnar Þór og er ég margt búinn að læra af honum þótt ekki hafi annað farið fram en stuttaraleg samskipti varðandi þessar gátur.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 23:19

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kannski Gunnar geti þá útskýrt fyrir mér þessi erfiðu orð?

Að kemur oft hinn trauði, skil það

inn sig í brögðum finnur, skil það líka

haukaláðs fyrir flækjast -?????

fábreytinn taugum náir; held ég skilji þetta....

kæna sér kveður vini, væri gott að fá útskýringu hér

kipraður saman í hnipur, skil þetta

verjast kann við þeim berjast, - held ég skilji þetta

vitrum oft gys að flytur. - held ég skilji þetta líka

 

Annars bara gaman að svona gátum

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband