Já í Guðana bænum flýtið ykkur að þessu.

Vísindamenn í Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segja, að erfðavísatilraunir gefa vísbendingu um að hægt sé að örva hárvöxt hjá karlmönnum sem fengið hafa skalla en vísindamönnunum hefur tekist að láta ný hár vaxa á músarhúð.

Fjallað er um tilraun vísindamannanna í tímaritinu Nature. Þar kemur fram, að um 100 þúsund örsmáir hársekkir eru á mannshöfði og til þessa var talið, að ef þessir sekkir skemmdust gætu nýir ekki myndast. Vísindamennirnir komust hins vegar að því, að erfðavísirinn wnt, sem er mikilvægur þegar sár gróa, virðist einnig leika hlutverk í framleiðslu nýrra hársekkja.

Í tilraun vísindamannanna var örsmár hluti af yfirhúð músa fjarlægður. Þetta virtist vekja stofnfrumustarfsemi á svæðinu og þar á meðal mynduðust nýir hársekkir.

Ef komið var í veg fyrir starfsemi wnt erfðavísisins mynduðust ekki nýir hársekkir en ef erfðavísirinn var örvaður mynduðust margir sekkir.

Vísindamennirnir segja, að þessar tilraunir bendi ekki aðeins til þess að hægt sé að lækna skalla heldur hafi þær einnig áhrif á þróun meðhöndlunar sára.


mbl.is Vonir glæðast um að hægt sé að meðhöndla skalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Sigfús. Ertu búinn að láta Villa vita af þessu?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 12:54

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, nei, en þar sem ég er orðinn nokkurra vetra er ég farinn að hafa verulegar áhyggjur af þessu, ég bara verð að viðurkenna það, þótt hárprúður með afbryggðum sé ennþá.  En ég skal senda Villa tölvupóst, það er ekki víst að hann hafi tekið eftir þessari frétt.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 13:04

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Sigfus það er gaman að lesa pisla þina ,þeir eru svo tviræðir og skemmtiegir,ekki veitir af nuna a´siðustu og verstu timum/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.5.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mér finnst nú meira sexý að hafa skalla en X-Í.............Skil raunar ekkert í Ómari að hafa ekki notað skallann meira...... Það er önnur saga......

Vilborg Traustadóttir, 17.5.2007 kl. 13:51

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kærar þakkir Haraldur félagi.

Vilborg, heldur þú að þeir hefðu komist lengra á skallanum? ef skallinn hefði frekar verið efst á stefnuskránni? Ómar er/var einn af yndislegustu mönnum þessa lands, og get ég varla fyrirgefið honum að fara í þetta pólitíkusar rugl. Hann hefur miðlað inn á mitt heimili ómældri skemmtun og fróðleik, líka hvað varðar náttúruna, til þess þurfti hann ekki að snúa sér að pólitík. Kannski verður þessi uppfinning komin í notkun og þá getur Ómar og aðrir SKALLAR ræktað hausakurinn og látið skallann blómstra, og allir sem skallann hræðast eins og ég getað andað léttara.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 14:03

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst menn með skalla sexý enda er sagt að gáfuðustu mennirnir séu með skalla. Annas er til ráð við skalla það  er lögur sem fæst í apótekum og heitir 'Regaine' (og líka eitthvað annað) eða í íslenskri þýðingu 'endurheimtið.' En ef byrjað er að bera þetta í hársvörðinn verður alltaf að halda áfram að nota það því annars dettur nýja hárið af aftur og þetta er frekar dýr vara.

Svava frá Strandbergi , 17.5.2007 kl. 14:29

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hvar er hægt að fá þetta wnt, ég veit um einn sem hefur áhyggjur af hárleysi. Annars finnst mér það sexý.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.5.2007 kl. 18:04

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyriði mig nú, það eru milljónir manns um allan heim niðurbrottnir af áhyggjum vegna þess að blettir eru farnir að sjást á toppstykkinu, já og sumir gjörsamlega búnir að tapa öllu þaðan, og þetta fólk er niðurbrotið af skömm, og svo segi þið bara að það sé sexy!!! Til hvers í Ansk#$%"% eru þeir þá að gera þessar tilraunir, og nú hefur stefna mín gjörsamlega snúist við, í staðin fyrir að halda í þessi strá ætla ég sko að finna meðal sem eyðir hárinu af á augabragði, allt ykkur að kenna.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 18:23

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já já Gunnar Þór, það er sko heldur betur að koma í ljós, ranghugmyndirnar hjá manni hafa verið alveg gífurlegar, og ég bara veit ekki hvort maður þurfi ekki bara að sækja sér hjálp, allavega verður maður (sýnist mér) ekki sexy fyrr enn maður verður sköllóttur, og ég er þegar farin að leita lausna.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 20:40

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá á ég við hjálpar í að missa mitt hár, það er alveg ljóst að ég hefi aldrei fengið að njóta þess að vera sexy, og nú er bara komin röðin að mér.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 20:47

11 identicon

Jamm, þetta er athyglisvert. Sérstaklega í ljósi þess að tískan fyrir ekki svö löngu síðan var að raka allt hár af :)

 Annars var ég nú byrjaður að raka þetta drasl af löngu áður en fór að þynnast, og finnst það bara mun flottara.

Ellert 19.5.2007 kl. 12:02

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er allavega ljóst að hvennþjóðinni þykir skallinn sexy.

En eins og Gunnar Þór segir, þá nátturulega skiptir mestu að maður sé sáttur við sjálfan sig.

En hvað ef maður hefur aldrei verið sexy? getur maður þá nokkuð verið sáttur við sjálfan sig? ég held ekki, þessvegna ætla ég að flíta mér að verða sköllóttur.

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband