Íslamskar konur og reiðhjól!

Það hefur náttúrulega allatíð verið vitað að ein hjólategund getur aldrei hentað öllum, en fyrr má nú rota en steinrota.

 

Íranar munu framleiða sérstök „íslömsk hjól" fyrir konur þar sem sérstakur klefi á hjólinu mun skýla stórum hluta líkamans.

„Þetta verkefni styður þróun kvennaíþrótta," hefur opinbert dagblað Íransstjórnar eftir Elaheh Sofali, verkefnisstjóra.

Faezeh Hachémi, dóttir Akbar Hachémi Rafsandjani, fyrrum forseta Írans, reyndi á tíunda áratug síðustu aldar að þróa hjólreiðar sem kvennaíþrótt en gafst upp eftir að klerkastjórnin lýsti vanþóknun sinni á tiltækinu.


mbl.is Íslömsk hjól hönnuð fyrir íranskar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

rosa ferð er á þér þarna á efstu myndinni

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já finnst þér ekki, en er ég samt ekki skárri rauður?

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hefurðu í alvöru séð þessar vesalings konur sem eru kúaðar af karlmönnum í valdi islamstrúar ? Hversu mikill hitinn er þá verða þær að klæðast Burkanum og á veitingahúsum matast á innsta borði helst í básum og snúa andlitinu frá öðrum gestum... Ég sé ekkert hlægilegt við meðferðina... Mér hefur svo oft ofboðið meðferðin á þessum vesalings konum sem verða að láta undan aldagamalli kúgun í skjóli trúar að eindæmum sætir að einhverjir karlar hérna á Íslandi geti gert konurnar að hlátursefni...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 19.5.2007 kl. 14:35

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta hjá þér jaðrar nú bara við----sleppum því, jú ég hef séð ýmislegt af þessu, til að mynda ferðaðist ég um Jóraníu og Ísraleg fyrir nokk mörgum árum, á nú ekki von á að neitt hvafi breist þar.

Ekki veit ég af hverju ég sé svona mikið þras í færslum sumra, hér í þessari færslu var verið að gera grín af hjólum

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ágæti Sigfús. Virðum konur og karlmenn. Gerum ekki grín af kúgun. Virðum mannréttindi!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 19.5.2007 kl. 15:04

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Algerlega sammála því, enda eins og ég er búinn að segja og sést ágætlega hér á því sem ég setti frá mér í þessa færsulu erú það hjólin sem var broslega hliðin, fyrir utan myndir segi ég: Það hefur náttúrulega allatíð verið vitað að ein hjólategund getur aldrei hentað öllum, en fyrr má nú rota en steinrota.

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 15:20

7 identicon

Flott hjól. Það er örugglega skrítið að hjóla í "klefa"

Birna Dis Vilbertsdóttir 20.5.2007 kl. 10:47

8 identicon

Við erum öll afsprengi uppeldis okkar, þó sumir sjái það ekki beint skýrt. T.d. er ég ekki alveg í rónni yfir að "vaða inn á skónum" þó það sé ekki alls staðar ætlast til að maður fari úr þeim - t.d. er talinn dónaskapur á Ítalíu að ganga um á heimilum í sokkunum einum. Íslenskar konur (þ.m.t. sú að ofan) vippa væntanlega ekki af sér blússunni þegar þær eru innan um annað kvenfólk sem gengur almennt um berbrjósta - en (íslenskar) líta þá ekki á sig sem kúgaðar. Það er stór munur meðal íslamskra kvenna, sumar ganga um og haga sér eins og evrópubúar, aðrar eru logandi hræddar við að láta sjást eitt hár og jafnvel ekkert nema hendurnar upp að úlnlið. Þær fara eftir þvi siðferði sem þær hafa verið  aldar upp við.  Kúgun á sér stað, eins og í vesturlöndum, en hún er annar handleggur, rétt eins og margir Íranir hlæja að svona sögum um íslömsk hjól sem þeim finnst fígúruháttur. Þeir sem eru í stjórn í landi hverju ráða hvað er leyfilegt, en þeir eru ekki endilega við allt á sömu línu og meirihluti almennings.

Kalli 20.5.2007 kl. 12:17

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Vel mælt Kalli - Það er sko mikið til é þessu, og sennilega sjaldnast hugsað útí þetta og þaraf leiðandi lítið tekið mið af uppeldi og siðum.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband