Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Skammaryrði jags við él,

jurtum held á vengi,

kaffið drýgja kunni vel,

kjöt er sagt þar héngi.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og ekki klikkar minnið þitt Guunar, frekar en fyrri daginn.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.17,49

Rétt svar er: Rót

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá kemur aukagáta:

Heima þannig hömpum guði.
Heljarskammir mátt þú fá.
Forða næ með feikna puði.
Ferð um vaðinn kallast má.

 

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 18:21

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Leiða er að orði, ekki nafni.

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 18:22

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei kappi, ekki er orðið biðja.

Ef sleppt er síðustu hendingunni er ekki erfitt að tengja þetta orð við hinar þrjár.

þetta er gert nær alla daga og orðið sjálft er notað af flestum nær alla daga.

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei meistari Gunnar Þór, ekki er það iðrast, þetta orð sem ég leita eftir er samt gjörðir.

Og gert er mikið af, mismikið þó eftir fólki, hægt að nota þetta á margvíslegan hátt og er mikið notað eins og komið hefur fram og í annarri merkingu er þetta notað í spilamennsku, jafnvel varðandi veðurfar.

Ég geymi beinustu vísbendingarnar, sjáum hvort þetta upplýsi bloggara.

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Sigfús. Ég segi spá.......eða spádómar bara svona að giska

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.5.2007 kl. 21:42

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svo getur það líka verið trú

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.5.2007 kl. 21:44

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

lesa?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:52

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var rétt Hrönn.

Lestur er svarið.

Heima þannig hömpum guði. = húslestur úr Biblíunni
 Heljarskammir mátt þú fá. = reiðilestur
 Forða næ með feikna puði. = próflestur?
 Ferð um vaðinn kallast má. = lesa sig upp kaðal.

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 21:59

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar barst við auka gátu kl.21,52

Rétt svar er: Lestur

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 22:01

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

vúhú!!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 22:03

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jubííí, til hamingju Hrönn, flott hjá þér.

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband