Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Heiminn kenndi kempan við.
Kaupmenn höndla þarna auð.
Íþróttanna áhaldið
eða bara hagldabrauð.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ooooog það var rétt, kringla er orðið meistari Gunnar Þór.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.12,30

Rétt svar er: Kringla

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

.

Og þá er það auka gáta.

Sett er í hann ó-sómi

sést hann sjaldnar hjá fólki

Sumir rakka háum rómi

reyndar þá gerður að hólki.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahah

Ég á eki orð, ég hnoðaði þessari vísnagátu saman með stelpuna mína í fanginu og vandaði nú ekki til hennar, eins og sést, og hélt því að hún mundi nú standa í bloggurum, en að sjálfsögðu stóð hún ekki í þér kappi.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.13,18

Rétt svar er: Öskubakki

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu félagi,,,, þarna heur einhver mistök orðið hjá mér, nei nei orðurnar eru sko ekki búnar, var að fá sendingu með flugi áðan, gámur á leiðinni.

Hér kemur þetta rétt.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.13,18

Rétt svar er: Öskubakki

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 14:01

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá kemur önnur nokkuð létt.

Hér er um hlut að ræða.

-

Særir og græðir sætan ein,

um sveitir víða færist;

hefir hvorki blóð né bein

af brauði engu nærist.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 14:01

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Og það bara er einfaldlega hárrétt.

 

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.14,37

Rétt svar er: Saumnál

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 15:05

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

.

Þá er hér ein sem ég yrði ekki hissa á að þvælist eitthvað fyrir bloggurum.

Hér er karl í krapinu.
Um hvolpinn er lítill friður.
Skattmann í góða skapinu.
Ég skila flestu niður.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 15:06

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, þú ert alveg óborganlegur Gunnar.

Hárrétt.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.15,18

Rétt svar er: Vaskur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 16:05

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Látum hér síðustu vísnagátuna í dag fljóta inn.

Hann er eins og áður var.
Aldrei skapi bregður.
Vel ég þennan veginn snar.
Víst nú ganga tveir í þar.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 16:06

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég ætla að leifa tveimur að vera í gangi í lokin í dag, hér kemur seinni:

Galdrar eru geymdir í.
Gagnast hún oft manni.
Laglegt nafn á lokkaþý.
Leyndarmál með sanni.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 16:14

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki rétt.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 16:31

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Halló hallló halló, nei Gunnar minn, það verður aldrei, og engin þreyta hér, ég og prinsessan mín vorum bara í heimsókn og matarboði hjá vinkonu okkar og syni hennar.

Traustur er ekki rétt við 14, og þá ekki heldur 15.

Og ósk er ekki rétt við 15.

-----------------------------------

Vísbending vegna 14:

Hann er eins og áður var. Sem sagt lítil breyting.

Aldrei skapi bregður. Þessi lína segir sig svolítið sjálf.

--------------------------------------------
Vísbendinga vegna 15:

Þetta er nafnorð.

Galdrar eru geymdir í. Þegar spáð er í spil (sem þetta er ekki) er stundum talað um galdra, eins með flösku kukl og hvað þetta nú allt heytir.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 20:56

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

14 er lýsingarorð

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 20:57

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei ekki eins, en svakalega eru að nálagast þetta, róaðu þig nú niður og jafnaðu þig. 

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 21:16

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

þú ert heitastur í 24 og 28, og mjög heitur þar, lestu betur Athugasemd mína í 25

Og hér erum við bara að tala um gátuna í 14

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 21:28

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og muna: Lýsingaorð

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 21:29

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta lokkaþý er ábyggilega lokkar í hári = sýddin svipuð

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 21:33

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Lokkar í líkri sídd.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 21:34

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var hárrétt, orðið sem ég leitaði eftir við gátu í ATH 14 er Jafn.

Hann er eins og áður var.
 Aldrei skapi bregður.
 Vel ég þennan veginn snar.
 Víst nú ganga tveir í þar.

Svar: Jafn

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 14 kl.22.46

Rétt svar er: Jafn

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 22:55

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En Gunnar Þór og aðrir, villumelding var hjá mér varðand lokkaþý, ég var eitthvað í ruglustuði gleyma því sem er í ATHS 32 og 33.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 22:59

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Færi hér niður gátuna í ATHS 15.

Galdrar eru geymdir í.
Gagnast hún oft manni.
Laglegt nafn á lokkaþý.
Leyndarmál með sanni.

--------------------------

Þetta er nafnorð.

Galdrar eru geymdir í. Þegar spáð er í spil (sem þetta er ekki) er stundum talað um galdra, eins með flösku kukl og hvað þetta nú allt heitir.

Þetta með: Laglegt nafn á lokkaþý. væri gaman að heyra þína útskíringu, nú eða annarra eftir að rétt svar er komið.

Gagnast hún oft manni.  Hér set ég nú alveg spurningarmerki, það er öruggt að ekki trúa allir á þetta, sem sagt þetta spilar inn á að trúa einhverju, trúa á eitthvað.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 23:07

22 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég segi lukkan

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.5.2007 kl. 23:40

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ Margrét, nei Lukkan er það ekki,,,,

eeeen stundum verður fólk lukkulegt eftir að þetta hefur verið í gangi hjá því, verið notað, en líka orðið sorry.

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 23:52

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kunni þið stafróið eða táknmál?

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 23:54

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

afsakið: stafrófið

Sigfús Sigurþórsson., 20.5.2007 kl. 23:55

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki er það bæn, en sjálfsagt lyggur fólk á bæn er þetta er höndlað.

Hvaða fleyra er í gangi annað en ATHS 40, er 3 stafir í eitölu, 5 stafir í fleyrtölu.

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 12:09

27 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

dfgasdghsthsthshsgth

Prufa

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 12:58

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gunnar þór sendi mér tölvupóst með svari gátunnar, sen tölvupóst vegna bilunar í Comment kerfi Mbl. (sem reyndar ætti að vera komið í lag núna, því Guðmundur hjá Mbl. var að hringja í mig og tjá mér að þeir hafi fundið bilunina sem hefur verið hjá öllum Mbl. bloggurum)

Hér kemur tölvupósturinn frá Gunnari Þór:

Kem engu inn í kommentakerfið hjá þér kanski er íhaldið á mogganum búið að fá nóg af mér! ;*) Svarið er Rún -- Rúnir Kveðja Gunnar

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 15 kl.13,30  21/5

Rétt svar er: Rún - Rúnir

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 13:41

29 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kvennkenning, já ok, en í hvað meiningu? Ertu með dæmi í öðrum dún en hér er til að upplýsa okkur meistari.

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 13:48

30 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

öðrum dúr

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 13:49

31 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ha ha ha, nei það gengur ekki Málfríður, að setja svarið annarstaðar en við gátuna.

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband