Já já, allir sem nota Viagra er bent á að Viagra nýtist best í 40.000 feta hæð.

Flugfreyjur íslenskra flugfélaga munu selja 4 töflu bréf á klukkustundar fresti á meðan flug stendur yfir með kaffi eða tei, biður bara um þotuþreytu lyf, flugfreyjum verður fjölgað um helming í hverri vél, veit ekki til hvers!

Fréttin á Mbl: Skammtur af Viagra kann er fram líða stundir að auðvelda mönnum að jafna sig eftir flugferðir yfir mörg tímabelti, að því er ný rannsókn á hömstrum bendir til.

Hamstrar sem voru sprautaðir með smáum skammti af lyfinu voru 20-50% fljótari en hamstrar sem ekki fengu lyfið eftir að ljósið hjá þeim var slökkt sex tímum fyrr en venjulega, sem höfundar rannsóknarinnar segja jafngilda því að flogið sé í austur, til dæmis frá Vesturheimi til Evrópu.

Virka efnið í Viagra nefnist sidenafil, og kann það að „nýtast gegn dægurlotukvillum sem tengjast röskun á samstillingu við umhverfið,“ eins og til dæmis því að ná ekki að festa svefn, og aðlögun að breyttum birtutíma, segir í rannsókninni sem birt er í Proceedings of the National Academy of Sciences.

Rannsóknin var gerð við Þjóðarháskóla Argentínu í Buenos Aires. Lyfið hefur þau áhrif að draga úr magni ensíms í heilanum sem á þátt í að stýra dægursveiflunni, eða hinni svokölluðu líkamsklukku.


mbl.is Viagra kann að nýtast gegn þotuþreytu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þetta er bara of seint fyrir mig,eg er ny komin ur löngu flugi/en eg mun ekki gleima þessu Takk fyrir Blöggvinur/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 22.5.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei nei Halli minn, þetta er ekkert of seint, núna förum við bara að ferðast oftar með flugvél, gott ef ég flyt bara ekki Í flugvél.

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband