Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Margvísleg oft myndin er

minni partar sýna

oft á tíðum í tætlur fer

tveir oft saman rýna.

 

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu, þetta er góð hugmynd, en ekki rétta orðið.

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 09:53

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt get þetta ekki en visan er góð/gæti verið sammála Malfriði/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.5.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ, þetta er bara alveg hárrétt svar.

Þakka þér fyrir Halli minn, ég sauð þetta saman grútsyfjaður á meðan ég var að koma stelpunni í skólann í morgun.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.10,58

Rétt svar er: Púsluspil

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá er það aukagáta:

Dólgur einn með digran haus

dregst í lifandi manna sess,

illa fer ef er hann laus;

áttu nú að geta þess.

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sem þýðir að það vantar tilvísun.

Þetta er hlutur, og ávalt þarf fernt til fyrir utan menn eða konur.

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 17:11

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kvenkyn

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 17:11

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmm..... skrúfa

Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 17:54

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 17:54

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góða kvöldið þrautseigu þrautakóngar og drottningar.

Einmitt Gunnar Þór, (nú brosi ég voða breitt yfir kvikindisskapnum)  þessi athugasemd þí hefði eginlega átt að koma fyrst, strax á eftir að ég setti inn kvenkyns.

Ég gef Málfríði rétt fyrir hennar svar.

Rétt svar barst við auka gátu kl.19,39

Rétt svar er: Hestaskónagli - Hóffjöður.

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

 

Var þetta kvikindisskapur Gunnar Þór vinur vors og blóma?

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 21:06

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Gunnar Þór, nú ertu ekki enn búinn að ná þessu.

Við erum að tala um einn hestaskónagla/eina hóffjöður + hamar+skeifu+fót.

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 21:13

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jæja gott fólk, leifi hér einni að damla ef einhverjir hafa áhuga.

Ég fer um Róm og Eystrasalt,

Íslands þekki ég hvítu tinda,

í vetfangi bruna ég yfir alt,

eins og hugurinn til að mynda,

ég þarf að vera, var og er,

eðli mitt út fær enginn grundað,

aldrei sem vera til hef stundað,

greinið hver sé, ef getið þér.

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 21:24

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já einmitt, og þessvegna segi ég að athugasemd þín í 16 hefði átt að koma fyrst, til að fá vísbendingar varðandi þann lið, en ég er ekki gallalaus Gunnar minn, en reini að gera þetta aðeins spennandi án þess að bulla (þótt það svo sem kæmi eingum á óvart þótt ég gerði það)

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 21:28

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

22 er bara alveg hátrrétt hjá þér Gunnar Þór.

Rétt svar barst við aukagátu í ATHS.19  kl.22,14

Rétt svar er: Tíðin

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 22:25

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, já á hann að hafa verið áttfættur? ég minnst þess þetta með hóffarið í Ásbyrgi, það lítur út fyrir að gátan sé ekki ort um Óðins Sleipni.

Sigfús Sigurþórsson., 22.5.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband