Ekki varð stjórnin nú eins og ég áætlaði.

Það er óhætt að segja með kosningar og myndun ríkisstjórna að það er ekkert á vísan að róa.

Þegar ég setti x-ið mitt á sinn stað á kjördag var ég að velta fyrir mér hvernig þetta færi, og hnoði ég þá saman nokkrum vísum sem ég lét fljóta útprentað ofan í kjörkassann, ég aðeins snurfussaði þær svo til eftir að heim var komið.

Einhvernveginn voru þær svona:

Kýs ég nú, og vanda mitt val

vitlaust má það ei verða

hlustað hef ég og heyrt margt tal

hreykinn skal ég nú verða.

 

Vinstri Grænir eiga smá von

verð ég þó þeim að hafna

grænt þeir þusa lon og don

þeir sennlega bara kafna.

 

Frjálslindir ferlega cool eru hér

Fárast þó barútí kvót-ann

Kvóta málstaðinn líkar nú mér

Læt ekki x-ið mitt á hann

 

Sjálfstæðisflokkurinn nú samur er

sennilega áfram hann situr

eigi veit hvert Framsóknin fer

flokkur sem sífellt er bitur.

 

Samfó rembist með rósunum

reynir allt hvað hann getur

grínlaust hef ég úr glósunum

glundur, en sjáum hvað setur.

 

Ómars flokk sko varast skal

segja nú gárung-arnir

ekkert þar er grínlaust tal

einblína á grænar varnir

 

 

Nú skal ég setja x-ið mitt

settlega á réttan stað

saman gerir svo mitt og þitt

stjórn sem þiggur nú það.

 

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson

Kt:

Svona einhvernveginn fór þetta í kjörkassann.

 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Fréttamynd 428769Mbl. frétt.: Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 9:30 og tilkynna honum að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafi verið mynduð. Flokksráð Sjálfstæðisflokks og flokksstjórn Samfylkingar samþykktu stjórnarmyndunina í gærkvöldi. Klukkan 11 hefur verið boðað til blaðamannafundar á Þingvöllum þar sem Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar og væntanlegur utanríkisráðherra, kynna nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar.

Auk Ingibjargar Sólrúnar verða þau Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristján L. Möller, Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir ráðherrar af hálfu Samfylkingar. Aðeins Jóhanna og Össur hafa áður gegnt ráðherraembætti.

Guðlaugur Þór Þórðarson er eini nýi ráðherra Sjálfstæðisflokks en þeir Geir, Björn Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson, Árni M. Mathiesen og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gegna áfram þeim ráðherraembættum, sem þeir höfðu með höndum í fráfarandi stjórn; Einar bætir raunar við sig landbúnaðarmálum.

Fram kemur í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag, að talið sé að óánægjuradda um ráðherraskipan innan Sjálfstæðisflokks muni helst gæta frá keppinautum Guðlaugs um ráðherrastól, fólki eins og Kristjáni Þór Júlíussyni, Guðfinnu Bjarnadóttur og Bjarna Benediktssyni. Sturla Böðvarsson sé bersýnilega mjög óhress með sitt hlutskipti, að hverfa úr stól samgönguráðherra, en hann fái þó sæmdarembætti forseta Alþingis.

Þá segir Agnes að óvissa hafi verið um það hvort Björn fengi ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Heimildir Morgunblaðsins hermi, að líkur séu á því að Björn hætti sem ráðherra á miðju þessu kjörtímabili og hverfi til annarra starfa. Sömu heimildir hermi, að líklegur arftaki hans á dómsmálaráðherrastól verði Bjarni Benediktsson. Það muni þó alls ekki frágengið.


mbl.is Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband