Hvenar skildi fuglaflensan verða að heimsfaraldri?

Á vef Landlæknisembættisins segir að fyrsta alvarlega sýkingin af völdum fuglainflúensu H5N1 greindist í mönnum í Hong Kong árið 1997. Þá veiktust átján manns, af þeim dóu sex.

Árið 2003 gekk yfir skæð fuglainflúensa af völdum inflúensu A H7N7 í alifuglabúum í Hollandi. Þá fengu 83 starfsmenn alifuglabúsins væg einkenni eftir smit, einn dýralæknir fékk skæða sýkingu og lést í kjölfar hennar.

Frá 2003 hefur inflúensa A H5N1 í fuglum geisað víða um heiminn, með stöku sýkingum í mönnum. Milljónir manna hafa verið í snertingu við veika fugla, en samkvæmt upplýsingum á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 27. desember 2006 höfðu samtals 261 manns greinst með staðfesta H5N1 sýkingu, af þeim höfðu látist 157 manns.

 >Sjá hér video<

 

 

 

Heimsfaraldur inflúensu brýst út þegar nýr stofn inflúensu A myndast sem berst auðveldlega manna á milli. Nýr stofn getur myndast við meiriháttar breytingar á erfðaefni inflúensu A-veiru sem leiðir til uppstokkunar á mótefnavökum veirunnar (antigenic shift). Meiriháttar breyting á erfðaefni inflúensu A-veirunnar getur orðið við stökkbreytingar á inflúensu A-veiru eða við samruna fuglainflúensuveiru og inflúensuveiru A í mönnum. Samruni getur orðið ef sýking með báðum veirunum verður samtímis í sama manni eða dýri.

Hættan felst þess vegna í nýjum veirustofni sem getur sýkt menn og smitast manna á milli en er svo frábrugðinn veirustofnum undanfarandi ára að fyrri sýkingar veita enga vörn.

 

Fréttin á Mbl.: Fjórir einstaklingar hafa greinst með fuglaflensu í Wales, en fólkið er sagt hafa smitast var fuglaflensuafbrigði sem fannst í dauðum kjúklingum á bóndabæ í Norður-Wales. Um er að ræða hættuminna afbrigði fuglaflensunnar. Unnið er að því að taka sýni frá öðrum bæjum á svæðunum í kring.

Að sögn yfirdýralæknisins í Wales, Christianne Glossop, drápust fuglarni úr H7N2 afbrigði fuglaflensunnar sem er ekki eins skætt og H5N1 afbrigðið sem hefur dregið fólk til dauða.

Heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að fjórir hafi sýkst af fuglaflensunni, en alls voru tekin sýni úr níu einstaklingum sem annaðhvort unnu þar sem kjúklingarnir drápust eða sýndu fram á flensueinkenni.

Rannsóknarniðurstöðurnar eru sagðar staðfesta að menn hafi smitast af veirunni. Hingað til hafa aðeins fuglar smitast af veirunni. Hinsvegar er lögð á það áhersla að veiran smitist fyrst og fremst á milli fugla og að það sé erfitt fyrir fólk að sýkjast af veirunni.

 

 Standa málin þannig að það sé ekki spurning um hvort fuglaflensu faraldur verði, heldur hvenær???


mbl.is Fjórir greinast með fuglaflensu í Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er mest fræðandi samantekt sem ég hef lesið um þetta mál

halkatla, 27.5.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband