Laugardagur, 26. maí 2007
Hvenar skildi fuglaflensan verða að heimsfaraldri?
Á vef Landlæknisembættisins segir að fyrsta alvarlega sýkingin af völdum fuglainflúensu H5N1 greindist í mönnum í Hong Kong árið 1997. Þá veiktust átján manns, af þeim dóu sex.
Árið 2003 gekk yfir skæð fuglainflúensa af völdum inflúensu A H7N7 í alifuglabúum í Hollandi. Þá fengu 83 starfsmenn alifuglabúsins væg einkenni eftir smit, einn dýralæknir fékk skæða sýkingu og lést í kjölfar hennar.
Frá 2003 hefur inflúensa A H5N1 í fuglum geisað víða um heiminn, með stöku sýkingum í mönnum. Milljónir manna hafa verið í snertingu við veika fugla, en samkvæmt upplýsingum á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 27. desember 2006 höfðu samtals 261 manns greinst með staðfesta H5N1 sýkingu, af þeim höfðu látist 157 manns.
Heimsfaraldur inflúensu brýst út þegar nýr stofn inflúensu A myndast sem berst auðveldlega manna á milli. Nýr stofn getur myndast við meiriháttar breytingar á erfðaefni inflúensu A-veiru sem leiðir til uppstokkunar á mótefnavökum veirunnar (antigenic shift). Meiriháttar breyting á erfðaefni inflúensu A-veirunnar getur orðið við stökkbreytingar á inflúensu A-veiru eða við samruna fuglainflúensuveiru og inflúensuveiru A í mönnum. Samruni getur orðið ef sýking með báðum veirunum verður samtímis í sama manni eða dýri.
Hættan felst þess vegna í nýjum veirustofni sem getur sýkt menn og smitast manna á milli en er svo frábrugðinn veirustofnum undanfarandi ára að fyrri sýkingar veita enga vörn.
Fréttin á Mbl.: Fjórir einstaklingar hafa greinst með fuglaflensu í Wales, en fólkið er sagt hafa smitast var fuglaflensuafbrigði sem fannst í dauðum kjúklingum á bóndabæ í Norður-Wales. Um er að ræða hættuminna afbrigði fuglaflensunnar. Unnið er að því að taka sýni frá öðrum bæjum á svæðunum í kring.
Að sögn yfirdýralæknisins í Wales, Christianne Glossop, drápust fuglarni úr H7N2 afbrigði fuglaflensunnar sem er ekki eins skætt og H5N1 afbrigðið sem hefur dregið fólk til dauða.
Heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að fjórir hafi sýkst af fuglaflensunni, en alls voru tekin sýni úr níu einstaklingum sem annaðhvort unnu þar sem kjúklingarnir drápust eða sýndu fram á flensueinkenni.
Rannsóknarniðurstöðurnar eru sagðar staðfesta að menn hafi smitast af veirunni. Hingað til hafa aðeins fuglar smitast af veirunni. Hinsvegar er lögð á það áhersla að veiran smitist fyrst og fremst á milli fugla og að það sé erfitt fyrir fólk að sýkjast af veirunni.
Standa málin þannig að það sé ekki spurning um hvort fuglaflensu faraldur verði, heldur hvenær???
Fjórir greinast með fuglaflensu í Wales | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Vefurinn, Vísindi og fræði | Breytt 27.5.2007 kl. 16:03 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er mest fræðandi samantekt sem ég hef lesið um þetta mál
halkatla, 27.5.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.