Mánudagur, 28. maí 2007
Ég á ekki til eitt einasta aukatekið orð.
Er þetta virkilega að ské? Hvað er í gangi, ég er nú búinn að fylgjast með þessum þáttu í gegnum tíðina með börnunum og hef aldrei séð eitthvað ósæmilegt í þessum þáttum, og þá er alveg sama hvort um sjónvarpið eða sögu bækurnar.
Þessir þættir heilla börnin vegna þess hve mikill hlátur leikur og gamen er í gangi í öllum þessum þáttum, söngur, hreyfingar og leikur sem börn eiga auðvellt með að skilja.
Og þótt svo að einhver hommi eða lespía stæði fyrir þessum þáttu þá er mér bara slétt sama.
Börnin eru að njóta þáttanna einfaldlega vegna þess að þeir ná til þeirra með einfaldleika sínum og kátínu.
Ég get bara einganveginn séð að einhver titturinn þarna haldi á tösku að það geri barn að lespíu eða homma.
Burtu með svona öfga kjaftæði ------ségi ég.
Fréttin á Mbl.: Umboðsmaður barna í Póllandi sagði í dag að hún væri að rannsaka hvort aðalpersónurnar í bresku barnaþáttunum Stubbarnir (e. Teletubbies) ýti undir samkynhneigð.
Það væri gott fyrir hóp sálfræðinga að ræða við börn um þetta. Við verðum að rannsaka þetta. Ef ýtt hefur verið undir óviðeigandi viðhorf, þá verðum við að bregðast við, sagði Ewa Sowinska.
Í viðtali sem var birt í fréttatímaritinu Wprost, sem gefið er út vikulega, segir Sowinska að persónan Tinky Winky sé í brennidepli.
Talið er að hinn breiði og fjólublái Tinky Winky sé karlkyns, en hann ber hinsvegar handtösku.
Ég hef heyrt að þetta gæti verið leynileg vísun í samkynhneigð, segir Sowinska.
Varaforseti pólska þingsins, Ludwik Dorn, sem er íhaldssamur kaþólikki, ávítaði Sowinsku, og sagði við hana að hún ætti að forðast það að vera með opinberar yfirlýsingar sem þessar sem gætu orðið til þess að láta embætti umboðsmanns barna líta fáránlega út.
Þættirnir um Stubbana litríku, Tinky Winky, Dipsy, Laa-Laa and Po, voru frumsýndir í breska ríkissjónvarpinu árið 1997.
Síðan þá hafa þættirnir verið sýndir í 120 löndum og þýddir yfir á 45 tungumál.
Þegar þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum tók kristilegi leiðtoginn Jerry Falwell einnig eftir handtöskunni sem Tinky Winky bar. Falwell sagði persónuna ýta undir samkynhneigða lifnaðarhætti árið 1999. Ummæli hans urðu hinsvegar til þess að samkynhneigðir Bandaríkjamenn þustu út í búð til þess að kaupa sér Teletubbies-vörur.
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Tónlist, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta virðist vera heitasta málefnið í dag.... hef líka eitthvað um það að segja :)
Eva Þorsteinsdóttir, 28.5.2007 kl. 19:09
Ha ,eru Stubbarnir ekki kynlausir?
Birna Dis Vilbertsdóttir 28.5.2007 kl. 19:10
Eru Stubbarnir í athugun vegna hugsanlegs kláms.?.....hehe
Smákrakkar eru aðalglápararnir, og líkar vel.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.5.2007 kl. 19:22
Já eins ég segi, þá er ég búinn að horfa á æði marga þætti með mínum börnum, og ég bara minnist þess ekki að ég hafi séð eitthvað sem hægt væri að jagast útaf, og er ég nú ekki jaglaus. Það er bara einhverveginn þannig að öfgasinnað lið reynir ávallt að finna veikasta staðinn, finna það sem vekur mesta athygli, og smíðar svo ruglið í kringum alltsaman. Svo eru nú til einstaklingar sem sjá Djöfulinn í hverju horni, af hverju skildi þá ekki vera til slúbbertar sem sjá homma og lespíur í hverju horni, annars þekki ég vel eina lesbíu og það er alveg yndisleg manneskja, og mun ég hiklaust treysta henni fyrir mínu barni, og hef ég nú oft verið talinnn andvígur samkynhneigðum, eða mörgu í þeirra fari.
Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 20:09
þú ert bara ekki nógu kinky til að sjá hann tinky winky í réttu ljósi - vonandi skrifaði ég þetta rétt þetta er ótrúlegasta frétt ársins að mínu mati. ef það kemur eitthvað fáránlegra þá mun ég eta hattinn minn.
halkatla, 28.5.2007 kl. 20:19
Hvað er fólk sé eitthvað klikkað að segja að Stubbarnir samkynhneigðir.
þetta eru sætar litla dúkkur.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2007 kl. 21:23
Ég vissi ekki til þess að manneskjur né persónur í ævintýrum yrðu samkynhneigð við það eitt að bera handtöskur. Annars eru barnabörnin mín mjög hrifin af þessum þáttum og aldrei hefur foreldrum þeirra fundist það neitt annað en mjög eðlilegt.
Svava frá Strandbergi , 28.5.2007 kl. 22:20
Já það er skammt öfagana á milli/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 28.5.2007 kl. 23:41
Anna Karen, ég vona þín vegna að þú eigir ekki pípuhatt, jú jú, það er ábyggilega hægt að útskíra þetta alltsaman bara með því einu að ég skilji þetta bara ekki.
Að sjálfsögðu er ekkert að þessu barnaefni, það hefur bara einhverjum rugludalli vantað verkefni, og láta bera á sér.
Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 00:14
Mér fynnst ekkert hommalegt við þessa þætti eða að þeir séu á einhvern hátt kynferðislegir. Þeir sem sjá eitthvað út úr þessu eru að leita og leita vel og gefa einhverju merkingar sem ekki eiga við rök að styðjast.
Persónulega fynnst mér hinsvegar þessir þættir vera forheimskandi en það er nú bara mitt álit á þeim.
Fannar frá Rifi, 29.5.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.