Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Ein er sú sem sefur ekki

stundum þrálát líka

setur stundum sumí sekki

suma gerir ríka.

.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ATH: Önnur gáta sem ég hnoðaði saman er óleyst í Athugasemdunum í gær 29/5.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já er það kappi? þú segir nokkuð, sennilega útaf sekkja línunni.

Vísbendingar:

Þetta hefur verið til í margvíslegum myndum frá örófi alda, ekki ósennilegt að Adam og Eva hafi haft af þessu eitthvert pat.

Þetta hefur verið að eflast og styrkjast alveg fram til þessa dags.

Kvenkynsorð, en hægt er að snúa orðinu á nokkra aðra vegu og getur þá verið um karlkynsorð að ræða, en flest eru kvenkyns.

Í ákveðnum stofnunum er afar títt talað um þetta og oft minnst á . 

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 13:33

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ein er sú sem sefur ekki> Eitthvað sem sífellt er á ferðinni.

stundum þrálát líka> Hittir þig líka, og stundum erfitt að losna við.

setur stundum sumí sekki> Sumir ná sér aldrei eftir aðhafa hitt þessa "óvætt"

suma gerir ríka.> En eins og í svo mörgu, þá eru sumir sem hagnast á hinu slæma.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 19:46

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þar kom það loksins.

Rétt svar barst við vísnagátu dagsins kl.19,48

Rétt svar er: Flensa

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 19:53

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég hefði einmitt skotið á syndina líka......

..... aukagáta?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 19:55

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er bara alveg þræl gott svar Hrönn, og passar ágætlega við allar hendingarnar.

Aukagáta já, lítið mál það og bara gaman, en er gátan ósvaraða frá því í gærkveldi gleymd? eða enginn kanski tekið eftir henni?

Sá eg einn með svuntu fína,

strekkta undir mitti,

eltir konur, ei að pína

ef í barminn glitti.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 20:06

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Fyrir bloggara sem ekki til Gunnars Þórs gátu snillings þekkja, að þá þýðir þetta hjá honum að það vanti vísbendingu   Skrítið,,, að þegar ég nota þennan kall með sólgleraugun fæ é geinhverskonar þjófa samviskubit,,,, finnst ég alltaf vera að stela þessu frá meistara Gunnari Þór.

Sá eg einn með svuntu fína,> Yfirleitt fallegt, lifir og deyr.

strekkta undir mitti,> Já oft er haft fallegur borði neðarlega, bæði til skrauts og halds.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 20:27

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sá eg einn með svuntu fína,> Yfirleitt fallegt, lifir og deyr.

strekkta undir mitti,> Já oft er haft fallegur borði neðarlega, bæði til skrauts og halds.

eltir konur, ei að pína> Konum oft færður til að gleðja.

ef í barminn glitti.> Sér í lagi ef einhver kona hefur fangað hjarta karls, og að sjálfsögðu öfugt.

 

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 20:50

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Blómvöndur?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 21:43

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

http://www.flowersauckland.co.nz/images/red_roses_chocolate_hearts.jpg

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 21:56

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.21,43

Rétt svar er: Blómavöndur

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 21:57

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Orðið gat alveg eins verið rósabúnt eða rósavöndur, en þegar ég hnoðaði þessari saman var það blómavöndur sem var tilefnið, og því var orðið Blómavöndur.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 21:59

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Læt hér eina fljóta sem ég var að hnoða saman, þótt ég sé ekkert búinn að fínesera hana neitt.:

Úti stendur einn og sér

stendur, og ei getur annað

áður ávallt nutum vér

ákaft, sem nú er víst bannað.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 22:09

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 jibbý! Flottur vöndur

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 22:52

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ef einhver skildi taka eftir gátunni hér í ATHS 19 að þá var hún færð, og er vísu gáta dagsins 31/5 07

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 159242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

21 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband