ALDREI er of oft minnst á öryggi barnanna.

Flestir foreldrar ferðast með börn sín í bíl strax á fyrsta ævidegi þeirra. Upp frá þeim degi verða börnin að vera fullkomlega örugg í bílnum. Þar koma bílstólar til sögunnar.

Bílstóll
Samkvæmt lögum á barnið að vera vandlega fest í bílsætið svo best er að kaupa bílstól áður en farið er með barnið heim af fæðingardeildinni. Barnið á því að vera í bílstól frá fyrsta degi þegar ferðast er með barnið í bíl. Þó svo að hægt sé að festa burðarrúm í aftursætinu veitir það barninu ekki nærri því eins mikið öryggi og bílstóllinn. Sumir foreldrar gæta þess ekki heldur að festa barnið í burðarrúminu heldur halda að það sé nóg að festa burðarrúmið niður. Þetta er mikill misskilningur og óþarfa áhætta þegar börnin okkar eru annars vegar.

Hægt er að fá bílstóla fyrir nýfædd börn en þeir eru yfirleitt festir í framsætið við hlið ökumannsins. Andlit barnsins snýr þá baki í akstursstefnu. Þessir stólar eru mjög þægilegir í notkun og auðvelt er að taka barnið inn og út úr bílnum í þessum stólum. Hönnun þeirra auðveldar ökumanninum einnig að annast barnið meðan á akstri stendur, sé hann einn með barninu í bílnum. Það skal tekið fram að það má alls ekki nota þessa bílstóla í bílum sem hafa loftpúða/líknarbelgi.

Í nýjustu bílunum er hægt að aftengja loftpúðann í farþegasætinu fram í svo hægt sé að ferðast með barnið þar. Að lokum viljum við benda á að ekki er ráðlegt að kaupa notaðan bílstól en sé það gert þarf að gæta þess að hann standist öryggisreglur um slíka stóla og að allar festingar séu í lagi. Einnig bendum við á að sum tryggingafélög bjóða viðskiptavinum sínum að leigja bílstóla og er rétt að kynna sér þann möguleika.

Þetta kemur fram inn á barnalandi og er óhætt að segja að aldrei er of oft minnst á hversu mikils virði er að hafa þessa hluti í lagi, ekki sýst í ljósi alvarlegra umferðarslysa nú að undanförnu, réttu græjurnar og rétt uppsettar gétað hreinlega skipt sköpum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsileg mynd, eins og ég sagði í gátunum, ég fór nú að hugsa um tvo barnabílstóla sem ég á niður í kjallara, nú tek ég mig til og fer með þá á haugana, takk fyrir Málfríður.

Sigfús Sigurþórsson., 1.6.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband