Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Heldur oft fast, um mig og þig

oft er það gamalt og lúið

oft er í snúru, en sýnir þó sig

síðar mun lifa, þó lífið sé búið

.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Giftingahringar?

Edda 3.6.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Edda, þú heldur þig við hnappheldumálin.

En þetta klárlega tengist slíku á einhvern hátt.

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 01:06

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

fortíðin?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 01:12

4 identicon

Thetta tharf ekkert endilega ad hafa neitt med hnapphelduna ad gera..... en er thad astin??

Edda 3.6.2007 kl. 01:19

5 identicon

Hvad med vasaur?

Edda 3.6.2007 kl. 01:25

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn, ekki beint, og þó, bæði nútíð og fortíð og framtíð.

Ohhhh hvað er langt síðan mér hefur hlotnast svona hlýja, en það má segja að þetta geti hreinlega komið alstaðar við, en er ávallt innanhúss, allavega yfirleitt.

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 01:27

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég ætla ekki einu sinni að segja það sem mér dettur í hug......

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 09:52

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jæja, kæru vinir, ég byðst afsökunar á hve seint ég komst að tölvu, eins og ég sagði í ATHS við fyrri gátu (2/6).

Ekki er það innislopur, og ja nú veit ég ekki hvað Hrönn er að velta sér uppúr, það er ábyggilega eithvað ---- já , sleppum því bara.

Þessi hlutur er ávallt kyrr, allavega alloftast, og eins og áður hefur komið fram er hann algengast innandyra.

Þetta sjái þið margoft daglega heima hjá ykkur.

>síðar mun lifa, þó lífið sé búið<

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 12:19

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sjónvarp?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 12:23

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn gátubrjótur, ekki er það Sjónvarp.

Hún er sennilega svolítið lúmsk þessi gáta, en það er bara gott mál er ekkkii svo?

Heldur oft fast, um mig og þig> Það gerir sjónvarp varla, sjónvarið getur haldið okkar að sér en það heldur varla umm okkur.

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 12:32

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

lopasokkar?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 13:32

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæng - sængurver

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 16:06

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ og góða kvöldið, mikið stuð er búið að vera hjá okkur feðgininum í dag, eins og mörgum landsmönnum, mest þótti samt minni um að fara með skólaskipinu í sjórúnt.

Þetta er allsaman vitlaust nema þetta hjá Gunnari Þór með Höfund gátunnar, rétt er það.

Heldur oft fast, um mig og þig > Eitthvað sem inniheldur eithvað og td. geimir eitthvað um mig eða þig, já eða bara hvað sem er.

oft er það gamalt og lúið> Stundum er það sem er gamalt, bæði innihald og umgjörð.

oft er í snúru, en sýnir þó sig> oft er í snúru- líklegt að eitthvað hangi en snú á til þín.

síðar mun lifa, þó lífið sé búið> Geymir mynningar.

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 22:57

14 identicon

Aha... myndaalbum?

Edda 3.6.2007 kl. 23:44

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki rétt Edda, en samt það næsta sem komið hefur, ekki hanga myndaalbúm er það?

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 23:56

16 identicon

Ohhh - ad visu ekki nei, en thau voru oft bundin i snurur i den   en fjolskyldumyndir tha???

Edda 4.6.2007 kl. 00:03

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

fjolskyldumyndir tha??? segir þú- - Neeeeeei, en samt ertu ansi vel að nálgast, hvað heldur utanum td. fjölskyldumynd annað en albúm, og hangir stundum í snúru eða einhverju álíka?

Sigfús Sigurþórsson., 4.6.2007 kl. 00:08

18 identicon

Thad er einmitt thad sem eg meina.... fermingamyndir, brudkaupsmyndir, aettarmyndir, bornin, barnabornin,gamla settid o.s.frv.  Hefur madur e-d eitt ord yfir svoleidis?? Rammamyndir/ veggjamyndir/fortidarsamansafn?  he, he.

Edda 4.6.2007 kl. 00:18

19 identicon

Er lausnin "bara" rammi?

Edda 4.6.2007 kl. 00:25

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

  Þar koma það.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.00,25  4/6

Rétt svar er:  Myndarammi

Rétt svar gaf: Edda Andradótti. 

Sigfús Sigurþórsson., 4.6.2007 kl. 00:29

21 identicon

He, he. Erfid faeding... 

Edda 4.6.2007 kl. 00:32

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei, orðið er Myndarammi,,,, en rammi er nógu skýrt til að ég gefi rétt svar fyrir það.

Sigfús Sigurþórsson., 4.6.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband