Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Oft á því hangir húfa og skór

Haft er þá úti sem inni

Oft er í kringum það, dálítill kór

Krafist þá friðar að sinni.

.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Rut Jóhönnudóttir

Hengi?

Haha, ákvað að reyna að láta ljós mitt skína, þar sem enginn annar hefur gert það... haha...

Elsa Rut Jóhönnudóttir, 5.6.2007 kl. 03:37

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, takk fyrir það, það er rétt hjá þér að láta ljósið skína, um að gera að gera hið allra mest af því.

Svarið er hinsvegar rangt, en hlutur er þetta samt.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 06:44

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og nú veltur alskonar rugl og bull úr úr mér og læt ég nokkar "óhræddur" vera í gangi.

.

Ferlegur jálkur í fjöruna leit

Fór þar sem honum var bannað

Skal hann í burtu, var mannanna heit

Hann er nú farinn, svo nú sannað

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 07:32

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þeytist um byggðir, og þeytist um loft

Þýðist ei mannanna vilja

Laumast svo burtu, en birtist svo oft

Stundum svo hvín milli þilja.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 07:38

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mishátt þau teygja sig, skortur er á

Sum þeirra hneigja sig, og falla svo frá

Farnar oft ferðir, um landið að sjá

Fáum svo árlega  í eitt stykki ná

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 07:43

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ATH: Það vantar eitt orð í ATHS 3 gátuna, síðasta línan á að vera: Hann er nú farinn, svo nú er það sannað.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 07:45

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

nr 4 gæti verið ég.......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 09:22

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.... ég gizka á vindinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 09:22

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er hárrétt hjá þér Hrönn.

.

Rétt svar barst auka gátu í ATHS 4  kl.09,22

Rétt svar er:  Vindurinn

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 12:59

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þá eru aðalgátan + 3 og 5 eftir.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 13:00

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nr. 3 er hárrétt hjá þér Málfríur, glæsilegt, hitt er því miður rangt.

Rétt svar barst auka gátu í ATHS 3  kl.14,10

Rétt svar er:  Wilson Muuga

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 16:46

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Málfríður, ekki snúrur, né neitt í þá áttina, að öllu jöfnu er snúra úr þessu.

>Oft á því hangir húfa og skór< Og varla að þetta passi við tilgátur þínar.

Oft á því hangir húfa og skór

Haft er þá úti sem inni

Oft er í kringum það, dálítill kór

Krafist þá friðar að sinni.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 20:09

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mishátt þau teygja sig, skortur er á> Þetta getur nátturulega verið æðimargt, td. eitthvað sérstakt blóm, sérstakt barn eða eða.

 

Sum þeirra hneigja sig, og falla svo frá> Hneigja sig OG FALLA svo frá,,, Þetta gæti verið eitthvað deyjandi.

 

Farnar oft ferðir, um landið að sjá> Þá hlýtur þetta að vera eitthvað sem er þess virði að fara í ferðalag til að njóta og skoða.

Fáum svo árlega  í eitt stykki ná> Miklar líkur á að fólk eignist eitt stykki árlega.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 20:22

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta voru tilvísanir varðandi Gátu 5

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 20:23

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahahaha, kemur Gunnar Þór inn ríðandi glettinn á svip,,,, góður Gunnar Þór

En hvorugt er rétt hjá þér meistari.

Gáta dagsins:

Oft á því hangir húfa og skór> Það er ekkert mjög algengt að húfa hangi á þessu, en gerir það jafnan hjá mér og mínum, algengt er að það hangi sókkur eða skór á þessu (skólagaður sokkur)

Haft er þá úti sem inni> Lang algengast er að þetta sé inni á heimilum, en þónokkuð samt um þetta úti á tilsettum tíma og til ákveðins tíma.

Oft er í kringum það, dálítill kór> Dansað í kringum þetta, bæði úti og inni.

Krafist þá friðar að sinni.> Trúin er í hávegum höfð á þessum tíma.

 

.

Gáta 5:

 

Mishátt þau teygja sig, skortur er á> Vöxtur þess er misjafn og aldur einnig, fólki og heiminum þikir vera alltof lítið til af þessu.

Sum þeirra hneigja sig, og falla svo frá> Sum bara hreinlega hafa þetta ekki af, síga niður og gefast upp.

Farnar oft ferðir, um landið að sjá> Þetta er eitthvað sem fólk nýtur að skoða,eðlilega þar sem heimurinn telur vera skort á þessu, einni er þetta afar misleytur hópur.

 

Fáum svo árlega  í eitt stykki ná> Á ákveðnum tíma tileinkum við okkur eitt stykki svona, og er það bara til hátíðarbryggða.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 21:37

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Málfríður, þín ATHS kom inn akkvurat á meðan ég var að svara Gunnari, þú sérð þetta.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 21:40

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

5 = jólatré?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 21:53

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha

Og það er hárrétt, hvoru tveggja.

-

Rétt svar barst gátu dagsins kl.21,48

Rétt svar er:  Jólatré

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 21:54

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmm sá ekki GÞJ, í refsingarskyni legg ég til að mér verði veitt orðan

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 21:54

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Og hér er medalían fyrir svarið á gátu 5

 

Rétt svar barst auka gátu í ATHS 5  kl.21,53

Rétt svar er:  Jólatré.

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 21:55

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hrönn Fyrir skemmtilega þáttöku >  

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 21:57

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kvöld gátan::

Að kom ég þar elfan hörð
á var hlaupum fljótum.
Undir vatni, ofan á jörð
arka ég þurrum fótum.

 Óþekktur höfundur

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 21:59

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ATH: Gáta 32 er ákveðin aðgerð, framtak, eitthvað sem gert er, eða hægt að gera.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 22:03

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, ég vissi að þú komir með svarið við þessari gátu strax Gunnar Þór.

Hárrétt, Gengið bak við Seljalandsfoss.

Rétt svar barst auka gátu í ATHS 32  kl.21,53

Rétt svar er:  Gengið bak við foss.

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 22:13

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og enginn er griðurinn gefinn.

Síðasta kvöldgátan:

 .

Skipun hann fær, að setja á bert

Ferlega gerist þá iðinn

Eftir það sérð þú, hvar sem þú ert

Það sem er eftir smiðinn.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 22:14

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

smjúts - ef ég segði ekki eins og GÞJ að það þyrfti nú meira til að ég knúsaði þig.....

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 22:19

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

blóðsuga?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 22:19

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

en af hverju síðasta......? Og nóttin er ung.....

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 22:20

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ó mæ god.....!! Er það?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 22:31

30 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, þið eruð bara einstök, einstök og æðisleg.

ekki rétt svör.

Þetta er hlutur.

Smá svona grín,, eftir að ég setti þessa inn áðan (glænýrri) þá fattaði ég allt í einu að ég var búinn að gleyma hvað svarið við henni var þegar ég henti henni saman áðan.

En svo kveiknaði á kertinu uppí kolli mínu týran lýsti upp svarið

En sem sagt, þetta er hlutur, afar algengur í dag á nútíma heimilum, já og víðar.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 22:37

31 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tjah.... gengur upp ef kona er galdranorn.....

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 22:55

32 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jú jú, hlutir geta fengið skipanir, og þannig er með þennann, en í allavega þessu tilfelli þá er milliliður, annar sem gefur skipunina sem þú hinsvegar gafst þeim hlut.

Og við skulum breyta þessum "hlut" í verkfæri.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 23:27

33 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já er það Málfríður, hann er þá hlutur eða verkfærið þitt?

Rétt hjá þér Gunnar, Þvottavélar eru tæki, en þar gefur þú þvottavélinni skipunina beint, en í þessu tilfelli gefur þú öðru skipun, sem síðan gefur þessu verkfæri skipunina sem svo framkvæmir.

setja á bert --- Eftir það sérð þú, hvar sem þú ert --- Það sem er eftir smiðinn.

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 23:43

34 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei gætið ykkar hér:

Skipun hann fær, að setja á bert

Ferlega gerist þá iðinn

Eftir það sérð þú, hvar sem þú ert

Það sem er eftir smiðinn. < Hér er ekki verið að segja að verkfærið sé smiður, Heldur segir í byrjun gáunar:::::  Skipun hann fær, að setja á bert

 

Sigfús Sigurþórsson., 5.6.2007 kl. 23:53

35 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, já ég tek undir það Málfríður.

Það er öllu meyri tækni í þessu.

Til er önnur eldri aðferð við þetta og er tækið þá ekki eins tæknivætt og þá gast þú verkfærinu skipunina beint, nú gefur þú verkfæri skipun sem svo setur þetta verkfæri á stað.

Og>>>>>>>>>Skipun hann fær, að setja á bert

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 00:17

36 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei, alsekki fara með þetta á túnið, hann bara eyðileggst þar.

>>>>>>>>Skipun hann fær, að setja á bert < hvað ef þetta bera sé hreint blað, óskrifaður pappír.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 01:28

37 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn kappi.

Nei ekki penni, þetta er tæki, og þetta tæki tekur boð frá öðru tæki, tæki sem þú hinsvegar gafst skipun með aðgerð.

>>>>>>>>Skipun hann fær, að setja á bert < hvað ef þetta bera sé hreint blað, óskrifaður pappír.

Skipun hann fær, að setja á bert

Ferlega gerist þá iðinn

Eftir það sérð þú, hvar sem þú ert

Það sem er eftir smiðinn.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 07:22

38 identicon

Eg held ad thetta se prentari??  Bestu kvedjur, E.

Edda 6.6.2007 kl. 09:11

39 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ooooooooooooog ÞAR KOM ÞAÐ, jubííí.

Skipun hann fær, að setja á bert> Þú gefur prentaranum skipun um að prenta eitthvað í gegnum tölvuna.

 

Ferlega gerist þá iðinn> Þá fyrst fer prantara ræfillinn að gera eitthvað

 

Eftir það sérð þú, hvar sem þú ert> Þegar þú hefur prentað eitthvað verkefni eða hvað það nú er , getur þú farið með það hvert sem þú villt og lesið það.

 

Það sem er eftir smiðinn.> Lesið það sem einhver skrifaði og þú prentaðir út.

 

 

 

Rétt svar barst auka gátu í ATHS 36  kl.09,11 6/6

Rétt svar er:  Prentari

Rétt svar gaf: Edda Andradóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband