Föstudagur, 8. júní 2007
Vísna gáta dagsins.
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Bítast oft saman, og sundur tennur
sem karlar oft gleyma að laga
misvel og mislangt, greyið rennur
Margoft vill smábörnin plaga
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Íþróttir, Ljóð, Menning og listir, Spil og leikir | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rennilásinn..........
Einar Örn 8.6.2007 kl. 01:42
Góðan daginn Einar Örn.
Og það er hárrétt.
Rétt svar barst við Gátu dagsins kl.01,42
Rétt svar er: Rennilás.
Rétt svar gaf: Einar Örn.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 09:20
Og þá skellum við hér inn annari laufléttri.
Kúnum gefst á nýársnótt,
nákvæmt stærðir kvarðar.
Einatt sækir að mér skjótt,
orð og hugsun varðar.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 09:24
mál?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 10:25
Að sjálfsögðu ertu með svarið á reiðum höndum Hrönn.
Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 3 kl.10,25
Rétt svar er: Mál
Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 10:41
Þá kemur önnur sem ekki er eftir mig, en að undanförnu hafa gáturnar verið frumsamdar utan þessarar í ATHS 3.
Í öllu líki ílt og gott
einatt má eg gera,
en þreyngdu frá mér þá í brott
því ei án mátt vera.
Fleygðu burtu fremsta staf
finnst eg á hendi þinni;
hásetanum hlut eg gaf hæsta á vertíðinni,
Tvo ef stafi flytur frá
fyrstu lögun minni,
orku sinnar ímynd þá
allir held eg finni,
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 10:46
Rennilás. er þetta ekki gott hjá mér.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2007 kl. 11:00
Katla! Þú ert frábær
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 11:05
Glófi?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 11:06
HE he Hrönn er þetta ekki skondið hjá mér.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2007 kl. 12:07
Æi fyrirgefðu mér glensið í mér Sigfús minn.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2007 kl. 12:20
Jú Katla mér fannst þetta ferlega fyndið
tíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 12:30
Þið eruð alveg æðisleg, ómissandi yndislegir bloggfélagar.
Gunnar Þór, hárrétt hjá þér kappi.
Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 6 kl.13,26
Rétt svar er: Flaska
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 13:39
Höfund gátu í ATHS 6 skrái ég E.G. hver sem það nú er.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 13:41
Og áfram höldum við, þessi gæti reynst einhverjum erfið.
Málið fasta njörfar niður,
nær í bergi sexu strendur,
prjónabanda prúður siður,
prýðir kassann - styrktarrendur.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 13:44
Hahaha, algerlega sammála og alveg hárrétt Gunnar.
Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 16 kl.17,10
Rétt svar er: Stuðlar
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 21:47
Bara svona að athuga hvort þið væruð í einhverjum erfiðleikum hér að ráða gáturnar og ætlaði þá að hjálpa ykkur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 22:48
Glæsilegt Margrét, aðstoð ávalt vel þegin. eigum við ekki bara að skella hér snöggvast einni inn.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 23:31
Þá kemur hér ein glæný.
Gjarnan gagnast í sveitunum
gagnast þó lítið eitt sér
stundum það slítur reytunum
smekklega oft þá smíðum vér.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 23:32
Hrútur?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 00:33
Rangt gátubrjótur, eeeeen auðvelt að tengja rétta orðið við þetta.
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 00:40
sæðingamaður?
....þetta er nú að verða aaaaðeins of erótískt.....
tíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 01:04
Þetta líkar mér Hrönn, þú færð 10 prik fyrir þetta svar, en einga medalíu, vegna þess að þetta svar er rangt, en 10 prik fyrir að láta þetta svar vaða, þú ert bara frábær.
Og ekki rétt hjá þér heldur Gunnar Þór, eeeeen asssskoti ertu nú heitur, ekki kannski sjóðandi, en heitur samt.
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 01:29
Set hana breytta um eina kommu (betri framburður) og það í stað þá í neðstu hendingunni.
Gjarnan gagnast í sveitunum
gagnast þó lítið, eitt sér
stundum það slítur reytunum
smekklega oft það smíðum vér.
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 01:32
Tiklvísun.
Þetta er hlutur og er hreifanlegur.
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 01:34
rétt?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 01:35
bás?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 01:36
Heyri þið mig nú, hvað er verið að pæla? Sæðingamaður og hlaupastelpa ----- undan honum????
Ekki rétt svo en nú er það Hrönn sem er heit.
Þetta er klárlega hægt að tengja við svör sem komin eru> Stíum-Rétt-Bás
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 01:50
Dandanrandandann ------ Nú ertu alveg sjóð heytur Gunnar Þór gátubrjórur.
> gagnast þó lítið, eitt sér <
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 15:08
girðingarstaur?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 16:28
Neeeei Hrönn, ekki er það orðið sem ég leita eftir (en gæti alveg gengið) en klárlega tengist girðingastaur rétta svarinu.
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 16:35
Og þar kom orðið sem leita var eftir.
.
Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 27 kl.17,10
Rétt svar er: Hlið.
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 18:47
Sorry með þessar 10 sek.
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 18:48
Hahaha, Hvaða 10 sek.???? - -það er eðlilegt að þú spyrjir, mað sem lætur ekki smámunina trufla félagsskapinn.
Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 27 kl.17,10 ----- En svar þitt barst Kl.17,00
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.