Vísna gáta dagsins.

Gáta dagsins er svohljóðandi: 

 

Glæsileg, er græjan sú

glæst með stilli tökkum

ekki eru svartir molar nú

en prýðir hliðar bökkum.

 

-

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er þetta kannski gasgrill?

Fannar frá Rifi, 13.6.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóóóóður Fannar.

Rétt svar barst við gátu dagsin kl.11,43

Rétt svar er:  Gasgrill.

Rétt svar gaf: Fannar frá Rifi. 

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Skellum á stað aukagátu.

Og að sjálfsögðu frumsamin eins og hefur verið að undanförnu.

-

þversum uppi liggja þær

þaðan liggja niður

niður beina brautin fær

vökva sem gerir kliður.

 

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

er þetta kannski þakrenna?

Fannar frá Rifi, 13.6.2007 kl. 12:52

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

vínflöskur?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 12:52

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sbr. flaskan sem Fannar heldur á.....

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 13:25

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Fannar snöggur að fina rétta orðið.

-

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 3 kl.12,52

Rétt svar er:  Þakrennur

Rétt svar gaf: Fannar frá Rifi. 

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 13:26

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá höldum við áfram.

-

-

Freyðir ávallt hliðum frá

finnast í skruddum líka

gemsinn gjarnan hangir á

gott að hafa slíka.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 13:33

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Hrönn, hún lyggur allavega þversum hjá Fannari, hahaha.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 13:36

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

hehe.

er þetta kápa?

Fannar frá Rifi, 13.6.2007 kl. 13:58

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Eða jakki?

Fannar frá Rifi, 13.6.2007 kl. 14:11

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Fannar, þetta er nokkuð sem þú þekkir samt afar vel.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 14:13

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gæti þetta þá verið Belti???

Fannar frá Rifi, 13.6.2007 kl. 14:27

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki er það belti Fannar.

Þetta orð er haft yfir afar margt, og er á mörgu misjöfnu, jafnt dauðum hlutum sem lifandi.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 14:47

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Fyrst svarið er rangt, er eingin ástæða til að útskýra neitt Málfríður.

Þetta orð er yfirleitt lýsingar orð.

Þegar ég smellti þessari saman áðan, hélt ég að þessi yrði ráðin áður enn ég gæti klárað hana, en eitthvað vefst hún fyrir greinilega.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 15:43

16 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ertu að tala um handfrjálsan búnað?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 17:25

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Neibbbb, ekki eru  þið neitt nálægt þessu skvísur.

Freyðir ávallt hliðum frá

finnast í skruddum líka

gemsinn gjarnan hangir á

gott að hafa slíka.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 17:30

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Á?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 17:33

19 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Eyrnasneplar eða sneplar?   

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 17:45

20 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvar er Sigfús?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 20:44

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hann er hér, hæ hæ, varð að sinna smá verkefni, sorry.

Öll svörin röng, eeeen Gunnar vinur vors og blómanna er heitur, og fyrrverandi sjómaður að auki.

Klárlega á Margrét einnig að hafa þetta á hreinu, þar sem hún blaðar mikið í bókum.

Þótt Gunnar sé heitur, er þetta ekkert endilega á skipum, mikið er talað um þetta samt þar

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 21:29

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hvað Hvað kallast hliðin á ykkur?????

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 21:30

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, þetta vissi ég, þú ert með síðu.

-

Freyðir ávallt hliðum frá > Það freyðir frá síðum skipa.

finnast í skruddum líka> Blað síður í bókum.

gemsinn gjarnan hangir á> Margir láta GSM símana hanga með síðunum í belti.

gott að hafa slíka. > Og að allajöfnu viljum við öll hafa síður, og helst í góðu lagi.

-

 

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 8 kl.21,46

Rétt svar er:  Síða

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 22:06

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá ein svona fyrir hvöld hressa.

(Öðrum velkomið að spreyta sig líka  )

-

-

Nafnið gjarnan rangt við gjörð

gjarnan smellur er smellir

hafðir helst í húsum hjörð

helst þú í hólfið fellir.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 22:09

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já og látum þessa fljóta, því hún er 5 mínútna gömul.

-

-

Með bogið haldið, nett og hert

haft nú á sérstökum dögum

Snúa þá sumir niður og þvert

því næst lýsa þínum sögum.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 22:11

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þessi varð til áðan er ég var að lesa bloggvian frétt.

-

Radar varinn gagnslaus var

verðirnir sleppekki neinum

Þorir varla að aka þar

þar löggur liggja í leynum

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 22:32

27 Smámynd: Fannar frá Rifi

nr. 1:  ?

nr. 2: goggur?

nr. 3: suðurlandsvegur?

Fannar frá Rifi, 13.6.2007 kl. 22:39

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Fannar, ég reikna með að raðtölur þínar eigi að vera eftirfarandi.:

nr. 29:  ?

nr. 30: goggur?

nr. 31: suðurlandsvegur?

-------------------------------

Þetta í ATHS 31 var eiginlega ekki gáta, og þó, ekkert að því að hafa hana gátu, enda asnalegt af mér að smella inn ef hún væri það ekki, en hún er um atburð sem keði í dag fyrir norðan.

ATHS 30 (2) ekki rétt svar þar heldur, en verkfæri er það, heldur fínna samt.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 22:48

29 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt það Málfríður.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 31 kl.23,15

Rétt svar er:  Blönduós lögreglan. (vegna fréttar á Mbl)

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 23:23

30 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, góð Málfríður, Blönduós lögreglan er til fyrirmyndar.

Sigfús Sigurþórsson., 13.6.2007 kl. 23:25

31 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já góan daginn Málfríður, þorði ekki annað en að stökkva beint í tölvuna um leið og ég kom inn úr dyrunum, svo ég fái ekki fleyri skammir

Hvorutveggja er rangt í þetta sinn Málfríður, best að setja inn vísbendingar handa ykkur.:

 ATHS 29

Nafnið gjarnan rangt við gjörð

gjarnan smellur er smellir

hafðir helst í húsum hjörð

helst þú í hólfið fellir.

Hér er um lítið verkfæri að ræða sem þú snertir oft á dag, þó sennilega mest á kvöldin, minna yfir sumartímann.

----------------------------------------

ATHS 30

Með bogið haldið, nett og hert

haft nú á sérstökum dögum

Snúa þá sumir niður og þvert

því næst lýsa þínum sögum.

Þetta er einnig verkfæri, sem er til í mismunandi fínleika, það fínasta og skrautlegasta er bara tekið fram á jólunum, svona oft á tíðum allavega. Ef þið spáið betur í gátuna spái ég að fljótt finni einhver svarið.

 

 

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband