Vísna gáta dagsins.

Gáta dagsins er svohljóðandi: 

 

Gagnlegar græjurnar, merkin senda

gagnast þær letingjum betur

þeir líka verða, á annað að benda

augun þá sjá, og heyra hvað setur.

 

-

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

er þetta fjarstýring? eða leysibendir?

Fannar frá Rifi, 14.6.2007 kl. 12:49

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það var lagið kappi.

Rétt svar barst við gátu dagsin kl.12,49

Rétt svar er:  Fjarstýring.

Rétt svar gaf: Fannar frá Rifi. 

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá er hér ein splunku ný eins og hefur verið að undanförnu

(mynni á að enn eru óleystar gátur í Gáta dagsins í gær, réttara sagt í AHTS)

-

Teygir sig út, oft teinréttur

tíður á tylli dögum

líka er hann laufléttur

lumar á mörgum sögum.

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 13:40

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

er þetta fáni og/eða flaggstöng? Íslenski fáninn?

Fannar frá Rifi, 14.6.2007 kl. 13:57

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er aldeilis stuðið á þér Fannar, maður verður bara að hafa sig allan við að semja, jæja, til þess er leikurinn líka gerður.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 3 kl.13,57

Rétt svar er:  Íslenski fáninn

Rétt svar gaf: Fannar frá Rifi. 

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 14:25

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og áfram með smérið.:

Hvítur hattur borin við

hnoð og sóða-skapinn

ef formúlu ekki höfð sem mið

eru sko bara, af-glapinn.

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 14:26

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Afsakið, hér kemur hún rétt.:

Hvítur hattur borin við

hnoð og sóða-skapinn

ef formúlu ekki höfð sem mið

ertu sko bara, af-glapinn.

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 14:27

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

er þetta hraðamælir? Lögreglan að mæla hraða?

Fannar frá Rifi, 14.6.2007 kl. 17:16

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei kappi, ekki er það rétt, og ekki nálægt því.

Þetta er aðgerð, hef nú þá trú að þú stundir þetta ekki mikið, og þó, það getur alveg eins verið, en allavega veit ég að þú vinnur ekkio við þetta, en trúlega samt gert talsvert af í skólanum þínum.

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 17:28

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, að sjálfsögðu varstu snöggur að þessu meistari Gunnar.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 7 kl.18,24

Rétt svar er:  Bakstur.

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 18:26

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá smelli ég hér tveimur nýjum:

(Það verður að hafa nóg í bioði þegar þetta gengur svona, án tilvísana lyggur við)

-

Röndóttir, eru báðir hlutar

Hafðir á sitt hvorum enda

fjórir ásamt fjörtíu utar

fermingarbörnum oft lenda

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 18:29

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er framkvæmd:

-

Rennt er upp og rennt er inn

rennt er þá milljónum innar

bíður þar svo í þetta sinn,

þannig brúkunar sinnar.

Sigfús Sigurþórsson., 14.6.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband