Vísna gáta dagsins.

Vísna gáta dagsins.

Partners/Athygli

Gáta dagsins er svohljóðandi:

Liðugur látinn fela krók

líka bleyttur í vatni

gjarnan ert í gúmmí brók

gefur með mikilli natni.

 

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anamadkur?

Edda 16.6.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var snaggaralega gert Edda (Andradóttir er það ekki)

Rétt svar barst við gátu dagsin kl.01,02

Rétt svar er:  Ánamaðkur.

Rétt svar gaf: Edda Andradóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 16.6.2007 kl. 01:29

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér datt til hugar smokkfiskur.......veit ekki af hverju   Knús til þín Sigfús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 01:29

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

ohhhhhhhhh

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 01:29

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég hef aldrei vitað til þess að ánamaðkur væri í gúmmíbrók...........kannski er smokkfiskur það ekki heldur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 01:30

6 identicon

Ha, ha ha .... godur Margret!! ha, ha ha.. Ju eg er dottir Andra   Bestu kv. og goda nott   

Edda 16.6.2007 kl. 01:42

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Berjast skal nú, í þriðja sinn

sigurvissir leik kvenn

fýlu heim skal frakkar inn

fagna því bæði konur og menn

Sigfús Sigurþórsson., 16.6.2007 kl. 01:49

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Elsku margrét, það stendur : Gjarnan ert í gúmmíbrók---Gjarnan ertU í VÖÐLUM

Og flullt af knúsi með.

Já góða nótt Edda Andra.

Sigfús Sigurþórsson., 16.6.2007 kl. 02:26

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, það er eðlilegt ða þú spyrð, jú jú þetta er gáta, reindar varð þessi vísa bara til við lesturinn á fréttinni, svo ég henti henni hér svona að gamni.

Hárrétt.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 7  kl.09,45

Rétt svar er:  Leikur kvenna landsliðsins í fótbolta í dag við franska kvennaliðið, sem er talið eitt af þeim allra sterkustu.

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 16.6.2007 kl. 13:59

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og áfram með smjörið

já eða þannig.

.

Flugur fældar burtu frá

ferlega sítt og iðið

sveiflast bæði hlið og ská

sjaldan klikkar miðið.

Sigfús Sigurþórsson., 16.6.2007 kl. 14:09

11 identicon

Thetta er annadhvort hakarl eda siginn fiskur - er thad ekki?

Edda 16.6.2007 kl. 17:09

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

nei, hvorugt er það nú Edda.

Fyrsta hendingin ruglar dálítið, enda réttara að segja: Flugur fældar burtu með

Sigfús Sigurþórsson., 16.6.2007 kl. 18:13

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, nei Málfríður, einginn fluguveiðimaður er þetta.

Þetta er líkamspartur, ekki á mönnum.

Sigfús Sigurþórsson., 16.6.2007 kl. 20:41

14 identicon

Ahha - hali a belju (ku)??

Edda 16.6.2007 kl. 22:24

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég gef þér rétt fyrir þetta svar Edda, en ég var með TAGL í huga.

Flott hjá þér.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 11  kl.20,41

Rétt svar er:  Tagl.

Rétt svar gaf: Edda Andradóttir.. 

Sigfús Sigurþórsson., 16.6.2007 kl. 23:05

16 identicon

Takk, takk    bestu kvedjur, E.

Edda 16.6.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband