Mánudagur, 25. júní 2007
Ég hefði nú sætt mig við eins og milljón!
Viðskiptavinurinn krafðist 54 milljóna dala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, í bætur fyrir buxur, sem hurfu í þvottahúsinu.
Fréttin á Mbl.: Bandarískur dómari dæmdi í dag að eigendur þvottahúss í Washingtonborg hefði ekki brotið reglugerð borgarinnar um neytendavernd með því að uppfylla ekki væntingar viðskiptavinar um hvað fælist í slagorði á auglýsingaskilti þar sem stóð: Tryggjum ánægju viðskiptavinanna. Viðskiptavinurinn krafðist 54 milljóna dala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, í bætur fyrir buxur, sem hurfu í þvottahúsinu.
Judith Bartnoff, dómari, komst að þeirri niðurstöðu að Roy L. Pearson Jr. fengi engar bætur frá þeim Soo Chung, Jin Nam Chung og Ki Y. Chung, eigendum þvottahússins. Þá var Pearson dæmdur til að greiða málskostnað sem orðinn er hár.
Þetta mál hefur vakið alþjóðlega athygli og kröfur um endurbætur á bandaríska réttarkerfinu. Þau Jin og Ki fluttu fyrir sjö árum frá Suður-Kóreu til Washington með ungum syni sínum og opnuðu þar efnalaug. Allt gekk að óskum þar til dómarinn Roy Pearson varð fyrir því að buxur, sem hann vildi láta hreinsa, týndust í efnalauginni. Buxurnar komu í leitirnar viku síðar en dómarinn heimtaði samt jafnvirði n75.000 króna í bætur. Þegar því var hafnað höfðaði Pearson mál og krafðist himinhárra bóta.
Röksemdir Pearsons voru m.a. þær, að hann vildi ekki lengur láta Chung-hjónin hreinsa fötin sín og yrði því að fara í hverri viku í aðra efnalaug með fötin sín. Það þýddi að hann yrði að leigja bíl næstu 10 árin og fyrir það vildi hann fá bætur.
Þá benti Pearson á, að í glugga fyrirtækis Chungs hafi staðið á skilti: Tryggjum ánægju viðskiptavinanna. Týndi dómarinn til 12 atriði sem hann var óánægður með og vísaði til reglugerðar um bætur sem fyrirtæki skuli greiða daglega þar til viðskiptavinur sé orðinn sáttur.
Þetta er náttúrulega bara bilað lið þarna útí henni Ameríku.
Fær ekki 3,4 milljarða í bætur fyrir horfnar buxur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir, Spil og leikir, Vefurinn | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á Íslandi væri þessarri bótakröfu einfaldlega vísað frá dómi, þar sem hvers konar sanngjarnar bótakröfur varðandi miskabætur hérna er alltof oft dæmdar alltof lágar miðað við þjáningar fórnarlambanna...Miskabætur ættu að mínu mati að verða endurskoðaðar hérna og endurmetnar í samræmi við miskabætur sem dæmdar eru í löndunum hérna í kring um okkur.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 25.6.2007 kl. 19:29
mér finnst þessi maður stórklikkaður að heimta svona mikið og og hann er dómari hvað er að svona mönnum.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.6.2007 kl. 21:40
Þeir hógværu munu erfa landi Sigfús!
Ester Sveinbjarnardóttir, 25.6.2007 kl. 22:04
Já, þetta er skrítinn heimur, og skrítnari á hann eftir að verða.
Sigfús Sigurþórsson., 26.6.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.