Ég hefði nú sætt mig við eins og milljón!

Viðskiptavinurinn krafðist 54 milljóna dala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, í bætur fyrir buxur, sem hurfu í þvottahúsinu.

Fréttin á Mbl.: Bandarískur dómari dæmdi í dag að eigendur þvottahúss í Washingtonborg hefði ekki brotið reglugerð borgarinnar um neytendavernd með því að uppfylla ekki væntingar viðskiptavinar um hvað fælist í slagorði á auglýsingaskilti þar sem stóð: Tryggjum ánægju viðskiptavinanna. Viðskiptavinurinn krafðist 54 milljóna dala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, í bætur fyrir buxur, sem hurfu í þvottahúsinu.

Judith Bartnoff, dómari, komst að þeirri niðurstöðu að Roy L. Pearson Jr. fengi engar bætur frá þeim Soo Chung, Jin Nam Chung og Ki Y. Chung, eigendum þvottahússins. Þá var Pearson dæmdur til að greiða málskostnað sem orðinn er hár.

Þetta mál hefur vakið alþjóðlega athygli og kröfur um endurbætur á bandaríska réttarkerfinu. Þau Jin og Ki fluttu fyrir sjö árum frá Suður-Kóreu til Washington með ungum syni sínum og opnuðu þar efnalaug. Allt gekk að óskum þar til dómarinn Roy Pearson varð fyrir því að buxur, sem hann vildi láta hreinsa, týndust í efnalauginni. Buxurnar komu í leitirnar viku síðar en dómarinn heimtaði samt jafnvirði n75.000 króna í bætur. Þegar því var hafnað höfðaði Pearson mál og krafðist himinhárra bóta.

Röksemdir Pearsons voru m.a. þær, að hann vildi ekki lengur láta Chung-hjónin hreinsa fötin sín og yrði því að fara í hverri viku í aðra efnalaug með fötin sín. Það þýddi að hann yrði að leigja bíl næstu 10 árin og fyrir það vildi hann fá bætur.

Þá benti Pearson á, að í glugga fyrirtækis Chungs hafi staðið á skilti: Tryggjum ánægju viðskiptavinanna. Týndi dómarinn til 12 atriði sem hann var óánægður með og vísaði til reglugerðar um bætur sem fyrirtæki skuli greiða daglega þar til viðskiptavinur sé orðinn sáttur.

 

Þetta er náttúrulega bara bilað lið þarna útí henni Ameríku.


mbl.is Fær ekki 3,4 milljarða í bætur fyrir horfnar buxur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Á Íslandi væri þessarri bótakröfu einfaldlega vísað frá dómi, þar sem hvers konar sanngjarnar bótakröfur varðandi miskabætur hérna er alltof oft dæmdar alltof lágar miðað við þjáningar fórnarlambanna...Miskabætur ættu að mínu mati að verða endurskoðaðar hérna og endurmetnar í samræmi við miskabætur sem dæmdar eru í löndunum hérna í kring um okkur.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 25.6.2007 kl. 19:29

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 mér finnst þessi maður stórklikkaður að heimta svona mikið og  og hann er dómari hvað er að svona mönnum.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.6.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þeir hógværu munu erfa landi Sigfús!

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.6.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, þetta er skrítinn heimur, og skrítnari á hann eftir að verða.

Sigfús Sigurþórsson., 26.6.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband