Vísna gáta dagsins.

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

 Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is
TeningurGatur

 

Upplyftinga sendi sveinn

sendist þá ólög_legur

geymslustaður er eigi hreinn

en þangað er óhreinn vegur.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

-

Rétt svar er: Burðardýr (Eyturlyfja burðardýr)

Rétt svar barst kl.: 10:48

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardfóttir

Höfundur gátu: Sigfús Sigurþórsson.

.

 

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

Hugsuðurin

   

Þrautin reynir á huga minn

hrakandi er góður siður

lifa við látum enn um sinn

lifir ef bloggarinn biður.

 
 Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega hjá mér að vísnagátur sem ég hef sett inn en hef ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svöum við athugasemdum.
 

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru aukagátur settar inn í Athugasemdir eins fljótt og auðið er, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skugga-Sveinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góða kvöldið Hrönn gátubrjótur, nei ekki er það rétt svar, og þetta var hreinlega ekki til á hanns tíma.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Eru þetta líkfluttningar með Landflutningum? Geyma lík í kjötkæli?

Fannar frá Rifi, 26.6.2007 kl. 01:31

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Viagra - smyglað innvortis?

díj hvað ég er sóðalega þenkjandi.....

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 10:48

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei Fannar, ekki er það nú lík, en sjálfsagt miklar líkur á að það verði það.

Og nei Svampur, af hverju ætti ég að lýsa þér svona? nei nei ekki ert þetta þú.

Hrönn, VEIIIIIIIIIII.

Sigfús Sigurþórsson., 26.6.2007 kl. 11:25

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá skellum við hér inn aukagátu, svona eins og eini til að byrja með.

-

Sett er fyrir birtu og sól

stillt og lagað betur

upp skal setja þetta tól

sérlega nótt og vetur.

-

Þesssi er nú frekar óvönduð, læt hana dangla inn fyrir það.

Sigfús Sigurþórsson., 26.6.2007 kl. 11:38

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

rúllugardína?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 15:45

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Neeeeeeeei, Hrönn, en skilt væri alveg hægt að kalla þetta, allavega gera þau svipað gagn ogf allavega.

Þetta er ekki á heimilum.

Sigfús Sigurþórsson., 26.6.2007 kl. 15:57

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Úppps, sumir gætu haldið að þetta væri sólgleraugu, vegna myndarinnar, en svo er ekki.

Takið líka vel eftir þriðju hendingunni.

Sigfús Sigurþórsson., 26.6.2007 kl. 15:59

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aha....

sólskyggni í bílum?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 21:30

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

GLÆÆÆÆÆÆSILEGT Hrönn.

-

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 7

Rétt svar er:  Sólskyggni í bíl.

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 26.6.2007 kl. 22:16

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jíbbíkæjei

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband