Vísna gáta dagsins.

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

 Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is
TeningurGatur

 

Ritarinn ritað getur hratt

ritar þá bæði logið og satt

oft getur myndefnið verið matt

mun ritari þessi þá liggja flatt

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

 

-

Rétt svar er: Geisladiska skrifari

Rétt svar barst kl.: 17:39

Rétt svar gaf: Róbert Tómasson

Höfundur gátu: Sigfús Sigurþórsson.

 

.

 

 

 

 

 

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

Hugsuðurin

   

Þrautin reynir á huga minn

hrakandi er góður siður

lifa við látum enn um sinn

lifir ef bloggarinn biður.

 

 

 
 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega hjá mér að vísnagátur sem ég hef sett inn en hef ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svöum við athugasemdum.

 

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru aukagátur settar inn í Athugasemdir eins fljótt og auðið er, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndlykill ??

Edda 27.6.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Edda, ekki er það rétt, en tæknilegs eðlis er þetta.

Sigfús Sigurþórsson., 27.6.2007 kl. 07:08

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

prentari?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 07:31

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Faxtæki ?

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.6.2007 kl. 11:21

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sælar dömur, ekki eru þetta orðin sem ég leita eftir.

Þetta passar hinsvegar ágætlega við, allteins og það orð sem ég leita eftir, svona næstum því.

Prufið að breita "Rita" í skrifa,,, þá passa ykkar orð ekki nógu vel.

Sigfús Sigurþórsson., 27.6.2007 kl. 13:56

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ritsími?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 17:03

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn, ekki er það heldur það orð sem ég leita eftir, en það er ansi margt sem gæti passað hér, eins og sjá má.

En betur má ef duga skal.

Sigfús Sigurþórsson., 27.6.2007 kl. 17:23

8 Smámynd: Róbert Tómasson

skrifari fyrir tölvudiska

Róbert Tómasson, 27.6.2007 kl. 17:39

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var nátturulega alveg hárrétt Róbert.

Sigfús Sigurþórsson., 27.6.2007 kl. 17:49

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og hér er ein saga, látum reyna á getgátu spekina.

-

Sjómaður siglir um heimsins höf

skjótt fær hann verk í maga

mátti ekki verða mikil töf

minnist hans dauða daga.

Sigfús Sigurþórsson., 27.6.2007 kl. 17:52

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og leifum bara annari að vera í gangi.

-

Urðar brekkan blómleg er

brekkan sem áður var lýti

bláa blómið nú yfir fer

bera landið í flýti.

Sigfús Sigurþórsson., 27.6.2007 kl. 17:54

12 Smámynd: Róbert Tómasson

aths. 11

Að fela íslenska náttúru með því aðskotadýri sem Lúpínan er, er eins og að mála yfir Rembrandt með vatslitum.

og svarið mun vera lúpína

Róbert Tómasson, 27.6.2007 kl. 18:09

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, að fela íslenska náttúru með því AÐSKOTADÝRI sem Lúpínan er --- og meyra að segja mála yfir Rembrant,,,hahahaha, góður, þú ert alveg frábær.

-

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 11

Rétt svar er:  Lúpína.

Rétt svar gaf: Róbert Tómasson. 

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 27.6.2007 kl. 18:25

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Góður Róbert

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 20:07

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sjóveikur, segir Gunnar Þór,,, sú gáta "gerðist" jú út á sjó, en varð allþekkt í landi líka, mjög eðlilegt að fólk átti sig ekki á þessari, en sjáum til hvað setur.

Já Hrönn, hann er orðheppinn hann Róbert.

---

Eins og kanski sumir hafa tekið eftir var Athugasemd hjá ákveðnum blogagra hent út, og ekki í fyrsta skiptið, málið er að hún hefur aldrei tekið neinn þátt í gátum hér, en vill hýsa sínar gátur á blogginu hjá hér!! Ég tel eðlilegast fyrst hún ekki er að taka þátt hér að hún bara setji sitt efni bara inn á sína síðu.

Sigfús Sigurþórsson., 28.6.2007 kl. 01:41

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Helf#$%&$%&$ti ertu  góður Gunnar Þór, þetta er nefnilega bara akkvurat hárrétt, jahérnhér.

 

 

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 10

Rétt svar er:  Lát sjómanns vegna sprungins botlanga..

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 28.6.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband