Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfu ndarnafnið á öllum gátum sem hér byrtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

.

Hugsuðurinn

Þrautir reyna á huga þinn

það er jú gamall siður

látum hann lifa hér um sinn

lifir ef bloggarinn biður.

TeningurGatur

Blikkar tveimur, bláum títt

tókst að ná um síðir

Sýndi þá barminn og brosti blítt

brátt þeir urðu blíðir.

 

Þessi atburður átti sér stað í gær 27/8, ég var vitni að honum og datt þessi vísa þá upp í kollinn á  mér.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

-

Rétt svar er: Lögregla og áhrifamáttur konu.

Rétt svar barst kl.: 07.30

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson

Höfundur gátu: Sigfús Sig.

 

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, já er hún pirrandi? - og mikið fyrir kvennhöndina?

Kærar þakkir Gunnar Þór.

Að sjálfsögðu var þetta lögregla,,,,, skeði í Hafnarfirði, kona slapp vegna barmsins

Sigfús Sigurþórsson., 28.8.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

 

TeningurGatur

Þurr og laminn oftast er

oftast smurður líka

verðið er eins og vera ber

veiðum við ekki slíka.

Sigfús Sigurþórsson., 28.8.2007 kl. 08:47

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt er það, þurr, laminn og dýr, en er klárlega ekki veiddur í þessu ástandi.

Rétt svar er: Harðfiskur.

Rétt svar barst kl.: 09.07

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson

Höfundur gátu: Sigfús Sig.

Sigfús Sigurþórsson., 28.8.2007 kl. 09:23

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

 

TeningurGatur

Aldrei vini eg yfirgef,

ætíð held eg lífi,

alténd vaki, aldrei sef,

oft eg hamla kífi.

Sigfús Sigurþórsson., 28.8.2007 kl. 09:26

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það passar afar vel við, svo ekki sé meira sagt, en ekki er það svarið.

Þetta eru gjörðir.

Sigfús Sigurþórsson., 28.8.2007 kl. 10:15

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég er farin í gólf og verð ekki við tölvu fyrr en seinnipartinn kæru bloggarar.

Sigfús Sigurþórsson., 28.8.2007 kl. 10:18

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er að sjálfsögðu hárrétt.

Rétt svar vegna ATHS 7 er: Góðverk mannsins.

Rétt svar barst kl.: 12.48

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson

Höfundur gátu: J.B.

Sigfús Sigurþórsson., 28.8.2007 kl. 19:20

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Velkomin á bloggið aftur/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.8.2007 kl. 22:11

9 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Er hún bara fyrir Sigfús?

Ég held þetta sé golfarinn

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 29.8.2007 kl. 10:48

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heill og sæll Halli minn, kærar þakkir.

Glæsilegt, jú þér er velkomið að setja hér inn gátur Gunnar Þór, og allir sem hafa eða eru virkir í gátu dagsins eru velkomið að setja inn gátur --séu aðrar gátur leystar.

Kærar þakki Gunnar Þór, þú ert BARA snillingur.

Sigfús Sigurþórsson., 29.8.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

330 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband