Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

Hugsuðurinn

Þrautir reyna á huga þinn

það er jú gamall siður

látum hann lifa hér um sinn

lifir ef bloggarinn biður.

TeningurGatur

Andvana er fljóð eitt fætt,

frjóvsama átti móðir,

fuglar margir fá hana snætt,

flasa um búkinn óðir.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

-

Rétt svar er: Flugur á mykjuskán

Rétt svar barst kl.: 20.22

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson

Höfundur gátu: "OB"

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

jei þú ert loksins kominn aftur! ég er ekki góð í gátum en þetta er mjög flott bloggfærsla

halkatla, 29.8.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæl og blessuð Anna Karen,,,,, Ég hef nú lætt mér inn á bloggið einstaka sinnum, og ekki staðist að kíkja á bloggið þitt, þótt ég hafi tekið mér dálítið lengra frí frá þessu en ætlunini var.

Sigfús Sigurþórsson., 29.8.2007 kl. 15:01

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er rétt meistari Gunnar Þór - Flugur á míkjuskán - Ég tek þessu þannig að fuglarnir ég síðan flugurnar, en hvað veit ég svo sem.

En sem sagt þetta er rétt svar.

Sigfús Sigurþórsson., 29.8.2007 kl. 20:57

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

 

TeningurGatur

Hyrndur, illur, glóandi

hefur í mörgu að snúast

bænir reynast róandi

rustarnir til hans hrúgast.

Sigfús Sigurþórsson., 29.8.2007 kl. 21:04

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sá svarti sjálfur?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt Hrönn, og ekki varstu lengi að því.

Rétt svar er: Skrattinn.

Rétt svar barst kl.: 22.40

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir

Höfundur gátu: Sigfús Sig.

Sigfús Sigurþórsson., 30.8.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 159242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

21 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband