Vísna gáta dagsins.

Tíðar verkir og sviðinn sár

sýnilegt á sumum

rauðleitar skellur og stundum tár

skaðinn er á frumum.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

-

 

Rétt svar er: Frostbit

Rétt svar barst kl.: 10.21 (4/9)

Rétt svar gaf: Málfríður H. Ægisdóttir

Höfundur gátu: SigfúsSig.

 

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Psóríais ?

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 3.9.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei nei nei, aldeilis ekki Ása Hildur.

Vísb: Þetta skeður vegna veðurfars, lesið fyrstu línuna vel.

Sigfús Sigurþórsson., 3.9.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Gunnar Kr.

Ég sem var svo sammála Ásu Hildi, að þetta væri psóríasis...
Ja,  hérna, hér.

Gunnar Kr., 3.9.2007 kl. 22:25

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, jahérna hér, nei ekki er þetta psóríasis.

Þetta er nokkuð sem ansi margir kannast við, og flestir ef ekki allir landsmenn vita hvað er.

Frostið setur flekkjá þig

finnst þá rauður blettur

en frostið bítur ekkjá mig

ekkerþví frostmerki settur

Sigfús Sigurþórsson., 3.9.2007 kl. 22:38

5 identicon

En hvad thad er notalegt ad thu ert komin aftur til okkar - vinur vors og bloma - kaeri Sigfus. En thetta er hlaupabola - er thad ekki?

Edda 4.9.2007 kl. 00:26

6 identicon

Verd ad vidurkenna ad vidaukinn vid no.4 hljomar ekki eins og hlaupabola, frekar eins og frostros (a gluggum).... eda ??

Kaer kv. E.

Edda 4.9.2007 kl. 00:40

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heil og sæl Edda, og kærar þakkir.

Ekki ertu með svarið rétt hér, en nálægt því ertu. Þú nefnir hér Frostrósir, ekki er það rétt, en ekki fara langt frá þessu, þetta á við um fólk, ekki glugga eða aðra hluti.

Sigfús Sigurþórsson., 4.9.2007 kl. 07:14

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ATH: Tíðar verkir, ekki tíðarverkir

Sigfús Sigurþórsson., 4.9.2007 kl. 07:30

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var hárrétt Málfríður, gott hjá þér.

Sigfús Sigurþórsson., 4.9.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband