Vísna gáta dagsins.

Kerling ein á kletti sat,

kletta býr á stræti,

veginn öllum vísað gat,

var þó kyrr í sæti.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

-

 

Rétt svar er: Varða

Rétt svar barst kl.: 09.23

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson

Höfundur gátu: Ókunnur

 
 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

ÉG segi Varða þessi skemmtilegu steinhleðslur sem mér þykir svo vænt um.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 5.9.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

 

TeningurGatur

Hönnuð er hún úr bóndans verki

hentar í köldum vindum

líkar oss best okkar landans merki

líklega best er af kindum.

Sigfús Sigurþórsson., 5.9.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ps. Einhverra hluta vegna er Athugasemd  horfinn sem ég setti inn á undan Auka vísnagátunni.

En það sagði ég: Hárrétt hjá þér Gunnar Þór, og þér líka Ása Hildur.

Sigfús Sigurþórsson., 5.9.2007 kl. 13:28

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ullin ekki spurning lopapeysur rokka feitt þessa dagana

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er að sjálfsögðu hárrétt Ása.

Rétt svar er: Lopapeysa

Rétt svar barst kl.: 13.38

Rétt svar gaf: Ása Hildur Guðjónsdóttir.

Höfundur gátu: Sigfús Sig.

Sigfús Sigurþórsson., 5.9.2007 kl. 13:58

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

TeningurGatur

Sá eg sitja segg

sunnan undir vegg;

hefir augu og nef,

aldrei fær hann kvef

hefir bústinn bol,

býsna mikið þol,

syngur örvaþór,

aldrei fer í kór.

Gettu gátu mín

ef glögg er viskan þín.

 

Sigfús Sigurþórsson., 5.9.2007 kl. 14:00

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og að sjálfsögðu er það rétt meistari Gunnar Þór.

Rétt svar er: Steðji

Rétt svar barst kl.: 15.39

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.

Höfundur gátu: "Ókunnur".

Sigfús Sigurþórsson., 5.9.2007 kl. 17:35

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

TeningurGatur

Getur grannt í eyður og orð

Greiðir úr gátum snemma

Hann veit bæði haus og sporð

Helst vill orðu hremma

 

Sigfús Sigurþórsson., 5.9.2007 kl. 17:40

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Einmitt, illa er henni hnoðað saman þessarri, enda fleykt inn í algeru kæruleysi.

En þarna er verið að spyrja um hvað væri sagt að þessi spekingur væri ----hvað hann væri, hvað við myndum kalla hann,,, ekki hver þetta væri eða sé.

Sigfús Sigurþórsson., 6.9.2007 kl. 08:13

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóóður, og mig langar mest til að gefa þér rétt fyrir þetta svar, en þetta er ekki aaaalveg það orð sem ég er að leita eftir, en er afar líkt, ætla að kanna hvort rétta orðið komi ekki.

Sigfús Sigurþórsson., 7.9.2007 kl. 08:36

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég er algerlegaq sammála þér Málfríður, þetta getur sko alveg passað við meistara Gunnar Þór Jónsson, en það er ekki það sem ég leita eftir nú, þetta er lýsingarorð sem allt eins getur verið nafnorð.

ATHS 13 hjá Gunnari Þór er afar nálægt þessu.

Sigfús Sigurþórsson., 7.9.2007 kl. 21:29

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki vantar hlédrægnina Málfríður.

Sigfús Sigurþórsson., 7.9.2007 kl. 21:53

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jæja vitringar, þetta þýðir ekkert, hér kemur svarið.

Svarið er:::: Getspakur. Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Sigfús Sigurþórsson., 7.9.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 159235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

30 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband