Þriðjudagur, 11. september 2007
Vísna gáta dagsins.
| Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátunum sem birtast hér á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur, allt er þetta bara til gamans gert. | |||||
| Ekkert henni hreyfir við hvorki níð né bræði hygginn hefur þol að sið hugga mann með æði. .
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
|
|
| |||
| Rétt svar er: Þolinmæði. Rétt svar barst kl.: 12.44 Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Höfundur gátu: SigfúsSig. | |||||
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.
Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni. | ||||||
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega, ekki var kappinn í nokkrum einustu vandræðum með þessa.
Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 13:37
Þjóta um þrautirnar, enda-laust
þannig oft verður til verkur
sumar þær þrautir þú aldrei kaust
þótt þú sért æði sterkur
Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 13:49
Höldur einn góður, hátt hreykir sér
Hefur ei, á sér neinn lengur
frá sólar geislunum skýldi hann mér
sumardaga fengur
Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 13:50
Snoggur að svara kappinn.
Nei hvorugt svarið er rétt, þótt sólhlíf sé góð ágeiskun og á bara vel við.
Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 14:10
Það er ekki hægt að segja annað en að þú kemur hugmyndum að hjá manni, og þetta með Sólhlífina var ansi gott, því ég kveikti ekki á slíku verkfæri er ég hnoðaði þessu saman.
En sem sagt, hvirugt er rétt.
ATHS 3: Mér þykir líklegt að þetta hendi alla, misjafnlega mikið þó, Þetta er sífellt í notkun, en misjafnlega mikið hjá hverjum og einum.
ATHS 4: Þetta er jú verkfæri, var all algengt hér áður fyrr, en yfirleitt flottast á tillidögum, búið er að búa til bæði lög og bíómynd (barna) um þetta verkfæri, og þá í kattarmynd.
Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 18:58
Hálfnað er verk þá hafið er Málfríður Hafdís gátubrjótur, ATHS 4 er rétt hjá þér hitt rangt.
Rétt svar við vísnagátu í ATHS 4 er: Hattur.
Rétt svar barst kl.: 22.35
Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir.
Höfundur gátu: Sigfús Sig.
Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 23:47
Þjóta um þrautirnar, enda-laust
þannig oft verður til verkur
Segjum að þetta tilheyri höfðinu -HUGSA nú.
sumar þær þrautir þú aldrei kaust
þótt þú sért æði sterkur
Þar er oft mikið að gerast þótt þú endilega viljir ekki að svo sé.
Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 23:51
Hauverkur eða mígreni?
Gunnar Kr., 11.9.2007 kl. 23:56
Hausverkur eða mígreni, átti þetta að vera...
Gunnar Kr., 11.9.2007 kl. 23:57
Nei Gunnar, hinsvegar getur svoleiðis ástand skapast vegna þessa.
Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 00:02
Heilabrot!
Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 00:04
Góður, ég ætla að gefa þér rétt fyrir þetta, nánast sama svarið.
Rétt svar við vísnagátu í ATHS 4 er: Hugurinn.
Rétt svar barst kl.: 00.04
Rétt svar gaf: Gunnar Kr.
Höf. gátu: SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 00:49
Takk fyrir þetta, Sigfús!
Ég verð að fá að skjóta einni á þig, svona í gamnni, úr ORÐABRELLUM, sem er í prentun þessa dagana:
Og eins og alltaf, þá eru orðagáturnar mínar þannig að hver einasta lína gefur vísbendingu um eitt orð, en hér er eitt orð, með fjórar ólíkar og mjög mismunandi merkingar.
Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 01:28
Maður er með 2 til 3 orð sem ágætlega eiga við, EN passar bara alsekki við allar línurnar.
Fáum við vísbendingu varðandi::: ruddalending, ætluð mönnum.
Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 07:30
Já, ruddalending, ætluð mönnum... þá er vísað til fortíðar, þegar Þuríður formaður var og hét...
Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 13:45
Ég er ekki alveg að ná þessu, hefði viljað hafa það: Brestur
Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 13:56
Nei, þá er hausinn á þér ekki heill, ef á honum er brestur.
Þú sérð þetta ef þú lítur í spegil, ef þú skoðar t.d. vatnskönnu, maður sem olli miklu fjaðrafoki á Íslandi fyrir nokkrum áratugum síðan, sérstaklega varðandi órímuð atomljóð, er kenndur við þennan bæ... og svo var lent og haldið út frá svona stað víða, þegar forfeður okkar fóru til veiða.
Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 13:59
Já já já Ok, það er náttúrulega VÖR.
Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 14:09
Það er ekki að því að spyrja!
Vör, efri og neðri
Vör á könnu til að hella um
Bæri sem Jón úr Vör var kenndur við
Lendingarstaður báta (ýta úr vör)
Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 15:04
Önnur úr handraðanum (fyrst maður er nú byrjaður)
Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 15:06
Þessi er nú eitthvað fyrir hann nafna þinn Þór.
En gæti verið að þetta tengist fugli á einhvern hátt?
eða tengist þetta nafn kannski verkfæri.
Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 16:46
Nei, hvorki fugl né verkfæri. Ekki beint...
Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 18:10
Ég ætlaði í fyrstu að þetta væri BOGI, en áttaði mig ekki á neinum róna sem væri þekktur með það nafn, svo ennþá stend ég á gati, sem stendur.
Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 19:01
Jú, þú hittir naglann á höfuðið, Sigfús.
Svo þú leystir þessa án þess að vera viss um að hafa leyst hana.
Gunnar Kr., 13.9.2007 kl. 01:21
Já, þetta sýndist mér kappi, oooooo ég var nú nokk viss.
Sigfús Sigurþórsson., 15.9.2007 kl. 02:11
kom bara ekki Boga róna fyrir mig þá stundina.
Sigfús Sigurþórsson., 15.9.2007 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.