Ólétt og leikandi.

 Heiða Jóhannsdóttir kemst vel að orði í gagnríni sinni á myndinni Ólétt og leikandi.

Þar segir hún meðal annars:::

Barnalegur Seth Rogen stendur sig vel í hlutverki Ben Stone en eins og nafnið gefur til kynna á persóna þessi sér einkum eitt áhugamál, en það er að vera skakkur.

Húmorinn felst í því hversu ólík þau Ben og Alison eru (hann er feitur slúbbert, hún gyðja) en það reynist þó ekki nægilegur drifkraftur fyrir myndina í heild, sem er alltof löng.

Ýmis hliðarspor eru tekin (t.d. sem lúta að fjölskyldu Alisons) sem reynast misheppnuð og nokkuð fer að bera á endurtekningum þegar líður á myndina.

En einkum og sér í lagi spillir dulin bandarísk siðvendni og gamaldags viðhorf til samþættingar barneigna og starfsframa fyrir verki sem að nafninu til á að vera hreinskilið og ögrandi en reynist þegar öllu er á botninn hvolft vera jafn gamaldags og bandarísk eplabaka.

 

Greinin öll:

KVIKMYNDIR - Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Keflavík

Ólétt (Knocked Up) stjörnugjöf: &sstar;{sstar}

Barnalegur Seth Rogen stendur sig vel í hlutverki Ben Stone en eins og nafnið gefur til kynna á persóna þessi sér einkum eitt áhugamál, en það er að vera skakkur.

Barnalegur Seth Rogen stendur sig vel í hlutverki Ben Stone en eins og nafnið gefur til kynna á persóna þessi sér einkum eitt áhugamál, en það er að vera skakkur.

Leikstjórn og handrit: Judd Apatow. Aðalhlutverk: Katherine Heigl, Seth Rogen, Paul Rudd, Leslie Mann, Jonah Hill.
ÞAR til gamanmyndin The 40 Year Old Virgin kom út fyrir tveimur árum og skaut Steve Carell upp á stjörnuhimininn hafði ferill bandaríska leikstjórans og handritahöfundarins Judd Apatow einkennst af athyglisverðri sjónvarpsþáttagerð sem þó hlaut aldrei náð fyrir augum áhorfenda. Þar er átt bæði við þættina Freaks and Geeks og Undeclared, en framleiðslu beggja var hætt í miðju kafi. Þeir sem þekkja til þessara þátta munu hins vegar kannast við ansi mörg andlit í nýjustu mynd Apatows, Ólétt (Knocked Up), en ljóst er að leikstjórinn heldur tryggð við sitt fólk. Seth Rogen sem hér er í aðalhlutverki fór til að mynda með stórt hlutverk í báðum þáttaröðunum og óhætt er að segja að hann standi sig með prýði sem Ben Stone, en eins og nafnið gefur til kynna á persóna þessi sér einkum eitt áhugamál, en það er að vera skakkur. Líf Bens er í hægagangi, það skortir stefnu og áhorfendum verður ljóst að þótt hann eldist neitar hann staðfastlega að vaxa úr grasi, en þetta þema hefur verið mjög algengt síðustu ár í bandarískum kvikmyndum. Örlagaríka nótt á skemmtistað kynnist hann þokkadísinni Alison (Katherine Heigl) sem er að halda upp á stöðuhækkun í flottu vinnunni sinni, og í hálfgerðu ölæði sefur hún hjá kauða. Eftirstöðvarnar láta ekki standa á sér. Apatow tæklar hér athyglisverðan og óplægðan akur í rómantísku gamanmyndahefðinni og nær oft og tíðum að snúa skemmtilega út úr þeim væntingum sem til slíkra mynda eru gerðar. Mörg samræðuatriðin eru vel sett saman og leikarar standa sig allir með prýði. Húmorinn felst í því hversu ólík þau Ben og Alison eru (hann er feitur slúbbert, hún gyðja) en það reynist þó ekki nægilegur drifkraftur fyrir myndina í heild, sem er alltof löng. Ýmis hliðarspor eru tekin (t.d. sem lúta að fjölskyldu Alisons) sem reynast misheppnuð og nokkuð fer að bera á endurtekningum þegar líður á myndina. En einkum og sér í lagi spillir dulin bandarísk siðvendni og gamaldags viðhorf til samþættingar barneigna og starfsframa fyrir verki sem að nafninu til á að vera hreinskilið og ögrandi en reynist þegar öllu er á botninn hvolft vera jafn gamaldags og bandarísk eplabaka.

Heiða Jóhannsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband