Þá er skaðsemi farsíma staðfest.

 

Þetta hefur manni alla tíð fundist afar rökrétt, en framleiðendur að sjálfsögðu varið í það óendanlega, ekkert skrítið við það, enginn trúir því að Jesús geri skandall við síðustu kvöldmáltíðina.

 

Farsímar geta valdið skaða á heyrn og tinnitus, stöðugu eyrnasuði. Þetta kemur fram í rannsókn sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í dag, og sænska dagblaðið Expressen segir frá. Þá á fólk sem notað hefur farsíma í meira en fjögur ár erfiðara en aðrir með að heyra hátíðnihljóð.

Meðal þess sem kom fram í rannsókninni var að heyrnarvandræði virtust í réttu hlutfalli við notkun farsímanna. Verst heyrðu þeir sem notuðu símann í meira en klukkutíma á dag.

Hættan á tinnitus hlýtur að teljast með alvarlegustu vanköntum þess að nota farsíma lengi, því sjúkdómurinn lýsir sér með því að fólk heyrir stöðugan tón, sem aldrei fer. Einkennið kemur einkum fram hjá þeim sem búið hafa lengi við

mikinn hávaða, t.d. í starfi sínu.

 

Mbl.is

 

Þetta þýðir að við verðum að fara að læra tákn með tali, eins gott að vera með g3 þá.


mbl.is Farsíminn slæmur fyrir heyrn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Ég er ansi hrædd um að fólk verði að fara að passa sig þá ekki satt. Sigfús

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

já, ekki ber á öðru, en ekki hef ég nú trú á að farsímanotkun fari minnkandi í þessu farsímaæði sem er í gangi.

Ég hef meiri trú á að símaframleiðendur verði að finna lausn framhjá þessum þessu vandamáli.

Sigfús Sigurþórsson., 19.9.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband