Já, tuttugu atriði sem undirstrika að þú lifir á upplýsingaöld:

  • Þú sendir syni þinum tölvupóst sem segir: „það er kominn matur“. Hann svarar með tölvupósti: „hvað er í matinn?“.
  • Þú spjallar daglega við geðþekkan ungan pilt frá Suður-Afríku en hefur ekki rabbað við nágranna þinn í næsta húsi það sem af er árinu.
  • Þú getur valið um það hvort þú færð kjúklingasúpuna með eða án Camfýlubakter.
  • Þú hefur kannað hvort hárblásarinn þinn þoli ekki örugglega árið 2000.
  • Amma þín hefur sent þér tölvupóst þar sem hún biður þig að senda sér JPG mynd af nýfædda barninu þínu svo hún geti notað hana í skjáhvílu sem hún er að búa til.
  • Þú rennir í hlað heima hjá þér og tekur upp GSM símann til að athuga hvort einhver sé heima.
  • Ástæða þess að þú vanrækir tengslin við gamla vini þína er sú að þeir eru ekki með netfang.
  • Alltaf þegar þú lýkur setningu með punkti skrifarðu óvart .is í staðinn fyrir einfaldan punkt.
  • Þú kaupir bækur á Netinu, en ferð í bókabúðir til að drekka kaffi og kynnast fólki.
  • Sögnin að elda þýðir í þínum huga að hringja í símanúmer hjá pizzustað.
  • Þú ætlar að hafa jólakortin þín í ár persónuleg, svo í stað þess að senda þau í tölvupósti faxarðu þau.
  • Þú fréttir það ekki fyrr en nýlega að fólk getur líka fengið vírussýkingu.
  • Þér finnst hlægilegt að áður fyrr hafi fólk selt skrattanum sál sína, en þú hefur fyrir löngu selt bankanum kennitöluna þína.
  • Að taka til í eldhúsinu er í þínum huga að henda tómu samlokupokunum úr aftursætinu í bílnum.
  • Þú leyfir syni þínum ekki að fara út að leika fyrr en hann er búinn að taka til á harða disknum hjá sér.
  • Vinnuveitandi þinn er Indverji. Þú hefur aldrei séð hann enda vinnurðu hjá fjarvinnslustöð í Búðardal við að svara í síma fyrir kaupfélag  í Færeyjum.
  • Þú færð SMS skilaboð - um að þú sért rekinn úr vinnunni.
  • 13 ára sonur þinn þénar meira á verðbréfabraski á Netinu á einni nótt en þú á heilu ári. Daginn eftir tapar hann þessu öllu og meiru til en það gerir ekkert til því hann er búinn að selja úr þér nýrað á netuppboði
  • Þú hefur ekki lagt kapal með alvöru spilum árum saman.
  • Þú ert með 15 númera lista yfir símanúmer hinna þriggja í fjölskyldunni.
  • Ástæðan fyrir því að þú slóst ekki garðinn í allt sumar er sú að þú hafðir ekki efni á að láta þá framkvæmd fara í umhverfismat.
  • Þú ferð ekki lengur í kirkju vegna þess að Guð er að sjálfsögðu kominn með heimasíðu.
  • Þú horfir ekki lengur á ensku knattspyrnuna, þú kaupir hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband