Vísnagáta dagsins 29 sept.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Grafinn, tegldur, teygður, prýddur,

tvinnaður, brenndur, holaður,

sorfinn, negldur, skorinn, skrýddur,

skrúfaður, renndur, hnoðaður.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is og muna þá að senda höfundarnafn og lausnina með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Skelli hér einni aukagátu með gátu dagsins.

TeningurGatur

Lítil stúlka að vestan var

Vildu fæstir eiga þetta.

Send til heiða að vori var.

Vænar kýr sem aldrei pretta.

 

Aðsend gáta.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 29.9.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt kappi.

Rétt svar er: Ponta.

Rétt svar barst kl.: 16.01

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu:

Sigfús Sigurþórsson., 29.9.2007 kl. 16:16

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Höfum aukagáturnar tvær í gangi.

 

TeningurGatur

Á velli er her, hestar og átök

hestarnir eru þá auðir

haft er í frammi fínleg haustök

flottir þótt séu þeir dauðir.

 

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 29.9.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Læt þessa flakka, (3 aukagátur í gangi) varð til áðan er prinsessan mín kom inn úr dyrunum.

TeningurGatur

Regnið á bylur, linnu laust

lætur ei undan síga

sést þá mest, í skóla um haust

stórmál að skíta og míga 

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 29.9.2007 kl. 18:58

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Skák og mát segir gunnar Þór.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 5 er: Taflmenn.        

Rétt svar barst kl.: 22.27

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 29.9.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband