Mánudagur, 8. október 2007
Vísnagáta dagsins 8 okt.
| Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.
Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum. Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu. | |||||
|
Saman strengdir seggir tveir við saur oft búa, nætur sveingeir þola þeir og þrældóms lúa. . Svar óskast, og helst höfundarnafn. (Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)
|
| ||||
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.
Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.
Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.
Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is | ||||||
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Athugasemdir

Hárrétt meistari.
Rétt svar við aðalgátunni er: Skór.
Rétt svar barst kl.: 13.44
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Höfundur gátu: G.J.
Sigfús Sigurþórsson., 8.10.2007 kl. 17:58

Ég var nú að vona að einhver af þeim sem eru að fylgjast með og reyna við gátur hér hafi skellt inn aukagátu, svona vegna þess hve seint ég komst í að svara og setja inn aukagátu, líkt og Gunnar Kr. gerði um daginn.
Jæja, hér kemur ein.:
Vér erum bræður taldir tíu,
titil fullkominn hafa níu,
en sá tíundi engan ber,
gangi hann samt á undan okkur,
agtast hann minna en hinna nokkur;
geti nú menn hver ættin er.
------------------------------Svar óskast, og helst höfundarnafn.
(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)
Sigfús Sigurþórsson., 8.10.2007 kl. 18:08

Hárrétt meiatari, afsakið hve seint svarið kemur frá mér, á erfitt með að sinna tölvumálum þessa dagana.
Sigfús Sigurþórsson., 9.10.2007 kl. 20:52

Ég hef líka verið svo upptekinn, en hér er ein í gamni, handa öllum að spreyta sig á:
Unglingarnir allir fá,
ekki kemur nokkur.
Hátta og sofa mannfólk má,
málmhlíf sýnist okkur.
Gunnar Kr., 12.10.2007 kl. 19:44

Og svo
ein í
viðbót:
Bakhluti á okkur er,
einnig mistök telja.
Sammála um hluti hér,
hérna vil ei dvelja.
Gunnar Kr., 12.10.2007 kl. 19:49

Vísa í athugasemd 7:
bóla ?
(unglingar fá allir bólur, það bólar ekki á nokkrum, mannfólkið fer í bólið, teiknibóla... hmmm.. ) ...langsótt
... það má reyna !
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.10.2007 kl. 21:37

Það er hárrétt,
Jóhanna Magnúsar-
og Völudóttir!
Unglingabóla, graftarbóla.
Það bólar ekki á neinum.
Til er orðatiltækið að bóla sig, í merkingunni að fara að hátta og sofa.
Teiknibóla, hnakkbóla, hvelfd úr málmi.
Ég held að ég láti Sigfúsi eftir að deila út medalíum, enda er hann með medalíukassann á borðinu sínu.
Gunnar Kr., 13.10.2007 kl. 16:18

Haha, já já, hér er fullur kassi af medalíum, en fljólegt er líka bara hjá þér Gunnar Kr. að taka Coby af þeim sem þegar eru inn komnar.
Rétt svar við vísnagátu í ATHS 7 er: Bóla.
Rétt svar barst kl.: 21.37 12/10
Rétt svar gaf: Jóhanna Magnúsar og Völudóttir.
Höfundur gátu: Gunnar Kr.
Sigfús Sigurþórsson., 13.10.2007 kl. 21:39

Til að gefa smá vísbendingu vegna gátunnar í #8, þá á síðasta línan við einhverskonar útnára þar sem enginn vill vera... jafnvel vegna þess að þar er of vindasamt.
Gunnar Kr., 14.10.2007 kl. 00:45

Þú ert ótrúlega nálægt lykilorðinu Málfríður Hafdís. Þú ert meira að segja búin að nefna orðið, en bættir óþarflega miklu við það...
Það getur vel verið að stundum sé svona á Raufarhöfn, en það eru margir aðrir staðir líka.
Gunnar Kr., 14.10.2007 kl. 16:39

Bakhluti á okkur er, = rass
einnig mistök telja. = fullseint í rassinn gripið
Sammála um hluti hér, = ?
hérna vil ei dvelja. = lengst útí rassi
Lykilorðið ætti að vera: rass ????..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.10.2007 kl. 17:43

Bæti við:
Sammála um hluti hér = sumir segja: ég er ekki rass sammála .. ....
Hintið kom að vísu þegar þú sagðir frá því að Málfríður Hafdís væri svona nálægt lykilorðinu svo við skiptum þessu á milli okkar...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.10.2007 kl. 17:47

Þarna voru afar lumskar línur, flott hjá þér Jóhanna. Sjáum hvað Gunnar Kr. segir um þetta.
Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 20:35

Sæl Málfríður, ekkert mál, en þú þarft að kanna hvort vísurnar séu ekki hreinlega verk ömmu þinnar.
RASSGAT! hvað ef þú skiptir orðinu í tvennt? RASS GAT?
Sigfús Sigurþórsson., 15.10.2007 kl. 07:39

Jú, Jóhanna, Sigfús má slengja á þig medalíu!
Bakhluti á okkur er, = Rass, sitjandi, botn, sittu kyrr á rassinum.
einnig mistök telja. = Renna á rassinn með eitthvað, mistakast við eitthvað.
Sammála um hluti hér, = Það er sami rassinn undir þeim báðum, eru sammála.
hérna vil ei dvelja. = Afskekktur staður, vondur staður. Hundsrass, illviðrarass.
Vel að verki staðið Jóhanna, en gatinu var ofaukið Málfríður. („Gat skeð,“ hugsar hún núna...)
Gunnar Kr., 15.10.2007 kl. 09:24

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 8 er: Rass.
Rétt svar barst kl.: 17.47 15/10
Rétt svar gaf: Jóhanna Magnúsar og Völudóttir.
Höfundur gátu: Gunnar Kr.
Sigfús Sigurþórsson., 15.10.2007 kl. 12:19

Takk fyrir mig ! .. eitt sinn nörd ávallt nörd ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.10.2007 kl. 14:48

Þetta voru nokkuð góðar gátur hjá meistara Gunnari.
Einmitt, eitt sinn nörd, svo bara ALGJÖR NÖRD.
Um að gera Málfríður.
Sigfús Sigurþórsson., 15.10.2007 kl. 18:40
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Rétt svar við aðalgátunni er: Tölustafir.
Rétt svar barst kl.: 00.19
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Höfundur gátu: Ókunnur.