Vísnagáta 14 okt.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners 

Þessi hefur skrýtið skegg.
 Skráður nótnastrengi á.
 Festir ró, með langan legg.
 Ljóðaháttum greinir frá.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er lykill

Stefán 14.10.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, snöggur var kappinn með þessa.

Rétt svar við aðalgátunni er: Lykill.

Rétt svar barst kl.: 12.43

Rétt svar gaf: Stefán Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 12:50

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Sá eg einn á svörtum kjól,

sá batt um sig snæri,

að elta börn á Ingjaldshól

ætla eg hann væri.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Set hér inn aðra aukagátu.

TeningurGatur

Úti sá eg eina snót

uggadýrin stanga,

auga hefir eitt og fót,

á vill höfði ganga.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 12:57

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, já miklar barsmíðar Gunnar.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Vöndur.        

Rétt svar barst kl.: 12.57

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur hér.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:06

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 4 er: Sleggja.        

Rétt svar barst kl.: 12.57

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur hér.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:06

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Greinilegur getur verið.
 Gott að skilja þetta tal.
 Lengi er ekki að læra kverið.
 Ljósa hugsun nefna skal.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:08

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Um þau reynist ungum létt.
Í þau fýkur stundum.
þeirra hjálp, sem klífa klett.
Í klæði þrædd af sprundum.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:10

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, mikið ANDSKOTI ertu skýr meistari Gunnar Þór.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:25

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 8 er: Skýr.        

Rétt svar barst kl.: 16.21

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur hér.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:26

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 9 er: Spor. 

Rétt svar barst kl.: 16.19

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur hér.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:27

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Búið er þessu býli á.
 Besta traustið er hann.
 Allir vilja hann ólmir fá.
 Öllu færri bera hann.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:32

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Veit eg eitt það varga fól

vera með hvössum tönnum,

mun þess nafn á móts við sól,

í mosa býr og fönnum.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 16:51

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 17 er: Dýrabogi.

Rétt svar barst kl.: 17.22

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur hér.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 20:19

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Alveg getur það verið rétt hjá þér Gunnar Þór, að 15 hafi komið áður, ég kannast hinsvegar við álíka gátu með sama svari, en eins og ég sagði, má vel vera að hún hafi komið einhverntíman áður.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 15 er: Kross.

Rétt svar barst kl.: 17.22

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur hér.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 20:21

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Opin stundum þanin þrjú

þar oft hemla farið

einnig sést hjá fínni frú

fer í þvotta karið

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 20:22

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, nei því nenni ég ekki, eins og ég sagði er ekkert ósennilegt að hún hafi komið áður, og klárt mál þar sem þú bæði segir svo og ert einnig búinn að kanna það, en takk fyrir að benda mér á þessi "mistök" mín, ég bara biðst velvirðingar, reini að lata þetta koma sem allra sjaldnast fyrir.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 20:30

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóóóður kappi, ekki að því spyrja.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 21:55

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 22 er: Nærbrækur.

Rétt svar barst kl.: 21.55

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 21:56

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Smelli snöggvast inn tveimur í viðbót.

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 21:57

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Hættan er á háum stað

halda sig flestir fjarri

hinir fanga fagurt bað

flísum koma nærri.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 21:58

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Oft er mjór hjá meyjunum

má hann helming bera

síðan sver hjá peyjunum

skal hann aftast vera.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 14.10.2007 kl. 21:59

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hringur er ekki svarið við ATHS 30, þetta hefur meira notagildi, og enginn getur án þessa verið.

Ekki fossbrún við ATHS 29 meistari Gunnar, hvað varðar flísar, er verið að tala um venjulegar flísar, sem eru á baðgólfum, sundlaugum og þessháttar.

Sigfús Sigurþórsson., 16.10.2007 kl. 12:21

24 identicon

nr 29. er þetta sturta? maður passar sig á sturtupalli á bílum og gott er fagurt sturtubað

Nr 30. Skóhæll?

Sigríður Karlsdóttir 16.10.2007 kl. 21:56

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ATHS 29 er ekki sturtubað, en einhver er að fá sér einhverskonar bað, einhver er á háum stað, og ekki þora allir að vera þar.

ATHS 30 - Hárrétt. Skóhæll er svarið.

Sigfús Sigurþórsson., 16.10.2007 kl. 22:03

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 30 er: Skóhæll. 

Rétt svar barst kl.: 21.56 - 16/10

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 16.10.2007 kl. 22:05

27 identicon

Stökkbretti? Ég þori allavega ekki.........

Sigríður Karlsdóttir 17.10.2007 kl. 00:23

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsilegt Sigríður.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 29 er: Stökkbretti. 

Rétt svar barst kl.: 00.23 - 17/10

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 19:13

29 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þakka þér Gunnar Þór, ég nefnlega skrifað aftur Skóhæll, en átti að sjálfsögðu að vera Stökkbretti, er búinn að taka hitt út og staðfesta rétt svar hjá Sigríði.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband