Vísnagáta 19 okt.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners 

Botninn oft hristist og juggast á mér

bregður við roða á stundum

get ég þá haft hann, þar og líka hér

hér eru mikið af sundum.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Höfum meira úrval í gangi, skelli snöggvast inn 3 gátum til viðbótar.

Sigfús Sigurþórsson., 19.10.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Dýrasti steinninn, er stolinn og dýr

sóttur með miklum látum

enginn hér veit, svo hver þarna býr

halda að leysist úr gátum.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 19.10.2007 kl. 10:02

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Áðan mætti ég einum þeim,

sem ei var á sér tregur,

kemur við jörð og karfageim,

kvikur og blífanlegur.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 19.10.2007 kl. 10:04

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Glottandi sést oft, en leynir á sér

sást hér á ferða-lögum

stundum sést líka brosa að þér

stundum í skáldanna sögum

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 19.10.2007 kl. 10:04

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þá eru 4 í gangi með aðalgátunni.

Sigfús Sigurþórsson., 19.10.2007 kl. 10:06

6 identicon

# 3 Lækur. Þetta er gömul gáta..... held ég.

# 4 hmmmm kannski tunglið? eða Karlinn í tunglinu.

# Aðalgátan. Þetta er ekki Húladansmær og hvorki bátur eða sjórinn. Best að hugsa meira.

Sigríður Karlsdóttir 23.10.2007 kl. 14:47

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

# 2 Demantur?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 18:48

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn, ekki er svarið demantur.

Þarna eru greinilega steinar/grjót tekið, sennilega til rannsóknar.

Sigfús Sigurþórsson., 23.10.2007 kl. 19:52

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sigríður, svarið við aðalgátunni er rangt, þetta er verkfæri, verkfæri sem við ekki getum verið án, og getum við þarna verið að lýsa efsta hluts þess.

Sigfús Sigurþórsson., 23.10.2007 kl. 19:55

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#3 er hárrétt hjá þér Sigríður að öllu leiti.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Lækur.        

Rétt svar barst kl.: 14.47  23/10

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurþórsson., 23.10.2007 kl. 19:58

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og svarið hjá þér Sigríður við vísnagátunni í #4 er líka hárrétt.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 4 er: Tunglið (stundum hálft).        

Rétt svar barst kl.: 14.47  23/10

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 23.10.2007 kl. 20:01

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þá eru bara 2 óleystar, aðalgátan og #2

Sigfús Sigurþórsson., 23.10.2007 kl. 20:02

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

# 2 nýrnasteinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 22:10

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

# 2 geimsteinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 22:11

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eða loftsteinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 22:11

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aðalgáta = bor?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 22:13

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, góð Hrönn, útskýrðu nánar ATHS 14.

Svarið við aðalgátunni er ekki bor,

Botninn oft hristist og juggast á mér

bregður við roða á stundum

get ég þá haft hann, þar og líka hér

hér eru mikið af sundum.

Sigfús Sigurþórsson., 23.10.2007 kl. 22:19

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tjah..... kannski steinn frá marz eða tunglinu?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:09

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt Hrönn, svarið vioð #2 er líka tunglið, grjót hirt á tunglinu til rannsókna.

Sigfús Sigurþórsson., 23.10.2007 kl. 23:18

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 2 er: Tunglið (Steinataka á tunglinu)

Rétt svar barst kl.: 23.09  23/10

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 23.10.2007 kl. 23:30

21 identicon

Hamar?

Sigríður Karlsdóttir 24.10.2007 kl. 15:11

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já , heil og sæl Málfríður, þú segir mér fréttir, allt lok lok og læs, ekki vissi ég neitt af því, og þú ert sú fyrsta sem minnist á slíkt, allavega lokaði ég ekki neinu, sennilega hefur bara verið einhver bilun í gangi

Þakka kommentið sérstaklega.

Svarið við aðalgátunni er ekki tanngómur, tilvísun kemur neðar.

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 16:44

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sigríður, ekki er svarið heldur hamar.

Sjá tilvísun.

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 16:45

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

tilvísanir vegna aðalgátunnar.:

Botninn oft hristist og juggast á mér> Einhverjir botnar hristast stundum á HENNI.

 

bregður við roða á stundum> Hlýtur að hitna eitthvað mikið stundum.

get ég þá haft hann, þar og líka hér> Getur greinilega haft þessa botna og það sem þeim fylgir hér og hvar á sér.

 

hér eru mikið af sundum.> Ekki er yfirborðið alslétt.

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 16:49

25 identicon

Auðvitað! Ég vissi þetta allan tímann!

Þetta er súludansmær með appelsínuhúð

Sigríður Karlsdóttir 24.10.2007 kl. 19:05

26 identicon

Eldavél?

Sigríður Karlsdóttir 24.10.2007 kl. 19:07

27 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, eru sem sagt súludansmær með appelsínuhúð og eldavél líkar?

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 19:16

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar er: Eldavél.

Rétt svar barst kl.: 19.07  24/10

Rétt svar gaf: Sigríður KarlsdóttirVísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 19:18

29 identicon

Ég er búin að skemmta mér mikið yfir þessari gátu, er búin að fara með hugann um víðann völl og þar er ekki öll vitleysan eins....... Takk fyrir mig!  

Sigríður Karlsdóttir 24.10.2007 kl. 20:07

30 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, hún stóð greinilega í fleyrum, þetta var glæsilegt hjá þér Sigríður, til hamingju.

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 20:15

31 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahagóóður Jón Arnar, langt síðan síðast, vonandi hress og kátur í Köben, það eru komnar nokkrar í gang fyrir kvöldið og morgundaginn.

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 20:51

32 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

vúhú! Langt síðan ég hef fengið orðu

takk fyrir mig

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband