Vísnagáta dagsins 25/10.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners 

Svartir, skrítnir, gömul grey

summa fingranna þinna

nafnið er þyrnir, á þessari ey

þessa þarf varla að kynna

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og nú læt ég nokkrar aukagátur strax inn.

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Sá ég fagra skrítna dís

sást ei með berum augum

stundum sama svo aftur rís

stundum ég fer á taugum.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 20:38

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Forakta mig flestir á daginn,

fussa ef þeir sjá mig um bæinn,

en hafa bestu not mín um nætur,

þá nenna ekki úr rúminu á fætur.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 20:39

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Með oddana tvo, og tóman sinn maga

til okkar glottir, jú stundum

veit ég um svein, sem sat þar á snaga

staður með skrítnum grundum

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Hver er sú hin fagra frú,

fald uppréttan hefur,

ofan til á auðarbrú

um sig bálið vefur?

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 20:48

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svarið hjá þér Málfríður við vísnagátunni í ATHS 3 er alveg hárrétt.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Koppur.        

Rétt svar barst kl.: 22.25

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurþórsson., 24.10.2007 kl. 22:39

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aðalgáta = Tíu litli negrastrákar?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:49

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

# 5 Hekla?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:50

9 identicon

 # 4 Hálfmáni?

Sigríður Karlsdóttir 25.10.2007 kl. 00:36

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, ég þykist skilja hvert þú ert að far Gunnar, en svo er nú ekki.

Öll hafi þið hér rétt svör á reiðum höndum.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:07

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við aðalgátu dagsins er: 10 litlir negrastrákar (nýendurútgefin bók)

Rétt svar barst kl.: 23.49

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:10

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 5 er: Kertaljós.        

Rétt svar barst kl.: 23.53

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:12

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég hefði viljað hafa hér svarið aðeins skírara, en ég lít svo á að þetta sé "eitt og það sama". 

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 2 er: Draumur/Martröð        

Rétt svar barst kl.: 23.59

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:17

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 4 er: Hálft tungl.        

Rétt svar barst kl.: 00.36  25/10

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:18

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Skelli hér inn nokkrum óyfirlesnum, verð sennilega ekki við tölvu fyrr en seinnipartinn.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:19

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Ávallt ég er, nú það sem þú þráir

Þegar þín kvöl er stór

Munt þú mig finna ef mikið þig hrjáir

Þá var það þegar ég fór

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:24

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Á úrið sitt horfir hann við og við

verður að vera á tíma

hafa við viljum, góðan sið

viljum ei bíða og híma

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:24

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Við endarnir höldum, hvor um sig

hreyfanlegir samt báðir

framar þú stendur, þú sérð ekki mig

settar til hliðar við náðir

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)   

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:25

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Í ferð fer það oftast, eitt bara og sér

ferðast með slefi og fleyrum

á endanum endar svo, þar eða hér

eitrað svo máské með veirum

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 08:25

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#20 Ekki rétt svar Málfríður, þótt gott sé, og ekki heldur #21

#21 Hárrétt meistari Gunnar.

#22 Nei Gunnar, þetta er miklu fyrirferðar minna, og þykist ég vita að þetta kemur þér að góðu gagni, og notir mikið, ATH: þetta er aðeins hluti verkfæris.

#23 Ekki hráki Gunnar, en en munnvatn kemur hér stundum við sögu.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 12:26

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 21 er: Strætisvagnabílstjóri.       

Rétt svar barst kl.: 10.59

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 12:27

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Málfríður, þetta með #20 er eitthvað sem ekki telst raunvverulegt, en getur og er SAMT ákaflega raunveruleg í huga sumra á stundum.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 12:29

23 identicon

 # 22 gleraugnaarmar?

Sigríður Karlsdóttir 25.10.2007 kl. 13:17

24 identicon

 # 23 Tyggjó?

Sigríður Karlsdóttir 25.10.2007 kl. 13:18

25 identicon

 # 20 Ímyndun?

Sigríður Karlsdóttir 25.10.2007 kl. 13:20

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er nú meyra stuðið á gátubrjótum hér, rúlla bara nánast öllu upp í fyrstu tilraunum, verðum eitthvað að gera í því. 

#20, getur þú haft svarið eilítið öðruvísi Sigríður (eða hver sem er), sem þó þýðir nánast það sama, ATH. þessi gáta er alveg útí Hróa Hött, en klárum leikinn samt.

# 23 er samt ekki rétt svar, annað er með #22

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 18:25

27 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 22 er: Gleraugnaarmar.        

Rétt svar barst kl.: 13.17

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 18:51

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Gunnar, nú fjarlægist þú lausnina, Sigríður sagði ÍMUNDUN,,,,, þetta er klárlega tengt henni, að´mínu mati,,,,, þetta gerist í svefni (oftast allavega)

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 19:20

29 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og tengist sjón.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 19:20

30 identicon

 # 20 draumur?

Sigríður Karlsdóttir 25.10.2007 kl. 19:26

31 identicon

# 23 Skro - munntóbak?

Sigríður Karlsdóttir 25.10.2007 kl. 19:33

32 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, ég get nú ekki verið að pína þig/ykkur meira, þú sigríður ert búinn að vera nánst beggja megin við það orð sem ég hafði í huga, og gef ég þér því orðu fyrir góðar tilgátur við annars ömurlega gátu.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 19:41

33 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 20 er: Draumsýn.        

Rétt svar barst kl.: 19.26

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 19:42

34 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#23 er ekki skro, eða munntóbak,,,

ferðast með slefi og fleyrum> sínum líkum

á endanum endar svo, þar eða hér> Eitthvað sem greinilega er sent ferðalag

eitrað svo máské með veirum> Þetta hefur borið afar mikinn skaðvald með sér, og er það vægt til orða tekið.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 19:46

35 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Málfríður, ekki er orðið FLENSA, þetta er hlutur, hlutur sem mörgum finnst erfitt að smíða, hlutur sem sérlega mikið er til af, og sér í lagi á ákveðnu tíbili hvers árs.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 20:03

36 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sorry, þarna á að standa> ákveðnu tímabili hvers árs.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 20:04

37 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ hó. Bara svona að kíkja við og forvitnast. Kveðjur til allra

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 21:19

38 identicon

 Er þetta umslag?

Sigríður Karlsdóttir 25.10.2007 kl. 21:20

39 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég trúi þér hispurslaust Gunnar, en svarið er ekki BRÍNI.

Hjá mér hefði alveg eins getað staðið::: hlutur sem mörgum finnst erfitt að framkvæma.

Þetta hefur nasi oft verið í þínum höndum, og síðan hefur þú eitthvað gert við það.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 21:21

40 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ Margrét, gjörðu svo vel.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 21:22

41 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þarna komstu með það Sigríður.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 23 er: Sendibréf-Póstur-Umslag.       

Rétt svar barst kl.: 21.20

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 21:25

42 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Einmitt Gunnar, hún er nokkuð seig finnst þér ekki?

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 21:26

43 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og fyrst hér eru samankomnir gátubrjótar dembi ég hér inn eins og einni eða tveimur í viðbót.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 21:29

44 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Dvelur efst uppi, loðið og eitt

endinn sá fyrstur hér sást

sést hefur bæði, magurt og breitt

blótandi svipað þú ást.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 21:29

45 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Í harðri vörslu, hæglega dafnar

hefur þar allt til als

einn og einn eigandi þessu þó hafnar

endirinn verður falls.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 21:30

46 identicon

Aukagáta 57 (Ekki alveg sannfærður ... en)

Höfuð,  sbr. sviðakjammi á þorrablóti ?

Stefan 25.10.2007 kl. 22:18

47 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Alveg hárrétt meistari Stefan, Höfuð,  sbr. sviðakjammi á þorrablóti ? og oftast kemur höfuð fyrst í ljós við fæðimgu.

Glæsilegt.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 22:25

48 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 57 er: Höfuð.       

Rétt svar barst kl.: 22.18

Rétt svar gaf: Stefan. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband