Vísnagáta 31 okt.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners 

Auðmenn vilja eignast það

alkar lofa og prísa.

Þráðbeint liggur þétt við blað

Þúsund ára skvísa

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og inn skelli ég strax nokkrum auka gátum.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 18:01

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Deyr hún í hvelfingu, hljóðandi oft

hverfur þá sjónum vorum

sést þá oft illa, staður og loft

skiptum í sömu sporum.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Sumar mig þrá, er sýni ég mig

stífan þær vilja þá hafann

bíta og sparka, þótt velji ég sig

í glösin ég set líka safann

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Höndin mig færir, fram og til baka

fumlaust, og hlífir mér

hörð stundum tekin, tennur þá saka

títt er einn öfugur, líka til hér

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Opinn er oftast, í báða enda

oft er ég smart yfir glætu

inn í mér oftast, er ein þá senda

sniðinn er oftast úr sætu

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nóg úr að moða, 5 vísnagátur í gangi.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 18:04

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kappinn í stuði núna, glæsilegt bara,,, Góður hjá þér Kalla Tomm leikurinn síðast.

#4 er eina sem er rétt af þessu hjá þér, viltu (þið) nokkuð fá tilvísanir strax í hinar?

Ekki veit ég nú hvort Frammsóknarflokkurinn hefði mikið við þetta að gera í #5

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 19:59

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 4 er: Gírstöng.        

Rétt svar barst kl.: 19.33

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 20:01

9 identicon

#3

Stóðhestur

Stefán 31.10.2007 kl. 21:08

10 identicon

#2

Flugeldur

Stefán 31.10.2007 kl. 21:12

11 identicon

Rúlluterta

Stefán 31.10.2007 kl. 21:13

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#13/ Já opinn í báða enda, # 5 hahaha, en þessi er líka opinn í báða enda, þótt HANN sé ekki tengdur neitt stjórnmálum, þenna getur einhver nýtt sér sem höfuðfat.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 21:38

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#14/ Hér varð ég nú að staldra við, varðabdi #3,, Mjaltarbót???? er það einhverskonar mjaltavél? mjaltaróbót?

Og Stefán mynnist á stóðhest, og það er alveg hárrétt

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 21:42

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Gírstöng.        

Rétt svar barst kl.: 21.08

Rétt svar gaf: Stefán. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 21:43

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gunnar, varðandi aðalgátuna, þú ert alveg svakalega heitur, værir þú til í að koma með svarið aðeins breitt,,, ríkið er næstum því rétt,,, samt ekki rétta orðið.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 21:45

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#2 Stefán, ekki er þetta flugeldur, þetta er notað jafnt úti sem inni, telst í dag bráðnauðsinlegt úti þótt ekki sé langt síðan það fór að tíðkast neitt að ráði.

Og Stefán, Rúlletta,,,, átta mig ekki á hvar það svar á að vera,,, vantar ATHS númerið,,, en það er samt klárlega ekki rétt, sama við hvaða gátu það átti að vera.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 21:49

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Fyrirgefðu Stefán,,,, þetta er rúlluterta,,, svarið þitt,,,, en breitir engu,,, ekki heldur rétt.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 21:51

18 identicon

#2 Hvað þá með regnhlíf ?

Rúllutertan var tilraun við #5

Stefán 31.10.2007 kl. 21:59

19 identicon

#2

Regnhlífin er auðvitað ekki notuð inni

 Blaðra væri nær lagi - Ég sé fyrir mér gasblöðru sem hverfu sjónum

Ekki samt alveg að ná síðustu hendingunni

Stefán 31.10.2007 kl. 22:07

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Stefá, regnhlíf er ekki svarið við #2

Þetta myndi ég segja að geri miklu meira gang en regnhlíf,,,, við notumst við þetta bæði úti og inn, en við skiptum okkur einvörðungu að þeim sem eru inni.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 22:07

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki blaðra.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 22:09

22 identicon

#2

Þá er þetta ljósapera - Helv. ertu erfiður :)

Stefán 31.10.2007 kl. 22:22

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 2 er: Ljósapera.        

Rétt svar barst kl.: 22.22

Rétt svar gaf: Stefán. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 22:29

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt gátubrjótur.

1. Auðmenn ásælast LAND sem aldrei fyrr

2. Alkar lofa LANDANN

3. lína er svo LANDIÐ á sög

4. og að lokum Fjallkonu myndlíking fyrir ÍSLANDS þúsund ár

Rétt svar er: Land.

Rétt svar barst kl.: 07.54   1/11

Rétt svar gaf: Gunnar Þór JónssonVísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Stefán.

Sigfús Sigurþórsson., 1.11.2007 kl. 09:07

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, ekki er það rétt Gunnar,,, þú ert alveg magnaður, gefst sko ekki upp,,, góóóður.

Þetta er eginlega aukahlutur, en samt nauðsinlegur aðalhlutnum, gerir mikið gagn gegn en er líka skraut, yfirleitt í stofum, og jú stundum í svefherbergjum, var mikið meira haldið upp á hér áður fyrr.

Sigfús Sigurþórsson., 3.11.2007 kl. 16:18

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Afsakið, en þarna varð eitt auka orð  -- gegn --- átti bara að vera gagn en ekki gagn gegn

Sigfús Sigurþórsson., 3.11.2007 kl. 16:21

27 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Juubbbbbíííí.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 5 er: Lampaskermir.        

Rétt svar barst kl.: 16.29  3/11

Rétt svar gaf: Gunnar meistari Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 3.11.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband