Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Við hverju býst hún eiginlega? þið sjáið þetta að sjálfsögðu bara í kortunu hennar.

Er það ekki?

 Þú sérð alveg hvernig þetta átti eftir að fara. er það ekki ? og eins hvernig þetta verður hjá kerlingar greyinu, skoðaðu vel bláu og rauðu strikin.

Séðu þetta ekki allt saman núna ljóslifandi?

Einmitt.

 Blístra

 


mbl.is Fékk ekki vinnu í ár eftir að hún kyssti Ellen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrri gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..

 

-

SSvisnagatur Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.

,Líkama og sálarlaus ég er,
 líkama og sál þó fangi,
 endurnærast allir á mér,
 ekki þó á gangi.

Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.02.52

Rétt svar er: Svefn

Rétt svar gaf: Margrét St. Hafsteinsdóttir. 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


20 milljón grömm af fíkniefnum.

Hér er sko alsekki verið að tala um nokkrar hjólbörur af dópi, 20 tonn eru 20 þúsund kíló hvorki meyra né minna og neytendur og salar tala um grömm, þannig að við ættum að segja að þetta séu 20 milljónir gramma, það er nú í nokkrar nasirnar.

 

Þónokkuð blogguðum við um eiturlyf, læknadóp ofl. hér,  og hér fyrir stuttu síðan.

 

 

>Fundu 20 tonn af kókaíni í flutningaskipi<


mbl.is Fundu 20 tonn af kókaíni í flutningaskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðari gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..

 

-

SSvisnagaturSeinni gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

 Auðþöll býr sig opt til vegs,
 með augu tvö og fætur sex,
 hörkulega hún fer að,
 en heggur þó í sama stað.

Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.21.57

Rétt svar er: Vagga

Rétt svar gaf: Már Högnason 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


Ætli það séu nokkuð kamrar á víð og dreif uppá Kárahnjúkum?

Fréttablaðið, 23. apr. 2007 06:45 Fjörutíu veiktust: Fjörutíu starfsmenn sem vinna við gerð Kárahnjúkavirkjunar voru óvinnufærir á föstudag vegna niðurgangs og uppkasta, samkvæmt upplýsingum frá Helgu Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Hún telur sýkinguna sem olli veikindunum hafa verið staðbundna þar sem aðrir veiktust ekki sama dag. Aðeins einangraður hópur manna, sem fékk sendan mat og drykk til sín, veiktist.

Helga segir hreinlæti ábótavant þar sem menn vinni í göngum. Þeir geti ekki þvegið sér áður en þeir borði og skammti sér sjálfir á pappadiska úr opnum ílátum. Hún hafi óskað eftir úrbótum, til dæmis að skammtað sé fyrir fram. Spurð um salernisaðstöðu sagðist hún hafa séð ferðaklósett 200 metra frá þeim stað þar sem maturinn var framreiddur.

Helga tekur fram að hún hafi ekki getað tekið sýni úr matnum sem menn borðuðu því búið hafi verið að henda afgöngum. Vatnssýni voru send í rannsókn.

Portúgali sem fór til síns heima í gær hafði samband við Fréttablaðið og lýsti aðstæðum í göngunum þegar mennirnir veiktust. Á fimmtudeginum höfðu þeir verið djúpt niðri í jörðinni í tólf tíma án þess að fá mat eða drykk sendan til sín en sleiktu hellisveggina til að svala sárasta þorstanum. Þegar maturinn kom dýfðu þeir könnum sínum í eplasafa sem var í opinni fötu. Áður gátu þeir ekki þvegið sér um hendur enda hvorki salernis- né þvottaaðstaða fyrir hendi. Hann var ekki hissa að þeir veiktust að lokum við þessar aðstæður. Þetta væri ómanneskjuleg meðferð og jaðraði við mannvosku. Menn hefðu komið grátandi upp úr göngunum þennan dag.

Þorvaldur P. Hjarðar, aðstoðarumdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi, segist ætla á vettvang strax í dag og kanna aðstæður. Svo virðist sem mennirnir hafi veikst vegna lélegs frágangs á mat sem heilbrigðiseftirlitið væri búið að gera athugasemdir við. Ekkert sé að því að mennirnir séu í göngunum í yfir tíu tíma ef salernis-, þvotta- og kaffiaðstaða sé fyrir hendi.
-
-
Það er ábyggilega ekkert auðvellt á stundum að "skreppa" á kamarinn þarna upp frá, fólk er að vinna við alskonar aðstæður og alsekki í nálægð "virðulegra" klósetta..
Eru kanski kammrar hingað og þangað á víð og dreif þarna uppfrá.

 

mbl.is Tugir starfsmanna við Kárahnjúka veiktust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisveislan tókst alveg meiriháttar vel.

Verslunarm,helgin_05-27Ég hélt upp á 7 ára afmæli dóttur minnar í dag og hélt afmælið í Fjölskildu og Húsdýragarðinum, ég óskaði hér fyrir stuttu síðan eftir tillögum frá Bloggfélögum og benti einn slíkur á Húsdýragarðinn, og fær Bloggfélaginn þakkir fyrir hér með.

Það var fjölmennt í veislunni og tókst hún í alla staði vel,að mínu mati og afmælisbarnsins, mér skilst að gestirnir hafi verið eitthvað ríflega 40 talsins og ekki gat ég séð betur en allir væru hæstánægðir og eins og áður sagði var bæði ég afmælisbarnið í skýjunum.

Þeir sem hafa ekki prufað að halda upp á barnaafmæli þarna ættu hiklaust að prufa það.

Afmælisbarnið Guðbjörg Sól með taglið að gefa.


Fyrri gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..

 

-

Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.

.

Fuglum vorsins finnst ég grænn
Fjörlega snýst ef einhver smyr.
Í spilastokknum var ég vænn
Og vinsæll guð hér áður fyrr.

Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.06.24

Rétt svar er: Ásinn

Rétt svar gaf: Már Högnason 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


Síðari gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..

 

-

SSvisnagaturSeinni gáta dagsins er svohljóðandi:.

, Hringastreymi H2O
Hámar vænann sopann
Vegableyta brýst um sko
Vætla sá ég dropann

Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.22.23

Rétt svar er: Svelgur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


Hann er vel að þessum verðlaunum kominn kallinn.

Fréttamynd 190096Og ábyggilega löngu búinn að eyða margföldu verðlaunafénu í þessa hugsjón sína.

Orr er athafnamaður og lætur hendur standa frrmaúr ermum, ekki er nú langt síðan Orri stóð í síma hugleiðingum.

 Ýmislegt hefur verið umdeilt hjá Orra Vigfússyni í laxa rannsóknum sínum og yfirlýsingum.

 Orri er öllum stundum í Vötn og Veiði og segja þeir að Orri Vigfússon fari á stundum ekki hefðbundnar leiðir í fjáröflun til uppkaupa á sjávarnetum. En “ekki hefðbundnar leiðir” eru einfaldlega hans leiðir og nú hefur hann samið við fyrirtækið Salmon Reel Ltd sem hefur látið framleiða nokkra  hringitóna sem hver og einn er af þekktu fluguhjóli frá Hardy’s eða Farlow!

 Forstjóri Salmon Reel Ltd heitir Richard Hewitt og hefur lengi verið einn af ötulum stuðningsmönnum NASF, verndarsjóðs Orra. Allir þeir er panta sér hringitón borga gjald fyrir og rennur ríflegur hlutur þar af til NASF, til fjármögnunar á uppkaupum neta í sjó.

Á þingi hafa rannsóknir Orra oft komið til meðferðar og set ég hér smá dæmi um slíkt::

131. löggjafarþing — 77. fundur,  21. feb. 2005.
Afdrif laxa í sjó.
58. mál
[16:26]
Flm. (Össur Skarphéðinsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætlaði að koma í ræðustól til að taka hæstv. ráðherra til bæna fyrir ræðu hans áðan en er hættur við það. Mér finnast það söguleg tíðindi þegar hæstv. ráðherra kemur og gleður þingheim og gott fólk með því að lýsa því yfir að hann sé kominn í hóp þeirra sem vilja með einhverjum hætti reyna að opna fyrir göngu urriðans niður í Efra-Sog og þar með að taka hugsanlega upp Steingrímsstöð. Þetta er reyndar það sama og kollegi hans, hæstv. dómsmálaráðherra, hefur lýst yfir í framtíðarstefnu Þingvallaþjóðgarðsins. Fyrir þetta þakka ég, mér þykja þetta ákaflega merk tíðindi.

Ég ætla þess vegna að spara það við mig að benda þingheimi á að mér finnst kannski hæstv. ráðherra vera full hörundssár. Þetta er nú karlmenni eins og við þekkjum, bóndasonur úr Árnessýslu, að vísu brúnaþungur stundum. En þó ég nefni það í ræðustól, sem ekki bara öll þjóðin veit heldur ákaflega margir sem hafa stundað stangveiði á alþjóðlega vísu og verndun laxastofnsins, að Orri Vigfússon hafi sannarlega staðið sig vel í þeim efnum að kaupa upp laxveiði í hafi má hæstv. ráðherra ekki koma hingað og smækka sjálfan sig á því að halda fram eigin ráðuneytisstjóra í þeim efnum. Vissulega og vafalítið hefur sá ágæti ráðuneytisstjóri staðið sig vel en forgöngumaðurinn var Orri Vigfússon, það vitum við öll.

Sömuleiðis verður það að koma fram, frú forseti, að líklegt er að hæstv. landbúnaðarráðherra hafi ekki nennt að lesa þá tillögu sem hér liggur fyrir því það er af og frá að Veiðimálastofnun sé búin að hrinda í framkvæmd því sem þar er lagt til. Hitt er rétt að eftir að við, nokkrir þingmenn, höfum klifað á nauðsyn þessara rannsókna árum saman hefur Veiðimálastofnun tekið sig á með góðum stuðningi hæstv. ráðherra og fjárlagavaldsins og ráðist í upphaf á ýmsum þeim rannsóknum sem verið er að tala um hér. Meyra hér.

Tilvitnun lokið.

En hefðu verðlaunin samt ekki allt eins geta verið vel varið og jafnvel betur varið til annarra aðila, eða samtaka??

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Orri Vigfússon hlýtur helstu verðlaun baráttufólks fyrir verndun umhverfissins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband