Gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.

 

SSvisnagaturVísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 

 Ég er vörður um bændanna ræktaða reit
 og rósirnar fóstra ég víða.
 Á suð-vestur Íslandi útkjálkasveit,
 ég er óðalið stóra og fríða.
 Ég æði úr norðri og ýfi upp dröfn,
 ég er eldgömul stofnun í Kaupmannahöfn

 

 

Rétt svar barst kl.09.39

Rétt svar er: Garður (og höfundurinn er Eysteinn Gíslason Skáleyjum í Breiðafirði)

Rétt svar gaf bloggarinn: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir.)

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.

 


Fiskveiðiheimildir á Vestfjörðum ofl.

Fiskveiðiheimildir á Vestfjörðum hafa nær tvöfaldast í tonnum talið síðan um aldamótin.

 

Þó sé hæpið að tala um að kvótinn sé aftur kominn vestur því hlutirnir geti breyst á skömmum tíma.

 

Fiskveiðiheimildir á Vestfjörðum hafa nær tvöfaldast í tonnum talið síðan um aldamótin. Þá höfðu þær lækkað um rúman helming frá árinu 1991, þegar lög um kaup og sölu á kvóta gengu í gildi. Samkvæmt upplýsingum um veiðiheimildir, sem Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur tekið saman, var Vestfirðingum heimilt að veiða um 54 þúsund þorskígildistonn árið 1991. Það voru tæp 15,5 prósent af heildarafla fiskveiðiflotans. Þetta og fleira kemur fram í frétt í Fréttablaðinu 11 apríl 07.

 

Agnar Ebenesersson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Bakkavíkur hf. í Bolungarvík, segist vissulega hafa tekið eftir því að fyrirtæki á svæðinu hafi verið að kaupa til sín kvóta. Þó sé hæpið að tala um að kvótinn sé aftur kominn vestur því hlutirnir geti breyst á skömmum tíma. „Það er margt sem veldur þessari aukningu undanfarin ár. Menn koma inn á markaðinn og reyna að byggja sig upp, en svo gengur það kannski ekki og þeir koma sér út aftur. Þetta er sveiflukennt.“

 

Meir er svo um sjávarútvegsmálin.

Neðar á síðunni er svo viðtal við Sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins:

 

Fiskveiðieftirliti er enn ábótavant

Eftirliti með fiskveiðum í lögsögu Evrópusambandsríkjanna er enn ábótavant og það á sinn þátt í ofveiði fiskistofnanna. Þetta sagði Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í gær. „Virkara fiskveiðieftirlit krefst meiri ákveðni og elju,“ sagði Borg. Vegna ófullnægjandi eftirlits væru þess of mörg dæmi að notuð væru óleyfileg veiðarfæri og að skip stælust til að veiða á miðum sem hefur verið lokað í verndarskyni við hætt komna fiskistofna.

 

 

 

Fréttablaðið og Visir.is er nokk dugleg með sjávarútvegsmála fréttir.

 

Fréttablaðið, 12. apr. 2007 00:45
Veiðar Íslands til fyrirmyndar

Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið kemur í veg fyrir ofveiði helstu nytjastofna sjávar, að því er fram kemur í nýjasta hefti hins virta tímarits National Geographic. Í ítarlegri úttekt tímaritsins um ástand fiskistofna í heiminum eru fiskimið Íslands tiltekin sem undantekning frá bágri stöðu helstu fiskimiða heims þar sem fiskgengd sé aðeins brot af því sem áður var.

„Heimshöfin eru aðeins skugginn af því sem áður var. Með fáum undantekningum, til dæmis vel heppnuðum fiskveiðistjórnunum í Alaska, á Íslandi og Nýja-Sjálandi, er fiskgengd aðeins brot af því sem var fyrir um öld síðan", segir í grein National Geographic þar sem álits er leitað hjá fjölda sérfræðinga auk manna sem koma að veiðum og rannsóknum á margvíslegum sviðum. Ástæðan fyrir góðu ástandi íslenskra fiskistofna er sögð vera takmörkun á fjölda þeirra skipa sem leyft er að veiða á hverjum tíma. Meginástæða ofveiði sé of mörg skip, sem stundi veiðar á ofveiddum fiskistofnum.

Framtíðarsýnin sem dregin er upp í greininni er dökk og þar er kallað eftir hugarfarsbreytingu í heiminum. Þar segir að lausnin á ofveiði felist ekki í lagasetningu heldur því að heimsbyggðin taki að líta á dýrastofna sjávar sömu augum og landdýr sem eru í hættu vegna veiða.

 

 

Fréttablaðið 12 apríl:

Tímaritið National Geographic segir fiskveiðistjórnun íslendinga árangursríka:

Veiðar Íslands til fyrirmyndar.

Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið kemur í veg fyrir ofveiði helstu nytjastofna sjávar, að því er fram kemur í nýjasta hefti hins virta tímarits National Geographic.

Í ítarlegri úttekt tímaritsins um ástand fiskistofna í heiminum eru fiskimið Íslands tiltekin sem undantekning frá bágri stöðu helstu fiskimiða heims þar sem fiskgengd sé aðeins brot af því sem áður var. „Heimshöfin eru aðeins skugginn af því sem áður var.

Með fáum undantekningum, til dæmis vel heppnuðum fiskveiðistjórnunum í Alaska, á Íslandi og Nýja- Sjálandi, er fiskgengd aðeins brot af því sem var fyrir um öld síðan“, segir í grein National Geographic þar sem álits er leitað hjá fjölda sérfræðinga auk manna sem koma að veiðum og rannsóknum á margvíslegum sviðum.

Ástæðan fyrir góðu ástandi íslenskra fiskistofna er sögð vera takmörkun á fjölda þeirra skipa sem leyft er að veiða á hverjum tíma. Meginástæða ofveiði sé of mörg skip, sem stundi veiðar á ofveiddum fiskistofnum.

Framtíðarsýnin sem dregin er upp í greininni er dökk og þar er kallað eftir hugarfarsbreytingu í heiminum. Þar segir að lausnin á ofveiði felist ekki í lagasetningu heldur því að heimsbyggðin taki að líta á dýrastofna sjávar sömu augum og landdýr sem eru í hættu vegna veiða. -shá

 

Eldri fréttir:

Mokveiði í veðurblíðunni

28.3.2007

ÞorskurNú er skollið á mokfiskirí hjá bátum á vertíðarsvæðinu sunnan og vestanlands og allt til Vestfjarða. Að sögn hafnarvarða í Grindavík, Sandgerði og Bolungarvík hefur veturinn verið smábátum erfiður og því kominn tími til að vel viðri til veiða.

Sverrir Vilbergsson hafnarvörður í Grindavík sagði í samtali við Skip.is að veiðin hefði verið góð síðustu þrjá daga enda veður gott til róðra. ,,Það hefur verið mokveiði og minni bátarnir að gera það mjög gott. Fimmtán tonna bátar hafa verið að koma með allt upp í 17 tonn í land eftir túrinn. Veiðin hefur verið jöfn en mest hjá Gísla Súrssyni GK og Auði Vésteins GK og uppistaðan í aflanum er vænn og góður þorskur,” segir Sverrir Vilbergsson. Svipaða sögu er að segja frá Sandgerði. Björn Arason hafnarstjóri sagði að fiskiríið hafi verið prýðilegt síðustu daga. ,,Aflabrögð hafa verið góð bæði hjá línu- og snurvoðarbátunum. Línu- og handfærabáturinn Muggur GK kom í land með 8 tonn og snurvoðarbáturinn Margrét HF fékk um 15 tonn fyrr í vikunni. Aflinn er blanda af þorski, ufsa og ýsu og ágætur fiskur,” segir Björn Arason. Ólafur Svanur Gestsson yfirhafnarvörður á Bolungarvík sagði að steinbítsfiskiríið hafi verið mjög gott undanfarið. ,,Veðrið hefur verið gott og steinbíturinn er vanur að gefa sig á þessum tíma. Þeir sem mest hafa fengið hafa komist upp í 17 tonn af mjög góðum steinbít. Guðmundur Einarsson ÍS, Sirrý ÍS og Hrólfur Einarsson ÍS eru allir á svipuðum nótum hvað veiðar varðar og hafa landað mest,” segir Ólafur Svanur Gestsson.

 

 

Stöð 2, 28. mar. 2007 13:15  Visir.is

Mokveiði í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel

Hátt í 20 Línubátar komu drekkhlaðnir eftir veiðar fyrir sunnan og suðaustan af Grindavík í gær. Mikil bræla hefur verið undanfarnar vikur en síðustu daga hafa menn mokveitt. Rafn Arnarson skipstjóri á línubátnum Óla á stað kom til hafnar í gær með hátt í 16 tonn. Hann segist aldrei hafa veitt yfir 15 tonn.

Um kvöldmatarleytið í gærkvöld höfðu sextán línubátar landað og nokkrir biðu í röðum eftir að komast að. Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík segir þessa miklu veiði síðustu daga heldur óvenjulega. Það hljóti að vera mikill fiskur á miðunum því ekki sé algengt að línubátar veiði svona mikið í einum túr. Sumir hafi fengið fullfermi og þurft að snúa á miðin aftur til að ná í allan aflann.

 

Þorskstofninn í Barentshafi 70% stærri en talið hefur verið?

30.11.2006 Skip.is

Nýjar mælingar rússneskra fiskifræðinga við VNIRO hafrannsóknastofnunina í Rússlandi benda til þess að þorskstofninn í Barentshafi sé einni milljón tonnum stærri en fiskifræðingar hafa hingað til haldið. Sé það rétt er stofninn 70% stærri en Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur haldið fram.

 

Þetta kemur fram í frétt Fishing News International en þar segir að fiskifræðingar við stofnunina hafi þróað nýjar og óhefðbundnar aðferðir við mat á stofnstærðinni.

 

Dimitri Klochkov hjá VNIRO segir í samtali við blaðið að niðurstöður hans og félaga hans hafi gert þá varkárari gagnvart hefðbundnari rannsóknum og varúðarnálgunum sem ekki taki mið af ýmsum vistfræðilegum þáttum í hafinu. Aðferð VNIRO byggi hins vegar á því að fylgst sé með fiskiskipunum með hjálp gervitungla og lagt sé mat á gögn sem fáist úr einstaka togum skipanna, yfirborðshita og ástand sjávar hverju sinni. Rannsóknirnar, sem byggt sé á við umrætt mat, nái til tímabilsins maí til nóvember í fyrra og því hafi verið skipt í 15 daga skeið sem sýni stofnstærðina á hafsvæðum sem hvert um sig sé 10 fermílur að stærð. Tekið sé tillit til þess hvernig skip hafi verið á veiðum á hverjum stað, gerðar togveiðarfæra, toghraða og afla á togtíma. Niðurstaða mælinganna gefi til kynna að stofnstærð þorsksins í Barentshafi sé 2,56 milljónir tonna. Á þeim og mati fiskifræðinga Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sé gríðarlegur munur því ICES hafi metið hámarksstofnstærðina á 1,50 milljónir tonna.

 

Sem sagt allt í tómu tjóni þótt þoskurinn sé nógur.

Þetta þurfum við að nýta okkur útí æsar.

Það er ekki ónýtt að fá fjármagn og landkynningu með þessari leið, sem sagt að laða til okkar kvikmyndagerðarfólk frá öllum heimsálfum.

Nýtum okkur landið sem ekki fer undir virkjanir og álver í þetta, svo gera þeir ábyggilega einhverja glæpamynd sem gerist í álveri og hasarleikur á virkjanabrúnum, þá kemur þetta sér allt helv#"$$# vel.

Bandaríska kvikmyndablaðið Variety fjallar í dag um Ísland sem kvikmyndaland og bendir á að nokkrar af vinsælustu kvikmyndum síðustu ára, svo sem Batman Begins, Flags of Our Fathers, Hostel og Die Another Day hafi að hluta til verið teknar upp hér á landi.

Segir blaðið að Íslendingar nýti sér m.a. hrjóstrugt landslagið til að höfða til kvikmyndagerðarmanna.


mbl.is Landslag Íslands laðar til sín kvikmyndagerðarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Nýbúa útvarp jákvætt eða neikvætt?

SSradioNybuaSumir halda því fram að ekki ætti að styðja við þetta útvarp og að það ætti hreinlega að leggja það niður.

Til stuðnings máli sínu segja þeir að þetta komi í veg fyrir að nýbúinn læri tungumálið og samlagist síður menningu okkar.

 

Aðrir vilja meina þver öfugt, að það einmitt fræði Nýbúa um ísland og íslenska menningu.

 

Hvað finnst þér?

 

Í fréttinni segir:

Hafnarfjarðarbær hyggst stækka útsendingarsvæði nýbúaútvarps og mun það framvegis nást á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Nýbúaútvarp hefur verið starfrækt í Hafnarfirði frá því í nóvember 2006 með útsendingarstyrk sem nær einungis Hafnarfirði.

Hafnarfjarðarbær hefur átt í viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með mögulegt samstarf í huga vegna þessa verkefnis.

Nýbúaútvarpið hefur sent út á FM 96,2 frá fjölmiðladeild Flensborgarskóla en að svo stöddu er ekki ljóst hvort sú tíðni mun haldast óbreytt né heldur hvenær útsendingasvæðið mun stækka. Nýbúaútvarpið sendir út á fjórum tungumálum, pólsku, rússnesku, ensku og tagalog sem er tungumálið sem talað er á Filipseyjum.

 

Lítil umræða hefur farið fram um þessi mál og nánast ekkert hér á blogginu, eða lítil allavega.


mbl.is Nýbúaútvarp mun nást á öllu höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr rass.

Þetta kemur ekkert við veskið hjá Gerrard, það er nefnilega allt öðruvísi í þessari grein en öðrum, þarna er manni skipað að sitja á rassgatinu og hirða launin sín.

Sæir þú það í anda að vinnuveitandinn þinn skipaði þér að sitja á rassinum og horfa á aðra vinn (já eða vinna ekki) og fá greitt dágóða upphæð fyrir? ég er ansi hræddur um að tékkinn yrði lægri umnæstu mánaðarmót, og þar að auki er ansi mikill munur á tékkanum þínum og hans Gerrard.

Bara svona smá öfundsverðar vangaveltur.


mbl.is AC Milan í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nema hvað?

Ég er mest hissa á að hann hafi látið vin sinn Charles verða á undan sér.

Ferðin kostar jú rétt tæpa 2 milljónir dollara en þeir eiga auðvelt með þann hluta pjakkarnir.

 

En ef hverju að þvælast þetta?

 

Vantar þig eitthvað frá Tunglinu?

 

Bandaríska kaupsýslumanninum Charles Simonyi vinur Bill Gates er staddur núna alþjóðlegu geimstöðinni.

 


mbl.is Bill Gates sagður íhuga geimferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.

 

SSvisnagaturVísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 

Gengur hljótt um heimsins byggð.
 Hann er ekki blauður.
 Sýnir öllum trú og tryggð,
 Tilfinninga snauður.

 

Rétt svar barst kl.09.33

Rétt svar er: Dauðinn

Rétt svar gaf bloggarinn: Gunnar Þór Jónsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


Göngutúr fyrir sína heitt elskuðu, LOVE

Hann ætlar ekkert að gefast upp svo glatt sá "gamli" Þessir elskendur rifust aðeins um hver ætti að vaska upp eða eitthvað álíka og meyra lét hún sko ekki bjóða sér.

 

Yfirgaf kallgreyið sem engist nú í ástarsorg og er búinn að taka ákvörðun um að drepa sig á göngutúr.

 

Ætlar að rölta svona 1.600,000 metra til að ná þessari elsku aftur.

 

En hvað ef hún vill hann ekki samt, hvað gerir kappinn þá? labbar hann þá öfugan hring til baka? nei ég bara spyr.

 


mbl.is Hyggst ganga þúsund mílur til að feta í fótspor The Proclaimers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin lát á.

Það er engin lát á innflutningi eiturlyfjana, nema það sé að tollverðir og lögregla sé bara að standa sig svona vel, betur en áður.

 

Það er ábyggilega nokkuð minna mál að ná eiturlyfjum af fólki sem geymir þau bara í vösum, sokkum eða í ferðatöskunni en þegar þarf að ná þeim úr óæðri endum fólks.


mbl.is Tekin með rúmt kíló af meintu kókaíni í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.

 

SSvisnagaturVísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 

Laðar og dregur hugann hátt.

Harðlega sótt en varið af öðrum.

Tekið á þeim, sem talar fátt.

Tvístýft, sneitt með bitum og fjöðrum.

-

Rétt svar barst kl.20.20

Rétt svar er: Kríu hreiður

Rétt svar gaf bloggarinn: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir.)

 

 

Svar og höfundarnafn óskast.

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


Margra kvenna makar.

Ég er ekki að skilja þetta, það eru nú ekki margir íslendingar sem hafa ráðist í það óvinnandi verkefni að eiga tvær eiginkonur, og þeir sem það hafa reynt hafa lent í tómu tjóni, bæði í konumálunum og svo yfirvöld þegar það hefur komist upp.

Ég vorkenni þessum Sáta bara ekkert fyrst hann var að þvælast með nefið ofan í fleyrum en einum koppi.

Mér hefur fundist það yfirdrifið "verkefni" að eiga eina konu, og eftir ja allavega ítrekaða reynslu mína í þeim málum held ég að ég mundi ekki treysta mér í svona óvinnandi verkefni að eiga tvær, hvað þá þrjár.


mbl.is Fjölkvæni er ekkert spaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar þig eitthvað frá Tunglinu?

Það er ekki svo flókið að ná sér í eitthvað á Tunglinu.

Þú ferð bara í dótakassann þinn, eða niður í geymslu, býrð til eitthvað smá tæki úr draslinu þar og sendir það svo bara með smá apparati til Tunglsins.

Þú getur haft þetta myndband til að fara eftir.



Ef Baugur getur það ekki þá getur það enginn.

Guardian segir, að viðsnúningurinn á rekstri Iceland sé táknrænn fyrir velheppnuð kaup Baugs á Big Food Group og að Baugur telji þessa fjárfestingu vera besta dæmið um hvernig sú stefna, að kaupa verslunarkeðjur og byggja þær upp, virki. Hefðbundnir fjárfestar myndu nú bjóða fyrirtækið til sölu á ný, en Baugur ætli að halda áfram að efna verslunarkeðjuna og nota hagnaðinn sem kemur frá rekstri hennar til að fjármagna frekari fjárfestingar.

Það er bar svo einfallt, ef Baugur getur ekki gert gott úr engu þá getur það enginn, svo einfallt er það.

Iceland store


mbl.is Endurfjármögnun og uppgangur hjá Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

 Spurðu Charles Simonyi spurninga,

smelltu á ASK CHARLES þegar inn á síðuna er komið og svo á VIDEO.

 

Ætli húsnæðisvandinn sé ekki neinn þarna og eða íbúaerjur? smelltu á mynd.

click to enlarge 


mbl.is Geimferðalangur kominn til alþjóðlegu geimstöðvarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Eins og allir vita er allt að fara til andskotans í sjávarútvegsmálunum okkar en lítið eða ekkert gert í málunum, ja allavega ekki til bóta, tvær athyglisverðar fréttir eru inn á bb.is á forsíunni.

Þorskur.ruv. is | 07.04.2007 | 13:02Þorskur: Ráðherra bíður ráða Hafró

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vill bíða niðurstaðna rannsókna Hafrannsóknastofnunar áður en hann svarar erindi smábátasjómanna sem krefjast aukinna þorskveiðiheimilda. Hann segir mokafla undanfarið sýna að vel hafi tekist til við uppbyggingu fiskistofnanna. Tvö félög smábátasjómanna á Vestfjörðum hafa sent sjávarútvegsráðherra áskorun um að auka við aflaheimildir í þorski enda sé fullur sjór af fiski og hafi lengi verið. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kannast við erindið, sömuleiðis við ástandið. Hann vísar til umfangsmikilla rannsókna á stofnstærð sem nú standi yfir hjá Hafrannsóknastofnun og sé ekki lokið. Hann kveðst vilja sjá niðurstöðurnar áður en hann tekur afstöðu til erindanna fyrr hafi hann ekki forsendur til þess. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins.

 

Tálknafjörður.bb.is | 07.04.2007 | 08:54Harma andvaraleysi fiskifræðinga

Stjórn Strandveiðifélagsins Króks á Tálknafirði samþykkti á dögunum að skora á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar veiðiheimildir í þorski um 25-30 þúsund tonn. Í áskoruninni segir: „Stjórnin harmar andvaraleysi fiskifræðinga á því góðæri sem ríkt hefur á undanförnum árum í lífríki sjávar. Þorskur er um allan sjó, vel haldinn og af öllum stærðum. Á það ekki síst við árganga þar sem nýliðun er sögð léleg og er forsenda þess hræðsluáróðurs sem beitt hefur verið í látlausri niðurskurðaráráttu Hafrannsóknastofnunar. Stjórn Króks bendir á að mokveiði er búin að vera á öll veiðarfæri, allt í kringum landið undanfarin misseri. Síðustu mánuðir eru þar engin undantekning þrátt fyrir spár fiskifræðinga. Þessar staðreyndir blasa við á sama tíma og þorskur er í auknum mæli veiddur sem meðafli. Við veiðar á öðrum tegundum tekst ekki að forða metveiði á honum.“

Við þessum fréttum er svo commentað fyrir neðan fréttirnar og oft athyglisverð comment þar.

Sjá HÉR og HÉR

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

246 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband