Laugardagur, 14. apríl 2007
Hefur þetta verið gert áður?
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn einhvern tímann lagt það undir á landsfundi hvort þeir eigi að styðja þjóðir sem eru með stuðningi við ríkisstjórnir, sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök?
Og það er greinileg andstaða þarna og ekki lítil.
Ætli þetta sé svona í td. Svíþjóð, Noregi, og Danmörku? Styðja td. þessar þjóðir við ríkisstjórnir, sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök???
![]() |
Tekist á um orðalag í utanríkismálaályktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Ingibörg kann sko með peninga að fara
Rúmlega 63 milljóna króna afgangur.
Segir flokkurinn að sá rekstarafgangur geri meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum.
Við stofnun Samfylkingarinnar yfirtók hún skuldir þeirra flokka sem stóðu að stofnun hennar upp á rúmar 45 milljónir króna.
Þessar skuldir hafa verið greiddar niður jafnt og þétt samkvæmt áætlun og var staða þeirra rúmar 17 milljónir króna um síðustu áramót.
Segir flokkurinn, að fjárhagsleg staða Samfylkingarinnar hafi því styrkst mikið á undanförnum tveimur árum og aldrei verið betri en nú.
Það væri nú ekkert vitlaust að eyða þessum peningu í að efla fylgið, eða hvað?
![]() |
Afgangur af rekstri Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. apríl 2007
Vægt til orða tekið að ástandið sé orðið slæm í þessu stríðshrjáða landi.
2 milljónir manna hafa flúið lÍrak og aðrar 2 milljónir eru á vergangi í Írak, þetta er vægast sagt slæmt ástand svo ekki sé nú meyra sagt.
Of mikið talað og skrifað um stríðið en lítið um vandann sem er orðinn á meðal almennigs, saklausra borgara.
Davíð Logi er í Amman í Jóraníu (þangað hef ég komið) og það verður ábyggilaga fróðleik dreift hér á blogginu þegar Davíð Logi kemur heim, og bíða sjálfsagt margir spenntir eftir að heyra/lesa fréttirnar beint frá kappanum.
![]() |
Tvær milljónir Íraka hafa flúið land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Gríðalega fjölhæfur maður.
Kasparov fæddist upprunalega í Baku í Azerbaijan 1963 og 15 ára var hann farinn að sýna skáksnilli sína.
Gary Kasparov hefur skrifað allavega eina bók, How to beat Gary Kasparov
Kasparov óttast um líf sitt
Í október 2006 sagðist Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák óttast um öryggi sitt eftir morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskayu. Kasparov sneri sér að stjórnmálum fyrir nokkrum árum og er leiðtogi frjálslynds flokks sem hefur það að markmiði að koma Vladimir Putin, forseta, frá völdum. Flokkurinn berst meðal annars gegn því að stjórnarskránni verði breytt þannig að Putin geti boðið sig fram til forseta í þriðja skipti.
Sjónvarpsstöðin Skjáreinn sýndi beint frá Heimsmótinu í skák, sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Í viðtalinu lýsti Kasparov sjálfum sér sem frjálslyndum og framsýnum kapítalista, og líklega er það hverju orði sannara.
Visir.is 12.12.2006 Moskva: Húsleit hjá Gary Kasparov
Rússneska lögreglan gerði í dag húsleit í skrifstofum samtaka stjórnarandstæðinga sem lúta forystu skákmeistarans Garys Kasparovs.
Denis Blunov, einn aðstoðarmanna Kasparovs, greindi fréttastofu Reuters frá þessu í dag og sagði að lögreglan leitaði bæklinga og auglýsinga þar sem hvatt er til mótmæla í Moskvu á laugardaginn kemur. Hann sagði að lögreglan hefði fyrirskipanir frá yfirboðurum sínum að skoða rit og bæklinga og hvort þeir innihéldu öfgasinnaðar skoðanir.
Á meðan Bilonov ræddi við Reuters heyrðist í bakgrunni skipun til hans um að ljúka samtalinu. Kasparov sem var heimsmeistari í skák hefur hætt keppni og snúið sér að stjórnmálum og er í hópi helstu andstæðinga Putins Rússlandsforseta.
Svo má ekki má gleyma því að kappinn er margbúinn að lýsa því yfir að tölvur verði aldrei betri en td. heimsmeistarar í skákinni.
![]() |
Kasparov látinn úr haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Ég er ilfat af ýmsum gráðum
Einnig nýttur á veiðitólum.
Oft er ég þrykktur á enda á þráðum
Þarflegur talinn á báðum pólum.
Rétt svar barst kl.09.11 og aftur 21.17
Rétt svar er: Skór
Höf: Líni Hannes Sigurðsson
Rétt svar gaf bloggarinn: Gunnar Þór Jónsson
Vegna mistaka eða einvherra annara ástæðna var svarið Talía/blökk við gátuna sem ég hafði í farteski mínu, en eins og kemur fram hér í Athugasemdum komu ábendingar um annað svar (sem sagt skór) væri rétta svarið og kom það strax í morgun. Ps. lesið Athugasemdir.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Og aftur, ekki stjórnmál - Funny Dog.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Ekki stjórnmál - Funny Cat.
Kvikmyndir | Breytt 15.4.2007 kl. 03:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 14. apríl 2007
Við erum lykillinn að falli ríkisstjórnarinnar segja Frjalslyndir?
Verða Vinstri Grænir og Sjálfstæðisflokkurinn þá topp flokkarnir í þessum kosningum?
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknarstjóri Capacent Gallup, segir sveiflurnar óvenjumiklar en þó innan vikmarka. Þá segir hún sérstakt hvernig fylgi þessara flokks speglast, samkvæmt könnununum, þannig að þegar aukið fylgi mælist við Sjálfstæðisflokkinn minnki fylgi við Vinstri græna og öfugt. Sveiflur á fylgi D og V innan skekkjumarka
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir ljóst að flokkurinn hafi meðbyr í þjóðfélaginu en flokkurinn fær 6,1% atkvæða samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið dagana 3. til 9. apríl 2007. Fylgi flokksins hefur aukist um 0,7% frá síðustu könnun og hefur ekki verið meira frá því áður en formlegt framboð Íslandshreyfingarinnar kom fram.Magnús Þór segir: Við erum lykillinn að falli ríkisstjórnarinnar?
Sjálfstæðisflokkurinn fær 37,1% atkvæða. VG fær 24,9% atkvæða, Samfylkingin 18,1% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 9,9% atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn 6,1% atkvæða, Íslandshreyfingin 2,9% atkvæða og Baráttusamtökin 0,9% atkvæða.
Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Ég get ekki betur séð en ansi margir séu enn óákveðnir, og gæti ekki þessar sveiflur VG og Sjálfstæðisfokksins einmitt verið eitthvað vegna þess?
![]() |
Sveiflur á fylgi D og V innan skekkjumarka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Ingibjörg Sólrún ekkert á bakið dottin!
Tvö mál eins og fleinn í holdi þjóðarinnar
Ingibjörg Sólrún sagði, að tvö mál á kjörtímabilinu, sem er að líða, væru enn eins og fleinn í holdi þjóðarinnar. Annars vegar væri Íraksmálið, sem hefði verið siðlaus ákvörðun tekin í óðagoti.
Samfylkingin hefði þá staðföstu skoðun að það eigi að verða verk nýrrar ríkisstjórnar að taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða.
![]() | Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur |
Samfylkingar landsfundurinn í dag 13 mars 07.
Mun Samfylkingin vinna á fram að næstu kosningum?
Ingibjörg staðhæfir að ýmislegt til betra þjóðfélags sé á dagskrá Samfylkingarinnar, td. segir hún að Samfylkingin sé eini flokkurinn sem getur eytt kynjamismuninum og viti hvað á að gera, er það rétt? eini flokkurinn?
Hvaða möguleika hefur Ingibjörg Sólrún á að snúa við þeirri þróun sem hefur verið í gangi hjá Samfylkingunni?
Verður Samfylkingin einhverskonar konu flokkur? kvennahreyfing?
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2007 kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Hvað skildi þessi djöfull í mannsmynd fá langan dóm?
Hefur sjálfsagt verið búin að misþyrma konu sinni árum saman, hver veit, og næst barni, sinni eigin dóttur.
Hvað skildi þessi djöfull í mannsmynd hafa fengið langan dóm?
Það þarf engum að leynast það hvað ég vill að verði gert við þennan djöf$#&$ níðing.
![]() |
Læsti dóttur sína inni í ísskáp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. apríl 2007
DÍSÚSKRÆST.
Stakk nýfædda dóttur sína 135 sinnum með hnífi.
Og móðirin setti barnið síðan í ruslapoka og kastaði pokanum í ruslatunnu þar sem það fannst.
DÍSÚSKRÆST hvað er eiginlega að ské honum heimi hér.
Það þarf eingum að leinast það hvað ég vill að verði gert við þessa manneskju.
![]() |
Stakk nýfædda dóttur sína 135 sinnum með hnífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Ánægjan getur sko kostað sitt, og ekki bara í peningum.
Kaup og sala frjáls á þessari annars svo ágætu íþrótt og má búast við að sjá mikla aukningu núna á næstu mánuðum og árum, og einmitt eins og er komið í ljós að upptök smits er nú hérlendis en var áður erlendis,
Fram kemur að svo virðist sem meirihluti smitaðra hafi smitast á Íslandi og er það nýmæli miðað við fyrri ár þegar nánast allt lekandasmit átti uppruna sinn erlendis.
Ég spái því að sýkingum muni fjölga um mörg hundruð prósent á næstu 5 árum.
![]() |
Lekandatilfellum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Er með köntum mest um kring,
mikið skemmtir börnum.
Geymir í vatni gras og lyng,
gnægtir af lifandi kvörnum.
Rétt svar barst kl.16.06
Rétt svar er: Fiskabúr (og höfundurinn er Sigfús Sigurþórsson)
Rétt svar gaf bloggarinn: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir.)
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Hvaða flokk á ég eiginlega að kjósa?
Nú þarf maður að fara að ákveða sig, hvaða flokk maður á að kjósa?
Ég hef verið með ýmiskonar þreifingar hér á blogginu, sett inn færslur um hina og þessa flokka sem mislítið vit var í, einhverskonar þreifingar.
Ég er búinn að liggja að undanförnu, en þó mest síðustu daga yfir stefnumálum flokkana (nema nýja flokksins, Baráttu-eitthvað) og er alsekki sáttur, alsekki sannfærður. Allir flokkarnir kynna eitthvað frábært í stefnuskrá sinni bæði í blöðum og sjónvarpi. Með miklum tilþrifum og röggsemi útskýra stjórnmálamenn það sem flokkurinn ætlar að standa fyrir, síðan benda hinir og þessir stjórnmálamenn á að ekkert sé að marka það sem þessi eða hinn stjórnmálamaðurinn segir, og svo vel gera þeir það að maður veit ekki hvort maður á að trúa þessum eða hinum stjórnmálamanninum.
Hvað er það sem ég vil að "minn" flokkur framkvæmi, eða standi fyrir, fyrir utan utanríkismálin? (skipti þessu aðeins niður)
Hér stikla ég á stóru og fer ekki ítarlega í hvern lið, enda eru stundum margir flokkar með jafnvel sama lið en þá er bara að sjá á hverja mér lýst best..
Hvað og hverju vill ég að "minn" flokkur standi fyrir:
Laga launakjör þeirra lægst launuðu.
Leifa öldruðum að vinna fyrir tekjum án tekjuskerðingar ellilífeyris.
Gjörbreyta sjávarútvegsstefnunni.
Skóla og leikskólamál, jafnvel frýja leikskóla (ekki hinn almenn skóla)
Átak svo um munar í stuðningi við fötluð og langveik börn.
Menntunarmálin endurskipulögð, gefa öllum landsmönnum jafnan rétt og getu til að stunda nám.
Vera "vilhallur" virkjunum-stóriðjum, ríkisstjórn gæti haft flokk vísindamanna sem mundi rannsaka kosti og galla hvers verkefnis fyrir sig hvar sem er á landinu virkjunar hugmynd væri í gangi.
Gjörbreyta landbúnaðarstefnunni, allavega gera miklar breytingar á mörgum sviðum.
Kanna möguleika á hátekjuskatti.
Setja sérstakar reglur um innflytjendur inn í landið, ekki hefta, heldur að strangt sé metinn bakgrunnur viðkomandi einstaklings.
Umtalsvert átak/herferð gert í fíkniefnamálum.
Endurskoða tolla löggjöfina.
Niðurgreiðslur margra tolla afnumdir.
Halda áfram niðurgreiðslu skulda ríkisins.
Hækka skattleysismörkin.
Meyra aðhald í ríkisrekstri.
Átak í umhverfismálum og skírari stefnu.
Ekki er ég nú að tíunda það sem ég tel að sé í góðum eða þokkalegum farvegi nú þegar og klárlega gleymi ég einhverju hér, en hér er heldur ekki neinn ítarlegur list.
Jæja og hvað flokk á ég þá að kjósa?, þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Þá eru rall niðurstöðurnar komnar frá Hafró.
ÞAð var alveg viðbúið þrátt fyrir allt sem á undan er gengið að Hafró/LÍÚ niðurstöðurnar yrðu einhvernveginn á þennan veg, "Stofnvísitala þorsks lækkar um 17% á milli ára", þetta eru gjörólíkar niðurstöður þeim sem sjómenn eru að sjá hjá sér.
Fínt að blogga þessa frétt hér og tengja hana við bloggfærsluna hér fyrir neðan sem ber fyrirsögnina Fiskveiðiheimildir á Vestfjörðum ofl.
Mig grunar að margur verði hálf ef ekki alruglaður á að lesa hversu ruglingslegar þessar fréttir eru.
![]() |
Stofnvísitala þorsks lækkar um 17% á milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Þetta er í algjörum ólestri.
Þessi lagning bifreiða er í algjörum ólestri og tillitsleysið ófyrirgefanlegt.
Hér þarf átak, STRAX, upplýsingaátak og nota þessa frétt og fleiri í það mál.
Fyrir þónokkurum árum var gert átak í þessu, og minnist ég þess vel hvað ég og margur borgarbúinn var meðvitaður um að slökktulið og sjúkrabílar þyrftu að komast að ef eitthvað bæri útaf, þetta var mér löngu gleymt og býst ég við að eins sé hjá öðrum.
Ekki má heldur gleyma td. hjólastólafólki sem þarf að komast um gangstéttir, ég hef séð meira segja stúlku í hjólastól þurfa að far útá götuna til að komast fram hjá bíl sem lagt var svo kyrfilega við hús upp á gangstettinni að hún varð að fara aftur fyrir bifreiðina.
Ég mæli með að svona herferð, kynningar og auglýsingar verði aftur settar í gang, það er alveg ófyrirgefanlegt að þessi neyðartæki komist ekki að vegna ólöglega lögðum farartækjum.
![]() |
Slökkviliðið segir aðgengi í miðborginni vera ábótavant |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 13.4.2007 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar