EINKENNILEGT! Þeir vita EKKI af hverju.

Ég get alveg byrjað þessa grein á eftirfarandi orðum: Þeir vilja ekki stækkun Alcan þótt það sé umtalsverð búbót fyrir Hafnfirðinga, en þeir vita bara EKKI af hverju þeir vilja EKKI stækkun Alcan.

 

Ég átti dálítið samtal í fyrradag í síma við vinkonu mína og barst Alcan málið smá í tal, hún var alfarið á móti stækkuninni en gat bara ekki útskýrt það á neinn hátt af hverju, nema að hún þuldi eitthvað smá um það sem afturhaldseggir og öfundsjúkir pólitíkusar hafa verið að þusa í fjölmiðlunum, en ekki eitt orð um af hverju hún hefði þessa skoðun.

 

Nú nú, síðar um daginn kom upp aðstæður til að gera smá könnun.

 

Þannig var mál með vexti að ég var á fundi síðar um daginn þar sem voru einstaklingar úr þremur byggðalögum, 4 úr Reykjavík, 4 úr Kópavogi og 3 úr Hafnarfirði, (einkennilegt að segja úr Kóp, úr ---ætti maður ekki að segja frá) jaja, þessi fundur snérist um ákveðið málefni sem á engan hátt tengist Alcan eða öðrum umræðum sem hér á Blogginu fara fram.

 

Einhvern tíman á fundinum voru menn og konur að viðra skoðanir sýnar á hinu og þessu (Alcan og Klámr.) og datt mér þá í hug að biðja fólk, hvert um sig að tjá sig um HVERS VEGNA  það vildi ekki Alcan, hvert þeirra væri á móti stækkuninni. Og það kom skringileg niðurstaða út úr þessu, eða það allavega fannst og finnst mér.

Niðurstaðan var eftirfarandi í því hverjir væru á móti stækkuninni: Allir Rvk. fannst þessi stækkun bara hið besta mál, sama gegndi með Hafnfirðingana, en allir Kópavogsbúarnir voru alfarið á móti stækkun og notuðu orðalag sem búið er að hamra á hér á Blogginu og í fjölmiðlum, að Hafnfirðingar væru að selja sig, og reyndar komu enn stærri yfirlýsingar fram.

 

Þá spurði ég Kópavogsbúana 4 um ástæðuna fyrir þessari skoðun þeirra, og viti menn (konur) eingin þeirra gat með nokkru móti komið með sýna ástæðu fyrir þessari skoðun þeirra, einn meyra segja sagði: Þú bara getur lesið um það í blöðunum, ?????? ????? ? ?? ?? ?

 

Hér á Blogginu má sjá marga skrifa um Alcan málið:

Sigurður Á Friðþjófss

Dofri Hermansson

Ómar Ragnarsson

Jón Gestur Guðmundson

 

Ofl ofl.

 

 

Þolum við íslendingar alsekki að annað byggðarlag en við sjálf búum í njóti velgengni?

Ég er eins og styð stækkunina en viðurkenni jafnframt að ég er alsekki sá sem allt veit um þetta mál.

Kv. SigfúsSig.

(sem búsettur er í Hafnarfirði en telst varla Hafnfirðingur með aðeins 10 ára búsetu þar.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 159082

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

225 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband