Rómeo og Júlíus

Það er svo sem ekki frásögu færandi að fara í leikhús, en frá þessu langar mig að segja.

Við Guðbjörg Sól (dóttir mín 7 ára) fórum í gær (sunnudag) á leikritið Rómeo og Júlíus byggt á sögu Arnþórs Sigurðssonar í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar í Loftkastalanum sem Menntaskólinn við Sund er með til sýningar þessa dagana.

Alveg magnað hvað þessir "krakkar" geta gert úr algerri steypu, samt var söguþráðurinn alveg skiljanlegur og þar að auki bráskemmtilegur að mínu mati, og 7 ára prinsessan mín fannst þetta æðislegt en hávaðinn kannski heldur mikill.

Þarna eru kringum 30 manna hópur sem leikur leikrit um strák sem lendir í draumaheimi, (eftir að hann er rotaður) mikið rugl fer af stað í þessum draumaheimi og lendir hann á einhverjum stað sem að ég held enginn hafi áttað sig á hvar var, pilturinn er að sjálfsögðu hræddur og vill komast útúr þessu rugli, heim til pabba, mömmu og systkina, hittir marga sem hann reynir að fá til að hjálpa sér út úr þessum ósköpum, hittir meyra að segja anda, sem að vísu er einhver sá kjánalegasti andi sem ég og Guðbjörg Sól höfum "augum litið" en andinn getur ekki komið drengnum heim, en bendir á að það sé einn maður sem gæti mögulega hjálpað, eftir mikinn hasar, söng og vesen kemur í ljós að þessi maður er enginn annar en ÁRNI JOHNSEN. og hvað haldi þið? jú Árni Johnsen birtist í lokin í eigin persónu, eeeen gat ekki hjálpað.

Mér fannst krakkarnir, hver og einn einasti fara á kostum í þessu leikriti og gef þeim 10. hljómsveit spilaði lögin og það vantaði ekki að meðlimir þeirrar hljómsveitar kunni sitt fag og skilaði sínu hlutverki frá sér með sóma.

Var að gera smá stafsetninga leiðréttingu í færslunni og hvarf þá öll færslan án þess að ég hafi skýringu, sennilega einhver andi á ferðinni, bloggfærslan sett inn aftur 26 febr. 07

SigfúsSig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

það hefur komið einhver árni jónsen í færsluna

halkatla, 26.2.2007 kl. 21:33

2 identicon

Búin að sjá leikritið og tek vel undir lýsingu þína á því.

Sunna A. 

Sunna A. 26.2.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki ólíklegt

Sigfús Sigurþórsson., 27.2.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 158938

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband