Smásaga.

Langar að deila hér gærdeginum með vinum og þeim sem vilja, ekki neitt krassandi dagur en skemmtilegur.

Kunningi minn og dóttir hans (9ára) hringdu í mig og Guðbjörgu Sól (7 ára) í hádeginu í gær og spurði mig hvort við ættum ekki að skella okkur í Keiluhöllina, þetta fannst mér þrælsniðugt (ég hafði aldrei farið í keilu hér á íslandi, og 20 ár allavega síðan ég fór í keilu) og hugsaði mér að vera þarna frá þrjú til fimm ca., ákváðum við að hittast uppí Keilu um þrjúleitið.

Báðir þurftum við að sinna viðskiptaerindum áður en við færum þangað og fór ég að sinna mínum, Guðbjörg Sól mín (7 ára) var í þessum erindrekum mínum með mér og var gjörsamlega friðlaus (hafði farið í keilu með krökkum og leiðbeinendum á vegum ÍTR).SSkeila

Loksins komumst við nú í Keiluhöllina og var þar stappað af fólki, allavega á litið og á öllum aldri, við hringdum í vini okkar (Eyþór og Önnu Margréti) og leit út fyrir að þau mundu tefjast eitthvað lítillega vegna þess sem kunningi minn þurfti að sinna áður en þau kæmu, og vegna þess að margt var um manninn ákvað ég að panta strax svo við kæmumst einhvern tíman að, ó jú við áttum að bíða í TVO KLUKKUTÍMA eftir að komast að, vinir okkar komu svo fljótlega og börnin fóru að leika sér þarna í leiktækjum á meðan við biðum.

Biðin varð nú ekki eins löng og gert var ráð fyrir og var nú farið að kasta kúlum, mikið var af börnum þarna og eins og áður sagði fólki á öllum aldri og frá ýmsum þjóðernum, mikið fjör, hláturinn glumdi um allt, fólk hoppaði og dansaði og flott músík dundi temmilega hávær um allt, og ekki sást vín á nokkrum manni á þessari skemmtun eins og vera bar, já það er ekki vandi að skemmta sér án víns á íslandi og yndislega gaman var að fylgjast með þessum frjálslegu börnum sem gjörsamlega slepptu sér þarna.

Tímaskin okkar fór algerlega forgörðum og vorum þarna stanslaust að frá kl. ca. 15.45 til að ganga níu í gærkvöldi og er óhætt að segja að tvær hnátur hafi verið orðnar ansi þreyttar þótt þær vildu ólmar bæta enn fleiri leikjum við, en þar sem þessi elskulegu feðgin voru búin að bjóða okkur í mat varð að drífa sig á stað í eldamennskuna, hráefni matarinn átti að koma á óvart og gerði það svo sannarleg, þau voru með tvær gerðir af fiski, annar kryddleginn en hinn í einhverskonar sósu með rifnum osti, annar steiktur á pönnu en hinn eldaður í ofni, reyndist þetta algert lostæti, sérstaklega annar rétturinn (sá kryddlegni) og spurning kvöldsins var svo hvaða fiskitegund þetta var sem við SS5553242höfðum verið að borða, ó jú, eins og kokkurinn vissi kom það mér verulega á óvart að þetta var hvortveggja LANGA.

Það voru þreytt og sæl feðgin sem fóru heim og að lúlla í gærkvöldi.  >>>>Sjá myndir<<<<

SigfúsSig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitslestrarkvitt á sunnudagsvakt

Ólafur fannberg, 11.3.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kærar þakki meistari Ólafur, fer einmitt rúntinn á eftir.

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Bara gaman  leikurinn er til að gefa lífinu gildi

Kristberg Snjólfsson, 11.3.2007 kl. 10:25

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svo sannarlega Kristinn, og ekki síst með börnunum okkar eins og þú veist nú kappi.

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 10:32

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svo sannarlega Kristberg, og ekki síst með börnunum okkar eins og þú veist kappi.

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 10:34

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er ekkert betra eftir erfiðan dag  en góður fiskur. trillukarl.

Georg Eiður Arnarson, 11.3.2007 kl. 10:48

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú Georg ert sama sinnis og hann félagi minn. það er sama hvenar maður fer út með honum að borða þá er það fysta sem hann skoðar er fiskur, ég er nú ekki mikill fiskmaður þótt hafi mikið stundað sjómensku hér áður fyrr, en finnst alveg nauðsinlegt að fá fisk öðruhverju.

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 11:24

8 Smámynd: Ólafur fannberg

fiskur er hollur...

Ólafur fannberg, 11.3.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband