Og þá vita allir það.

ThKatrinAfrekaskrá stjórnarandstöðu:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, flutti kraftmikla ræðu í eldhúsdagsumræðunum í fyrrakvöld. Hún rakti m.a. afrekaskrá stjórnarandstöðunnar, sem var í stórum dráttum svona:

 

Stjórnarandstaðan studdi ekki rammalöggjöf um háskóla. Stjórnarandstaðan vildi ekki veita sjálfstæðum grunnskólum á borð við Ísaksskóla, barnaskóla Hjallastefnunnar eða Landakotsskóla tækifæri.

 

Stjórnarandstaðan var á móti skattalækkunum.

 

Á móti einkavæðingu ríkisfyrirtækja.

 

Og ráðherrann sagði að Steingrímur J. hefði verið á móti frjálsu útvarpi og ekki treyst fólki til að kaupa bjór.

 

Þetta var sterkur kafli í ræðu Þorgerðar Katrínar og jafnvel sjónvarpsáhorfendur, sem sátu heima í stofu hjá sér sáu, að þingmönnum stjórnarandstöðunnar leið ekki vel undir þessari upptalningu, sem raunar var lengri en hér kemur fram.

 

Þorgerði Katrínu tókst að sýna fram á það með skýrum hætti að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu verið á móti mörgum miklum framfaramálum á undanförnum árum.

Þessi málflutningur varaformanns Sjálfstæðisflokksins féll í góðan jarðveg.

 

Kannski Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leggjast í ítarlegri rannsóknarstarfsemi og birta heildaryfirlit yfir það, sem stjórnarandstaðan hefur verið á móti í sextán ár?!

Þetta segja Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins og þjóðin tekur undir þetta að sjálfsögðu, eða er það ekki? Að sjálfsögðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér fannst Þorgerður Katrín standa sig verr en áður. Hún virkaði hortug og yfirlætisfull í ræðunni. Henni var of umhugað um að niðurlægja andstæðinga sína og glotti hæðnislega frekar en að brosa. Á því er nefnilega munur og ég er viss um að stórleikarinn pabbi hennar hefði geta ráðlagt henni betur í þvi efni hvernig ætti að afla atkvæða og samúðar með sínum málstað fremur en að einbeita sér að því að gera lítið úr andstæðingum sínum. Hér læt ég einu gilda hvort það sem hún taldi upp væru réttmæt skot á andstæðingana eða ekki.

Nú býrðu við það að eina athugasemdin er ekki sammála ritstjórnargreinum Morgunblaðsins. En hvað veit ég... ég er ekki þjóðin!

Haukur Nikulásson, 17.3.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Haukur, það er eitt sem mér líkar alsekki við og finnst áberandi núna og á það við um fólk í flestum flokkum og það er þessi,,, ja hvernig á ég að orða það, jú, persónulega ilska, árásir, niðurlægingar. í FÍLA það ekki eins börnin segja.

Sigfús Sigurþórsson., 17.3.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 159091

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

220 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband