Okur á barnabókum.

Hefur fólk ekkert að segja um verð á barnabókum á íslandi?

Gudbjorg_Sol_Sigfusd003Ég keypti bókina Fugl og fiskur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttir handa Guðbjörgu Sól (7 ára dóttir minni) um jólin sem er ekki frásögu færandi, nema að henni finnst bara ekkert gaman að henni, því miður (einn spældur) þessi bók kostaði eitthvað um 3000 krónurnar, en þessi bók inniheldur þó nokkurn texta, og er 145 bls. nettar myndir og því meyri texti.

Af hverju keypti ég þessa bók? nú það var auðvitað vegna þess að afgreyðslumaðurinn sagði að hún væri ætluð börnum á svipuðu reki og hnátan mín sem var með mér, og svo náttúrulega líka vegna þess að ég yrði nokkur kvöld að fara í gegnum hana, ég nefnilega les ávalt stutta sögu fyrir hana á kvöldin þegar hún fer að sofa, og reyndar segi líka sögur sem ég bara skálda uppúr gömlum ævintýrum, og blanda gjarnan einhverjum ævintýrum saman, það finnst henni ekki síðra.

SSbarnab1Síðan er ég búin að vera að kíkja í kringum mig eftir "skemmtilegri bók og bókum fyrir hana því það er hundleiðinlegt að sofna útfrá snarruglingslegri bók sem er eins og hafi verið skrifuð árið sautánhundruðogsúrkál, með alskonar gamaldags orðum sem enginn undir 75 ára skilur.

Þunnar og fallegar bækur fást í massavís, verðið á þessum "mynda" og sögu "bæklingum" er til skammar, smá kiljur sem eru ca. 30 til 100 blaðsíður (1 blað taldar 2 síður, hli1 og hlið 2) kosta algengt frá tæpar 1000 krónum upp í ca.3000 krónur 1/2 til 1 1/2 sentimetrar á þykkt ca.

Það finnst sjálfsagt mörgum ekki mikið verð 2 til 3000 kall, en hvað ef þú þarft að kaupa svona 3 í mánuði? (fljót lesnar) þíðir það ekki 70.000 til 108.000 krónur á ári? ég hugsa að mörgum þyki það mikið og sumir hreinlega hafa ekki efni á slíku.

Hér set ég nokkur verðdæmi á bókum sem eru í svipuðum stærðar flokki og ég greini frá hér að ofan:

Muna að blaðsíða er aðeins önnur hliðin á einu blaði, og því er eitt blað taldar sem 2 blaðsíður. 

Abdí og hálsmen drottningar

Höfundur: Madonna

Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir

Myndefni: Andrej Dugin, Olga Dugina

Verð: 1.868 kr.

Blaðsíður: 44

Útgefandi: Mál og menning

Amma fer í sumarfrí

Höfundur: Björk Bjarkadóttir

Verð: 2.149 kr.

Útgefandi: Mál og menning

Amma og þjófurinn í Safninu

Höfundur: Björk Bjarkadóttir

Verð: 1.868 kr.

Blaðsíður: 26

Útgefandi: Mál og menning

Bakkabræður

Höfundur: Jóhannes úr Kötlum

Myndefni: Tryggvi Magnússon

Verð: 741 kr.

Blaðsíður: 36

Útgefandi: Mál og menning

Beint í mark

Þýðandi: Bjarni Guðmarsson

Verð: 2.149 kr.

Ekki gefið upp bls. fjöldi.

Útgefandi: Mál og menning

Benedikt búálfur - Svarta norn

Höfundur: Ólafur Gunnar Guðlaugsson

Verð: 2.525 kr.

Ekki gefið upp bls. fjöldi.

Útgefandi: Mál og menning

Einar Áskell og stríðspabbinn

Höfundur: Gunilla Bergström

Þýðandi: Sigrún Árnadóttir

Verð: 2.149 kr.

Ekki gefið upp bls. fjöldi.

Útgefandi: Mál og menning

Emil í Kattholti - allar sögurnar

Höfundur: Astrid Lindgren

Þýðandi: Vilborg Dagbjartsdóttir

Myndefni: Björn Berg

Verð: 2.806 kr.

Blaðsíður: 409

Útgefandi: Mál og menning

SSbarnab3

Gáfnaljós: Gaman að læra

Verð: 835 kr.

Afar þunn bók.

Útgefandi: Vaka-Helgafell

Auðvelt er að finna dýrari barnabækur, en ekki auðvelt að finna ódýrari.

Ég nenni nú ekki að vera með fleiri dæmi hér, en þetta er þó ágætis sýnishorn.

Er ekki hægt að láta einhvern flokkinn lofa uppí ermina á sér með niðurgeyðslur á barnabókum?

En þetta er sjálfsagt nokkuð sem enginn hefur áhuga á í okkar velferðar og tölvu þjóðfélagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég fer stundum á bókasafnið, þá getur sá stutti valið úr miklu úrvali, voða spennandi.  En bækur áttu að lækka í kjölfar lækkaðs vsk.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.3.2007 kl. 02:58

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það sem er vinnsælt hjá krökkonum er oft ótrúlega fljótt að hækka í verði.

Georg Eiður Arnarson, 23.3.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já ég er sammála þér. Annars er ég svo heppinn að dóttir mín vill yfirleitt heyra sömu söguna svona mánuð í einu áður en hún skiptir yfir í næstu.

Ragnar Bjarnason, 23.3.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það var fyrsts mars Ester, löngu búið að vinna það upp og gott betur trúi ég.

Það er alveg rétt, ef það er vinsælt hjá krökkunum þá virðist verða hlutir rándýrir, ég var nú að versla stigvél á dömuna seinnipartinn í dag og fékk þau afar ódýrt, en skoðaði í leiðinni vandaðari uppháa kuldaskó og ódýristu sem ég sá voru á 7000.

Hahahaha Ragnar, það er sko annað á þessum bæ, ef um video eða DVD barnamynd er að ræða þá getur hún horft nokkuð oft á það, en ekki sömu söguna oftar en einu sinni í vikum nei nei nei þú varst að lesa þessa segir hún og engu tauti við hana komandi, haldi þið að það sé kannski eitthvað að uppeldinu?

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

He he, mín kann þær sko uatan af og leiðréttir ef ekki er rétt farið með eða reynt að stytta sér leið.

Ragnar Bjarnason, 24.3.2007 kl. 12:28

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Já það er sko alveg víst,þau eru svo hreinskilin og yndisleg börnin, það væri munur ef maður væri barn til þrídugs

Sigfús Sigurþórsson., 24.3.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 158942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband