Sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu

Sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en innan við prósenti munaði á fylkingum. 50,3 prósent voru andvíg stækkuninni en 49,7 prósent voru hlynnt henni. Lúðvík ítrekaði að þetta væri vilji bæjarbúa og hann sagði ekki óttast að þetta myndi kljúfa bæinn. Hafnfirðingar myndu jafna sig á þessu. Þá sagði hann ákveðin tækifæri enn þá vera fyrir hendi fyrir Alcan og ekki væri hægt að útiloka að fyrirtækið yrði áfram í bæjarfélaginu. Frétt á visir.is
mbl.is Lúðvík: Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei - "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" - eða enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur!!! Ég tel alveg spurning hvort þessi bæjarstjórn eigi ekki að segja af sér - þvílíkt og annað eins.

BR

BR 31.3.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það á svo sannarlega að telja aftur þegar svo mjótt er á mununum.  Annars ber að virða þessa sorglegu niðurstöðu.  Við Suðurnesjamenn tökum vel á móti Alcan í Helguvík enda hafa okkar kjörnu bæjarfulltrúar þann kjark að taka skynsama ákvörðun.  Til þess voru þeir kosnir

Örvar Þór Kristjánsson, 31.3.2007 kl. 23:41

3 identicon

Þetta er sennilega ein heimskasta uppákoman í Íslandssögunni.   

Bjarni M. 1.4.2007 kl. 00:10

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála. 

Vilborg Traustadóttir, 1.4.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Örvar, þetta var það fyrsta sem ég og félagi minn sögðum eftir að llokatölur komu áðan,,,,,,, og hann er fæædur og uppalinn Suðurnesjabúi.

Já það er á hreinu enginn veit hvað haft hefur fyrr en misst hefur,,orð að sönnu og mjög miklar líkur að það egi við hér.

Og Bjarni, mig grunar að það eigum við einmitt eftir að upplifa, einnig um framhald hér í bæ hjá stjórnarmeirihlutanum.

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband