Skemmtilegar bloggfærslur.

Fréttamynd 424857Það er búið að vera virkilega gaman að lesa bloggfærsur hér á blogginu eftir að kosningum um stækkun álversins lauk.

Tók að gamni mínu saman hendingar og fyrirsagir úr nokkrum bloggfærslu, allt frá sitthvurum bloggurunum.

 

  • Merkileg niðurstaða - hver verða langtímaáhrifin? 

  • Einhver sögulegasta íbúakosning á Íslandi endaði með 88 atkvæða mun. Hársbreidd.

  • Næst getum við kosið stjórnarráðið úr miðbænum.

  • Naumt var það eins og búist hafði verið við. 

  • Dýrmætur sigur vannst í Hafnarfirði í baráttu Davíðs við Golíat.

  • Hvað þetta þýðir fyrir framtíð álversins í Straumsvík verður að koma í ljós.
  • Mér finnst að þjóðin eigi að hafa fengið að kjósa um þetta.
  • Mikið svakalega var þetta tæpt.
  • Vonandi verður þetta til þess að Álver rísi við Húsavík strax.
  • Stjórnmálamenn í bæjarstjórn Hafnafjarðar sleppa við að taka þessa ákvörðun sjálfir og fela sig á bak við fyrirsagnir eins og til dæmis "Sögulegar kosningar" eða orð eins og "íbúalýðræði".
  • Mér þykir valdið mikið sem íbúar þessa bæjar hafa fengið, að geta kosið um hvort álverið stækkar eða ekki.
  • Þá er þessum dramatísku kosningum loksins lokið og málið um álið endanlega dautt.

  • Naumt var það og spennandi allt til loka, en það er klárt að stækkun hefur ekki meirihluta meðal Hafnfirðinga.

  • Jæja þá er það nú loksins staðfest að rétt rúmlega helmingur Hafnfirðinga eru Hálfvitar ef marka má þessa niðurstöðu úr álverskosningunum. 

  • Framtíðin er skyndilega bjartari fyrir ungt fólk í Hafnarfirði og á landinu öllu.

  • Mikið óskaplega er ég stoltur af hafnfirðingum í dag.

  • Kosningin í Hafnarfirði sýnir fyrst og fremst vinnubrögð Samfylkingarinnar sem er óhrædd við að beita íbúalýðræði og hlíta niðurstöðum.LoL(broskalli bætt við af vefstjóra)

  • Mjótt var á mununum en niðurstaðan er góð að því leiti að hún krefur okkur öll til að setjast niður og sjá hvert við viljum halda.

  • Sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sjálfsagt að skoða kröfur um endurtalningu í atkvæðagreiðs.

  • Samúðarkveðjur til Hafnarfjarðar  Þegar Davíð Oddsson hótaði áframhaldandi okurvöxtum ef álverið í Straumsvík yrði stækkað og annað byggt í Helguvík 29. mars síðastliðinn, gaf hann fjölda fólks sem er þreytt á okurvöxtunum skýr fyrirmæli um að berjast gegn stækkuninni í Straumsvík.

  • Persónulega finnst mér þetta afar sorgleg niðurstaða. 

  • Til hamingju Hafnfirðingar,og að sama skapi til hamingju Húsvíkingar.

  • Líklega voru það grunnskólakrakkarnir sem áttu lokahnykkinn þegar þau stormuðu niður í bæ og mótmæltu stækkun álversins.

  • Til hamingju Hafnarfjörður! Það munaði um hvert atkvæði.

  • Frábært að lýðræðið heldur áfram að vera í stöðugri þróunn, og er íbúalýðræði hluti af því. Hafnfirðingar hafa samt sem áður ákveðið að missa 500 milljónir úr sjóði bæjarins, og hafnað 500 milljónum til viðbótar. tkvæði í þágu skynseminnar og umhverfisverndar .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta er svartur dagur í sögu Hafnafjarðar  á eftir að hafa slæm áhrif á Fjörðinn, Álverið kemur til með að fara og ekki víst að jafn öflugt fyrirtæki komi til  með að koma í staðinn.

Kristberg Snjólfsson, 1.4.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: halkatla

ég samgleðst hafnfirðingum vegna velheppnaðra kosninga en hef haldið mér utan við þetta mál, það er eitthvað svo mikil ólga og læti í kringum það

halkatla, 1.4.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er rétt Anna, ólgan var sett á bæjarbúa, ég er virkilega ánægður að íbúar Hafnarfjarðar fengu að kjósa um þetta en er ekki sátur við að bæjarstjórnin skuli alfarið skella ábyrgðinni á bæjarbúa, ekki sýst í ljósi þess að Hafnarfjarðarbær seldi Alcan lóð undir stækkunina fyrir 4 árum síðan, hvað nú?

Nei nei Kristberg, ekki svartur dagur, en kanski gæti framtíðin verið bjartari, nú verðum við bara að vera dugleg við að finna lausnir á að skapa atvinnuskapandi fyrirtæki handa bæjarbúum.

Hvað framtíðin á eftir að leiða í ljós er bara óráðin gáta og ekkert við því að gera.

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband