Kærasta eða ónafngreind kona?

Fréttamynd 425475Ég fatta ekki málið hér, er ekkert siðferði til hjá fréttamönnum/stofum?

Í einni fréttinni í dag er sagt að drengurinn sé að kissa kærustuna sína en í annarri sama dag, það er í dag segir að hann sé að kissa ónafngreinda konu.

Í fréttinni er sagt: Breski prinsinn Harry sást kyssa ónafngreinda konu er þau voru að horfa á enska krikketlandsliðið etja kappi við Ástralíu á Antigua-eyju í Karíbahafinu í dag. Engar fregnir hafa borist af því hver stúlkan muni vera.

Og ekki hætt hér heldur segir breski hirðljósmyndarinn Arthur Edwards „Ég held að Harry prins sé kominn hættulega nálægt því að verða landi og þjóð til skammar,“ sagði Edwards. „Hann veit að ef hann fer á næturklúbbana bíða ljósmyndararnir eftir honum. Þannig gFréttamynd 425482engur þetta fyrir sig.“

Í annarri er svo sagt fyrir neðan mynd (einnig í dag): Harry kyssir kærustuna sína, Chelsy Davy, á krikketleik í dag. Reuters

Myndirnar hér eru með sitthvurri fréttinni og sé ég ekki betur en að um sömu dömuna sé að ræða.

Nú svo er það hin hliðin á málinu, hvern andskotan kemur okkur þetta við eða öðrum líð, nema þá fjölskildu þessa eftirsóknaverða pilts?

 

Er ég kannski að misskilja þetta alltasama? það bara hlýtur að vera.


mbl.is Harry prins er landi og þjóð „til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ég er alveg sammála! Ég sé ekki betur en þetta sé Chelsy Davis, kærasta prinsins? Vá, hvað þetta er steikt fréttamennska ef svo er.

Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 19:14

2 identicon

Mogginn dottinn í kellingagírinn ...

Jón Garðar 8.4.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi, gæti ekki verið meira sammála þér. Er nú samt sek um lesa allar þessar fréttir og spá og spekúlera í hlutina. Auðvitað vitum við að frægt fólk, hvort sem það fæðist inn í hlutverkið (aðallinn eða börn frægs fólks)  eða sækjast eftir því (s.b. leikara, poppara o.sfrv.) mun aldrei eiga einkalíf sem slíkt, en hvernig kelerí Harrys á að geta orðið landi og þjóð til skammar er gjörsamlega ofar mínum skilningi. Svo er nú ekki eins og pabbi hans, Kalli vinur okkur, hafi verið nein sérstök fyrirmynd síðust ár. Var reyndar á sama meiði með Clinton og Lewinsky. Hvernig í andskotanum átti það að hafa áhrif á getu hans sem forseta hver þjónustaði hvern undir hvaða skrifborði og hvenær? Phiff. 

Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Auðvitað les maður allar svona krassandi sögur, trúir því auðvitað að allar séu þær sannar en þegar svo tvær fréttir sama daginn, um sama málið, í sama blaðinu stangast svona á eins og mér sýnist hér vera á ferðini er það alsekki ekki nógu gott.

Sigfús Sigurþórsson., 8.4.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: halkatla

sko, ég gæti ekki verið meira ósammála, nei ég meira sammála þér hlægileg fréttamennska hér á ferð, ég var rugluð allan daginn eftir þessi misvísandi skilaboð og meira til

það eina sem má hafa útúr kóngaliði er þetta slúður, auðvitað fylgist maður með því. Þessvegna fíla ég bretana best, þau kunna að hneyksla mann og ég er með miklar áhyggjur af Harry, og William, þeir eru alltaf á einhverju fylliríi og Harry á leið til Íraks, mér finnst það alger geggjun.

halkatla, 9.4.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: halkatla

ég vissi reyndar allan tímann að þetta væri Chelsy, ég var bara ringluð við aðreyna að skilja afhverju mogginn var að afneita henni.... en þannig myndast ráðgáturnar

halkatla, 9.4.2007 kl. 22:19

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jú jú fréttir af Breska kóngafólkinu eru yfirleitt gæddar hneykslunarlegum viðburðum, vonandi verða fréttamenn áfram eins og gráir kettir á eftir því fólki.

Sigfús Sigurþórsson., 9.4.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband